Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2010, Page 164

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2010, Page 164
ÍSLENSK JARÐHÚS 163 Sturlunga er hins vegar öllu traustari frásagnarheimild en Íslendingasögur og í niðurstöðum fornleifarannsóknanna var aldursgreining ganganna höfð nokkuð víð. Það hefur verið full ástæða fyrir þau Hálfdan og Steinvöru að grafa leynigöng á búskaparárum sínum. Skömmu fyrir Örlygsstaðabardaga árið 1238 kom Kolbeinn ungi Arnórsson í liðsbón til mágs síns á Keldum. Frá fundi þeirra segir í Sturlungu á þessa leið: Kolbeinn ungi dró lið saman um Skagafjörð og öll héruð vestur þaðan til Miðfjarðar. En er hann kom suður um Kjöl reið hann frá liðinu með hundrað manna suður til Keldna og bað Hálfdan veita sér lið með allan sinn af la. En er hann vildi það eigi gerði hann Hálfdan handtekinn og tók til öxar er hann hélt á og var eigi laus fyrri en f leiri tóku til. Hálfdan hélt frá sér hendinni og kváðu þeir örninn fast hremmt hafa. Voru þeir Vilhjálmur bræður reknir í stofu og allir heimamenn. Var Kolbeinn þar um nóttina með allan f lokkinn og lét taka allan vopnaaf la þeirra bræðra og hesta. Hann tók þar og sverðið Rostung er átti Vilhjálmur. Við það sverð hafði Sæmundur Jónsson jafnan riðið. Eftir það sendir hann orð bræðrum Hálfdanar að þeir skyldu standa upp með honum ella kveðst hann mundu fara um allt héraðið og hrekja fyrir þeim. Stóðu þeir upp fjórir bræður, Björn, Andrés, Haraldur, Filippus, með allan af la þann er þeir fengu.71 Hálfdan á Keldum kaus að halda sig að mestu utan við hinar illvígu deilur aldarinnar. Engu að síður hlutu þau Steinunn að dragast inn í átökin með einhverjum hætti, enda nátengd öllum deiluaðilum. Það hefur verið vilji Steinunnar að veita lið Þórði kakala, bróður sínum, eftir að hafa horft á eftir föður sínum og frændum vegnum á Örlygsstöðum. Henni hefur þótt nóg um afskiptaleysi bónda síns er hann neitaði Þórði um liðveislu. „Hefi eg hann [Hálfdan] sjaldan eggjað að ganga í stórmæli en nú mun eg það bert gera að lítið mun verða okkart samþykki ef þú veitir eigi Þórði bróður mínum. Mun þá svo fara sem minnur er að sköpuðu að eg mun taka vopnin og vita ef nokkurir menn vilji fylgja mér en eg mun fá þér af hendi búrluklana“.72 Það er óttinn sem rekur menn í slíkar stórframkvæmdir sem þessi jarðgangagerð var, enda gat það verið varasamt að vera af Sturlungaætt og búa í slíku nábýli við Gissur Þorvaldsson, höfðingja Haukdæla. Hálfdán fékk Keldur í sinn erfðahlut og tók jörðina í ábúð sennilega árið 1223. Hann bjó að Keldum til dauðadags árið 1265, en Steinunn kona hans lifði mann sinn og bjó þar til 1270. Þau áttu þrjá syni: Sighvat, Loft og Sturlu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.