Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 24
24 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 Mikil vinnA eftir við A lla langar til að heyra sögur af ævin týraleg­ um framgangi manna. Hug mynd verð ur að veruleika eftir hetjulega baráttu. Núna hefur barátta Þor steins Baldurs Friðrikssonar og þeirra hjá leikjagerðinni Plain Vanilla Games skilað árangri: Erl end ir fjárfestar hafa lagt stórfé í íslensk­ an sprota, sem fyrir ári var „bara“ talinn í röð þeirra efni legustu. Fróðir menn meta fyrirtækið nú á meira en tvo milljarða. Starfs ­ mönnum hefur fjölgað smátt og smátt og eru nú 25 en voru sjö í vor. Verkefnin sem bíða krefj ast þó enn meiri mannafla. Fyrir tæk ­ ið er í örum vexti. Bandarískir fjarfestingasjóðir hafa veðjað á hugmyndina og lagt fram fé í þremur áföngum, alls 5,7 milljónir Bandaríkjadala. Það eru nær 700 milljónir ís lenskra króna á gengi haustsins. skjótar vinsældir Það er spurningaleikurinn Quiz­ Up sem vekur þennan áhuga. Hann hefur í haust slegið í gegn, sérstaklega í Bandaríkjunum, og á tímabili í það minnsta bættust 150 þúsund manns við sem nýir notendur á hverjum degi. Þeir telja nú yfir þrjár milljónir á tæp um þremur vikum. Leikurinn hefur náð fjöldaútbreiðslu. Spurn­ ingar munu vera yfir 150 þúsund og forritið gengur út á að hver og einn getur slegist í hópinn með sínar eigin spurningar. Þetta kallar Þorsteinn „platform“ eða „brautarpall“ þar sem allir geta stigið um borð í lestina og verið með. Vinnan við að koma „brautar ­ pallinum“ upp hefur staðið í tvö ár og enn er farið ókeypis. „Við völdum í upphafi vinsælt leikjaform, spurningaleik, og gerð um hann aðgengilegan á snjallsímum,“ segir Þorsteinn. „Spurningaleikur úreldist aldrei; það er stöðugt hægt að endur ­ nýja spurningarnar og bæta við. Það er annað en á við um marga tölvuleiki, sem eiga sér ákveðinn líftíma og gleymast svo.“ Þau tvö ár sem QuizUp hefur verið til hefur leikurinn smátt og smátt vakið meiri athygli og áhuga. Frjótt tækniumhverfi „Leikurinn hefur náð þeim vin ­ sældum að almennir fjömiðlar eru farnir að fjalla um hann, ekki bara einhverjir tæknibloggarar. Við höfum fengið umfjöllun á CNN og í dagblöðum og það er mjög mikilvægt,“ segir Þorsteinn. Það er fjárfestingasjóðurinn Sequoia Capital í San Francisco sem leggur mest fram til að þróa hugmyndina – og ætlar sér væntalega að græða á fjár fest ing ­ unni með tíð og tíma. Slíkir sjóðir kaupa hluti, taka áhættu á að hugmyndin reynist lífvænleg og selja svo dýrar en þeir keyptu. En af hverju koma íslenskir fjár ­ festar ekki að svona hugmynd? Margir spá í af hverju svo mikill munur er á áhættuvilja. Þorsteinn segir að það sé ósanngjarnt að gagnrýna íslenska peningamenn fyrir að hafa ekki trú á nýrri hug ­ mynd fyrr en útlendingar hafa komið auga á möguleikana. „Tækniumhverfið er annað og fjárfestingahefðin er allt önnur við San Francisco­flóann en á Íslandi. Þetta er raunar alveg einstakt í heiminum,“ segir Þor ­ steinn. Þarna vísar hann m.a. í að í Kísildalnum er vagga tölvu ­ tækn innar og netsins. „Einhver galdur“ Hátæknifyrirtæki þar skipta þús ­ und um og nýir sprotar spretta upp ótt og títt. Mörg fræg vöru merki eins og t.d. Apple og Face book urðu til við þessar að stæður. Og áhættufjárfestar vita að sumir þessir sprotar eru verð mætir, aðrir ekki. Það er erfitt að vita fyrir fram hvaða sprotar ná að vaxa og dafna og hverjir visna. Þorsteinn orðar það svo að „ein hver galdur“ sé tengdur þessu landsvæði við Kyrrahafið. „Áhættan við að leggja fé í nýjar hugmyndir er mikil en gróðinn getur líka verið mikill ef vel tekst til,“ segir Þorsteinn. Hann nefnir Þorsteinn Baldur Friðriksson hjá Plain Vanilla Games: Þegar Þorsteinn Baldur Friðriksson var í viðtali í Frjálsri verslun fyrir ári taldi hann að Plain Vanilla stæði á tímamótum. Núna er fyrirtækið komið yfir þau tímamót og bara vinna og vöxt ur framundan. Fróðir menn meta fyrirtækið nú á meira en tvo milljarða. PLain VaniLLa Quizup TexTi: Gísli krisTjánsson / Myndir: Geir ólafsson oG úr safni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.