Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 48
48 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 Við hvaða aðstæður nærðu þínum besta árangri? Hvað er það sem hvetur þig áfram í starfi, veitir þér innblástur og orku, heldur athygli þinni dagana langa, ár eftir ár? Svörin við þessum spurningum gætu verið jafnmismun- andi og við erum mörg. Líklega er þessi fjölbreytileiki helsta ástæðan fyrir því að það er ekki til ein uppskrift eða töfraformúla að góðum árangri. En er hægt að segja fyrir um það hvort við munum ná árangri? Ertu sóknarmaður eða varnarmaður í viðskiptum? Ertu sóknarmaður eða varnarmaður? Engin trygging er fyrir því að það sem drífur þig áfram virki hvetjandi á aðra, svo sem yfirmann þinn, samstarfs­ menn eða undirmenn. Heidi Grant Halvorson og E. Tory Higgins rituðu áhugaverða grein um þetta viðfangsefni í mars­hefti Harvard Business Review á þessu ári. Fyrirsögn greinarinnar er „Know what really motivates you“. Í greininni er fjallað um tvær mis munandi persónugerðir sem höfundarnir fullyrða að hafi forspárgildi hvað varðar ár angur í starfi. Þessar tvær persónu gerðir eru nefndar „promotion-focus“ og „preven- tion-focus“ sem ég kýs að kalla sóknar menn og varnarmenn á íslensku. Halvorsen og Higgins benda á að fjölmörg mælitæki hafi verið þróuð í áranna rás til að greina mismunandi persónu ­ gerðir, s.s. Myers­Briggs­ persónu gerðamatið, sem margir kannast við. Flest þessi mæli tæki eiga það sameiginlegt að geta einungis merkt ákveðin persónu ­ einkenni sem hafa þó ekki forspárgildi varðandi árangur. Hvaða þættir það eru sem virka hvetjandi á okkur hefur áhrif á hvernig við nálgumst við fangsefni okkar og verkefni. Það skiptir því máli með hvaða hætti stjórnendur setja fram markmið og hvaða aðferðum er beitt til starfshvatningar. sóknarmenn Sóknarmenn sjá markmið sem vegvísi að framþróun eða aukn­ um ávinningi sem þeim hlotnast þegar markmiðum er náð. Þeir eru kappsamir, jákvæðir og tefla til sigurs. Sóknarmenn eru fúsir til að taka áhættu, eru fljótir að taka ákvarðanir, setja markið hátt og eru hugmyndaríkir. Því miður eru fylgifiskar þessara þátta aukin hætta á mistökum, ákvarðanir eru oft ekki nægjan­ lega ígrundaðar og sjaldnast er til varaáætlun um hvernig bregðast eigi við ef eitthvað fer úrskeiðis. Þessar fórnir eru sóknarmenn tilbúnir að færa, því þeir vita ekkert verra en að sjá tækifæri fara forgörðum. Varnarmenn Varnarmenn líta á markmið sem ábyrgð og þeir leggja áherslu á öryggið. Þeir hafa áhyggj ur af því hvað gæti farið úr skeiðis ef þeir leggja sig ekki nægjanlega mikið fram eða gæta ekki að sér. Þeir eru mjög varkárir og leggja áherslu á að gæta þess sem þeir hafa, tapa engu og viðhalda sömu stöðu. Varnarmenn forðast áhættu, eru nákvæmir og vandvirkir og taka vel ígrundaðar ákvarðanir. Til að ná árangri taka þeir sér tíma, vanda sig og fara sér að engu óðslega. Varnarmenn eru ekki sérlega hugmyndaríkir en þeir hafa góða greiningarhæfni og eru lausnamiðaðir. Flest höfum við einhverja blöndu af báðum þessum eigin­ leikum þótt annar sé að sögn alltaf ríkjandi. Meirihluti fólks er sagður hafa ríkjandi sóknar­ eiginleika. Þessi breytileiki hefur áhrif á hvað nær athygli okkar, hefur áhrif á gildismatið og tilfinningarnar og hvernig okkur líður þegar okkur gengur vel eða illa. Þetta hefur líka áhrif á styrkleika okkar og veikleika, bæði í starfi og einkalífi. Þetta er jafnframt helsta skýringin á því hvers vegna okkur finnst stundum forgangsröðun og ákvarðanir samstarfsfólks okkar undarlegar. Afleiðingin er sú að oftar en ekki eru starfs­ kraftar ákveðinna starfsmanna og stjórnenda vannýttir og óþarflega mikill tími og orka fer í innan hússátök og málamiðlanir. Að stilla saman ólíkar áherslur Mestu máli skiptir að finna leiðir til að nýta kosti beggja eiginleik­ anna þannig að þeir vegi hvor annan upp og ókostirnir lúti í lægra haldi. Arðsemin af því er bæði aukinn rekstrarárangur og aukin starfsánægja. Hvort tveggja er eftirsóknarvert. Það skiptir miklu máli að huga Sigrún Þorleifsdóttir stjórnunarráðgjafi hjá attentus – mannauði og ráðgjöf ehf. stjórnun Það er líklegra að finna hátt hlutfall sóknarmanna í sölu - deildum, markaðs - starfi og vöruþró- un og hátt hlutfall varnar manna í fjár- hags-, tækni- og fram leiðsludeildum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.