Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 164

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 164
Náttúrufræðingurinn 164 sína til að koma því í kring að ráðu- neytið gerðist áskrifandi. Fundi lauk þegar kvenkyns starfsmenn ráðu- neytisins, að meðtöldum ráðherra, lögðu niður störf og skunduðu upp á Skólavörðuholt í kröfugöngu á kvennafrídegi. Niðurstaða: Vel heppnaður fundur, hlustað var á skoðanir HÍN, áhugi sýndur á málum NMÍ og ekki að sjá að vilji væri fyrir því að stinga þeim undir stól. Heimsókn til Álfheiðar Ingadóttur Í framhaldi af fundi með mennta- málaráðherra var ákveðið að fá fund með Álfheiði Ingadóttur, alþingismanni og fv. ritstjóra Nátt- úrufræðingsins, um málefni Nátt- úruminjasafns. Hún sat um hríð í nefnd um safnið og er öllum hnútum kunnug. Þessi fundur var í febrúarbyrjun. Fulltr. HÍN: Árni Hjartarson, Jóhann Þórsson og Rannveig Guicharnaud. Álfheiður minnti á að lóðinni gömlu í Vatns- mýri var úthlutað undir safnið á 100 ára afmæli HÍN og var því eins- konar morgungjöf ríkis og borgar til félagsins. Einnig rifjaði hún upp þá undarlegu sögu er þáverandi menntamálaráðherra, ásamt þáver- andi borgarstjóra, gaf Listaháskóla lóðina á hæpnum forsendum og hvernig Listaháskólinn lét hana sér úr greipum ganga í maka- skiptum fyrir lóðir Björgólfsfeðga í Skuggahverfi. Álfheiður kvað lóðina í Vatnsmýri nú eftir hrun aftur komna í eigu ríkis eða borgar og skv. deiliskipulagi enn skráða undir náttúruminjasafn. Hvatti hún stjórn HÍN til að hitta Jón Gnarr borgarstjóra eða Dag B. Eggertsson formann borgarráðs og fá afstöðu þeirra í málinu og lofaði sjálf að ýta á eftir málinu innan ríkisstjórnar- flokkanna. Eftir þessa fundi er stjórn HÍN heldur bjartsýnni en áður á að eitt- hvað kunni að gerast í málefnum Náttúruminjasafns. Næsta skref er fundur með umhverfisráðherra um málefni safnsins og stöðu þess gagn- vart Náttúrufræðistofnun, en hann hefur verið ákveðinn 2. mars nk. Mikilvægt er að knýja á um að lóðin við Öskju verði áfram hugsuð sem staður fyrir safnið og að sem fyrst verði hafist handa við framkvæmdir á henni. Styrkumsóknir Sótt var um styrki til Landsbankans og Arion-banka hf. vegna kynningar- herferðar fyrir Náttúrufræðinginn. Frá Arion-banka fengust 50.000 kr. ekkert frá öðrum. Sótt var um 1.000.000 kr. til Umhverfisráðuneytis, sömu upp- hæð og í fyrra, en þá höfðust 450.000 kr. upp úr krafsinu. Umsagnir um frumvörp Fjölmörg frumvörp frá Alþingi hafa verið send HÍN til umsagnar. Stjórn félagsins hefur ekki séð sér fært að senda frá sér athugasemdir eða álit. Oft er erfitt að gera slíkt í nafni félags eins og HÍN og svo kostar það talsverða vinnu, sem engin þóknun kemur fyrir og raunar óvíst um þakklæti líka. Starfið framundan Aðalatriðið í starfinu framundan er að halda útgáfu Náttúrufræðings- ins í horfinu þannig að ekki taki að myndast útgáfuhali á ný. Fjölga þarf áskrifendum og auka auglýs- ingatekjur til að útgáfan standi undir sér. Ýta þarf jafnt og þétt á eftir málum NMÍ. Uppdráttur Gunnlaugs Halldórssonar að fyrirhuguðu náttúrugripasafni frá 1954.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.