Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 37

Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 37
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 37 Valdimar Sigurðsson segir að sér finnist innri markaðssetning vera mjög mikilvæg og að litið sé á starfsmennina raunverulega sem neytendur númer eitt. „Mér finnst það skrýtið þegar fyrirtæki eru að auglýsa ýmiss konar þjónustu eins og til dæm is smáforrit eða breyt ingar á heima svæði og svo kemur í ljós að starfsmenn fyrirtækis­ ins vita sama og ekki neitt um þjónustuna. Að mínu áliti eru þrjú lykilatriði í innri markaðs­ setningu en þau eru að fræða, hrósa og umbuna. Eftir krepp­ una má segja að hendurnar hafi farið minna á loft, eða með öðrum orðum að starfsmenn hafi hikað meira við að bjóða sig fram. Það hefur myndast nokkurt hvatavandamál þar sem starfsmenn sjá ekki sam­ bandið milli framlags síns og umbunar. Það er yfirleitt frekar lítill hvati að reyna að hanga í starfi og starfsmenn sem tóku á sig aukna ábyrgð eða störf sátu yfirleitt uppi með aukið álag án þess að fá umbun fyrir. Allt of fá fyrirtæki á Íslandi hafa handbók eða leiðarvísi með gildum og fróðleik og enn færri þjálfa upp færni starfsfólks ins kerfisbundið. Oft er rætt um mikilvægi jákvæðs og neikvæðs umtals, og það er rétt, en trúlega er neikvætt umtal frá starfsmanni dýrast. Það þarf að fræða starfsfólk og þjálfa það betur til að það geri framúrskarandi hluti sem þá er hægt að hrósa og umbuna fyrir.“ dR. VAldimAR siGuRðsson – dósent við við skiptadeild HR MARKAÐS- HERFERÐIN Innri markaðssetning mikilvæg Tímaritið Time er árlega með úttekt á 25 bestu og snjöllustu uppgötvunum eða nýsköpunum á árinu. Í lok nóvember kom listinn fyrir þetta ár. Margt snjallt, en snjallast fannst mér þó The Edible Pass­ word Pill, eða æta lykilorðapillan. Eins og segir í umsögn: Löng og flókin lykilorð, sem breytt er stanslaust, eru nauðsynleg ef þú villt fullt öryggi í nútímasamfélagi. Það er flókið eða jafnvel vonlaust að leggja þau öll á minnið. Þá komum við að gleypanlegu lykilorðapillunni frá Motorola (Google­fyrirtæki). Hver pilla inni­ heldur lítinn örgjörva sem kveikir á sér við orkuna úr magasýrun­ um. Úr maganum sendir síðan örgjörvinn 18 bita EKG­rafboð sem skilaboð og lykilorð í snjall­ símann þinn eða tölvuna, sem þá opnar tækið. Lykilorðapillan dug­ ar í sólarhring. Hún hefur þegar fengið já hjá bandarísku mat­ v æla­ og lyfjastofnuninni FDA, svo nú fer líklega að styttast í að þú opnir G­mailinn þinn frá Google eða snjallsímann bókstaflega með maganum. PÁll sTefÁnsson – ljósmyndari GRÆJUR Í maganum Motorola­lykilorðapillan með örgjörva og kveikir á sér í maganum „Margt snjallt, en snjallast fannst mér þó The Edible Pass- word Pill, eða æta lykilorðapillan.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.