Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2010, Page 37
36 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
jurtir og mosar hafa ef til vill látið undan með tilkomu beitar og traðks
húsdýra. Nýjar tegundir koma ekki í stað þeirra sem hörfa að miklu marki
heldur eykst hlutfall hinna beitarþolnari jurta sem fyrir voru, aðallega stara
og grasa. Egill Erlendsson o.f l. (2009) hafa sýnt fram á að fjölbreytileiki
frjókorna (og hugsanlega gróðurs) minnkaði milli 871 og 935. Þessi
niðurstaða er þó í ósamræmi við það sem Buckland o.f l. (1986) komust
að, en þau sýndu fram á að tegundaauðgi bjallna hefði aukist með tilkomu
landbúnaðar. Þessi takmarkaða breyting á gróðurlendi á vafalítið rætur í
því gróðurfari sem virðist hafa verið fyrir landnám, þar sem lágvaxnari
jurtir virðast hafa náð ríkjandi stöðu þar sem skjóls af trjágróðri naut ekki
við og nýjar tegundir virðast ekki hafa bæst í f lóruna við Ketilsstaði í stað
þeirra sem hörfuðu undan landnotkun. Fyrir ofan gjóskulög frá Kötlu
(920) og Eldgjá (935) eykst hlutfall grasfrjóa á móti starafrjóum verulega.
Þetta skýrist af áhrifum gjóskunnar í efstu hlutum jarðlaganna þar sem
hún þurrkar jarðveginn. Eins og sjá má í frjólínuritinu fellur hlutfall
grasfrjóanna smám saman á fyrstu sentimetrunum ofan gjóskunnar frá
935 þegar mólagið þykknar ofan á henni og rakaheldni yfirborðslaganna
eykst á nýjan leik.
Það er erfitt að segja hvort þær breytingar sem lesa má úr frjólínuritinu
milli 111 og 87 sm (871-1075) megi túlka sem vísbendingu um að föst
búseta hafi hafist á Ketilsstöðum á þessu tímabili. Nokkuð er um frjókorn
af bygg-gerð (Hordeum-gerð) á þessu tímabili en þessari frjógerð tilheyrir
einnig melgresi (Leymus arenarius). Þessi gerð frjókorna f innst líka í
setlögum frá því fyrir 871 og gætu eldsumbrot og þykk gjóskulög hafa
skapað melgresi ákjósanleg skilyrði til að þrífast á þessu tímabili. Þessi
frjókorn eru því ekki óyggjandi vísbending um akuryrkju þó svo í brekkum
norðan bæjarins, sem kallaðar eru Ekrur, séu nokkuð skýrar vísbendingar
um ræktun, hugsanlega kornrækt (Garðar Guðmundsson o.f l. 2004). Það
er einungis um og eftir 1075 (87 sm) sem viðvarandi aukning á grasfrjóum
hefst og aukning á frjókornum og gróum af sumum af einkennisplöntum
landnámstímans byrjar af alvöru (aðallega selgresi [Plantago lanceolata],
kattartungu [Plantago maritima], brjóstagrasi [Thalictrum alpinum] og
mosajafna [Selaginella selaginoides]). Út frá breytingum á gróðurfari verður
að telja líklegt að búseta á Ketilsstöðum hafi hafist ekki síðar en 1075,
talsvert fyrr en jörðin kemur fyrst fram í sögulegum heimildum.
Sá hluti sýnisins sem nær frá 1341-1416 (71,5-51 sm) er raskaður og því
ekki marktækur sem hluti af gróðurfarssögu staðarins. Hér koma enda
fyrir margar af þeim frjógerðum sem algengar voru í setlögum neðan
landnámsgjóskunnar. Líklegast er að rask jarðlaganna sé til komið vegna