Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2010, Side 193
192 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
heygður í einu Berufjarðarkumlanna (Kt-50). Í sumum tilvikum hefur
höfuðið þó verið höggvið af skepnunni en lagt í gröfina með skrokknum.
Það átti t.d. við um öll hrossin í kumlateigunum í Brimnesi við Dalvík
(Kt-89). Í kumlinu á Grímsstöðum í Mývatnssveit (Kt-116), þar sem tveir
hestar höfðu verið lagðir í gröfina, höfðu dýrin verið hlutuð í tvennt og
víxlað þannig að frampartur annars lá með afturparti hins og öfugt.
Stök hestkuml eru samkvæmt endurútgáfu Kumla og haug fjár ellefu
talsins, þ.e. kumlin á Dalvík (Kt-89:9), Kálfborgará (Kt-112:4), Núpum
(Kt-121), Stærri-Árskógi (Kt-91), Kornsá (Kt-63), Enni (Kt-77) og
Stafni (Kt-67), tvö kuml á Hemlu (Kt-5:1) og tvö kuml í Glaumbæ
(Kt-120:1 og 6). Í kumlunum á Kálf borgará og á Núpum voru tveir
hestar heygðir saman og á Kornsá er mögulegt að hestur og hundur hafi
hvílt í sameiginlegu kumli, en í hinum tilvikunum var aðeins um eina
skepnu að ræða. Mér vitandi hafa engin stök hestkuml bæst við síðan um
aldamót. Þessari tölu eins og öðrum ber þó auðvitað að taka með nokkrum
fyrirvara, enda ekki fyllilega ljóst í öllum tilvikum hvernig túlka beri
kumlin. Það á til dæmis við um kumlin á Kornsá, Enni og Stafni þar sem
fundaraðstæður voru f lóknar og kumlin mikið röskuð. Eins eru nokkur
kuml sem e.t.v. ættu að teljast til stakra hrosskumla eins og hestkumlin
tvö á Hrífunesi (Kt-155:1 og 4) þar sem aðstæður voru þannig að ekki var
unnt að útiloka að mannskuml hefði áður verið í námunda við hestkumlin
(sjá mynd 2).
Þetta síðasttalda leiðir hins vegar að enn einum vankanti á hinu almenna
viðhorfi til hestkumla, nefnilega því að undantekningarlítið er gengið
út frá því að kumlhestar séu í öllum tilvikum haugfé, þ.e.a.s. að þeim
hafi verið fórnað við greftrunarathafnir manna. Í f lestum tilfellum á
það vissulega við. Þar sem maður og hestur eru greftraðir í sömu gröf er
fremur fjarstæðukennt að halda öðru fram. Þar sem um stök hestkuml er
að ræða liggur þetta hins vegar alls ekki ljóst fyrir, og undirstrika ber að
mörkin á milli stakra hestkumla og sameiginlegra kumla manns og hests
eru líka óljós í mörgum tilvikum.14 Engu að síður hafa menn almennt
gengið út frá því að stakir kumlhestar teljist til haugfjár mannsins í næsta
kumli – hvort sem slíkt kuml hefur fundist eða ekki.
Almennt séð er ekki að sjá neinn greinilegan mun á umbúnaði eða
umgjörð hestkumla og mannskumla. Bæði eru að jafnaði einföld,
niðurgrafin grafarrými orpin jarðvegi (haug). Oftast er að finna eitthvert
grjót í grafarfyllingunni, í eða við kumlið og þótt misjafnt sé hve mikið
er af grjóti virðist sem gjarnan hafi verið einskonar grjótkjarni í haugnum
eða fyllingunni. Hrein grjótdys tíðkast þó ekki. Hestkuml sem fannst í