Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 86

Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 86
86 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 Fatahönnun vönduð og tímalaus föt Gust „Ég byrjaði að gera fyrstu flíkurnar á mig þegar ég var tólf ára,“ segir Guðrún Kristín Svein björns dóttir sem lét draum sinn rætast og lauk sveinsprófi í kjólasaumi hér heima. Hún fór síðan í framhaldinu í fatahönnunarnám við virtan skóla í Þýskalandi. Guðrún hannar fatnað undir vörumerkingu GuSt. Eftir að hafa rekið verslun á eigin kenni - tölu og í samstarfi við aðra í nokkur ár stofnaði hún fyrir tíu árum verslunina GuSt þar sem hönnun hennar er seld. „Ég vil hanna föt sem endast vel og verða uppá haldsflíkur þeirra kvenna sem ganga í þeim. Ég vanda mig þegar ég vel efnin og hönn unin er tímalaus. Mér finnst frábært þegar konur koma í verslunina og hrósa fötum sem þær keyptu fyrir tíu árum og eru enn að nota,“ segir Guðrún en ull og vönduð efni einkenna fötin sem hún hannar. Gust flutti í október í nýtt húsnæði í miðbæ Reykjavíkur en Guðrún festi kaup á húsinu þar sem er m.a. líka að finna vinnustofuna hennar. Hún segist aðeins hafa selt hönnun sína til út - landa en að það taki of mikla orku hjá svona litlu fyrirtæki. „Ég sel í tveimur sérverslunum í Danmörku. Það er alltaf gaman að selja meira og ég myndi vilja leita fyrir mér á fleiri mörkuðum en í Dan mörku en það tekur mikinn tíma og fyrir - höfn að koma sér á nýjan markað. Eins og er ætla ég að einbeita mér að heimamarkaði. Það væri auðvitað gaman að prófa að selja vöruna í Þýskalandi, Bretlandi og Noregi en fólk frá þessum löndum hefur sýnt henni sérstaklega mikinn áhuga þegar það kemur í verslunina.“ Guðrún segir að rauðir tónar einkenni vetrarlínuna. „Það er skærrauður litur, appel - sínugulur, rústrauður og næstum því út í koníaksbrúnt. Og svo auðvitað svart og grátt. Við hönnun á síðustu línum hef ég leitað mark visst í íslenskt landslag eða það sem ber fyrir augu í náttúrunni. Öldur hafsins höfðu áhrif á hönnunina í einni línunni en þá voru bylgjulaga form í efninu. Núna hafa bogalínur fjallshlíðanna áhrif í sniðunum. Formin eru líkt og lækir sem renna hlykkjótt niður fjallshlíðar og vegir sem fikra sig upp í sveigum og kröpp - um beygjum. Landslagið er allt fullt af formum og litum og endalaust er hægt að fá innblástur bara með því að njóta náttúrunnar.“ Guðrún kristín sveinbjörns­ dóttir: „Ég sel í tveim ur sérverslunum í Dan mörku. Það er alltaf gam an að selja meira og ég myndi vilja leita fyrir mér á fleiri mörkuðum en í Danmörku.“

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.