Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2010, Side 175
174 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Íslendingasögum eru þau undantekningarlaust fylgsni eða leynigöng. Þótt
hellarnir séu af sama meiði gerðfræðilega og hinir jarðgröfnu souterrains
þá er hlutverk þeirra annað. Aðeins eitt dæmi um souterrain frá Skotlandi
hefur verið túlkað sem gripahús, en sú tilgáta hefur hlotið gagnrýni
fræðimanna.105 Forskálarnir minna um margt á hina grjóthlöðnu souterrains
en eru hins vegar gerðfræðilega ólíkir þar sem þeir eru sjáanlegir á
yfirborði. Hlutverkið er hins vegar oft sambærilegt þar sem þeir eru í
tengslum við kirkjur og virki.
Ólík náttúruskilyrði og samfélagslegar aðstæður ráða líklega mestu
um þann mun sem er á milli þessara mannvirkja á Íslandi og Írlandi.
Auðveldasta leiðin til að útbúa slíkt jarðhýsi á Íslandi var að höggva út hella
í sandstein og hefur það því verið algengasta gerðin. Á Írlandi hefur líklega
verið auðveldast að útbúa þessar byggingar með því að hlaða þær úr grjóti.
Á Íslandi hefur meginhvatinn að gerð jarðhúsa verið sá að útbúa f lóttaleið
á viðsjárverðum tímum þar sem vænta mátti árása frá andstæðingum á
hverri stundu. Má það vera skýring á því hvers vegna jarðgöng hafa fyrst og
fremst fundist við mikilvæg höfðingjasetur eins og á Keldum, Hrafnseyri
og Reynistað. Á Írlandi voru jarðhúsin fyrst og fremst notuð sem felustaðir
fólks sem reyndi að forða sér undan ránsmönnum og þrælaveiðurum.106
Slíkt hefur kallað á nokkuð aðra gerð jarðhúsa þar sem þau hafa líklega
getað staðið lengur sem skjólshús þar sem mismunandi ránsf lokkar hafa
ekki vitað um tilvist þeirra. Þau gátu því þjónað lengur sem fylgsni heldur
en hin íslensku jarðhús.
Tilvísanir
1 Reykdæla saga. Íslendinga sögur og þættir III, bls. 1777.
2 Árni Hjartarson o.fl.: Manngerðir hellar á Íslandi, bls. 11-32.
3 Wood, Thomas: An inquiry concerning the primitive inhabitants of Ireland, bls. 261.
4 Clinton, Mark: The Souterrains of Ireland, bls. 95 og 175-196.
5 Tipper, J: The Grubenhaus in Anglo-Saxon England, bls. 160-177. Sjá einnig Chapelot, J
og Fossier, R: The Village & House in the Middle Ages, bls. 126.
6 Þór Magnússon: Sögualdarbyggð í Hvítárholti. Árb. fornl. 1972, bls. 14-19.
7 Þjms. - Guðmundur Ólafsson: Jarðhús á Hjálmsstöðum. Erindi flutt 4. maí 1996 á
málþingi á Skógum til heiðurs Þórði Tómassyni 75 ára, bls. 2. Ópr. handr.
8 Guðmundur Ólafsson: Grelutóttir. Landnámsbær á Eyri við Arnarfjörð.
Árb. fornl. 1979, bls. 40-46 og 50-59. Samskonar niðurgrafin hús hafa fundist við
mörg landnámsbýli sem rannsökuð hafa verið, t.d. á Hofstöðum í Mývatnssveit,
Bessastöðum, Gjáskógum í Þjórsárdal, Skriðu í Fljótsdal, Hjálmstöðum,
Þórarinsstöðum og Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. Um baðstofu Víga-Styrs,
sjá Eyrbyggja sögu, Íslendinga sögur og þættir I, bls. 569 og umfjöllun Arnheiðar
Sigurðardóttur: Híbýlahættir á miðöldum, bls. 70.