Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2010, Page 164
ÍSLENSK JARÐHÚS 163
Sturlunga er hins vegar öllu traustari frásagnarheimild en Íslendingasögur
og í niðurstöðum fornleifarannsóknanna var aldursgreining ganganna höfð
nokkuð víð. Það hefur verið full ástæða fyrir þau Hálfdan og Steinvöru að
grafa leynigöng á búskaparárum sínum. Skömmu fyrir Örlygsstaðabardaga
árið 1238 kom Kolbeinn ungi Arnórsson í liðsbón til mágs síns á Keldum.
Frá fundi þeirra segir í Sturlungu á þessa leið:
Kolbeinn ungi dró lið saman um Skagafjörð og öll héruð vestur
þaðan til Miðfjarðar. En er hann kom suður um Kjöl reið hann frá
liðinu með hundrað manna suður til Keldna og bað Hálfdan veita
sér lið með allan sinn af la. En er hann vildi það eigi gerði hann
Hálfdan handtekinn og tók til öxar er hann hélt á og var eigi laus
fyrri en f leiri tóku til. Hálfdan hélt frá sér hendinni og kváðu þeir
örninn fast hremmt hafa. Voru þeir Vilhjálmur bræður reknir í
stofu og allir heimamenn. Var Kolbeinn þar um nóttina með allan
f lokkinn og lét taka allan vopnaaf la þeirra bræðra og hesta. Hann
tók þar og sverðið Rostung er átti Vilhjálmur. Við það sverð hafði
Sæmundur Jónsson jafnan riðið. Eftir það sendir hann orð bræðrum
Hálfdanar að þeir skyldu standa upp með honum ella kveðst hann
mundu fara um allt héraðið og hrekja fyrir þeim. Stóðu þeir upp
fjórir bræður, Björn, Andrés, Haraldur, Filippus, með allan af la
þann er þeir fengu.71
Hálfdan á Keldum kaus að halda sig að mestu utan við hinar illvígu deilur
aldarinnar. Engu að síður hlutu þau Steinunn að dragast inn í átökin með
einhverjum hætti, enda nátengd öllum deiluaðilum. Það hefur verið vilji
Steinunnar að veita lið Þórði kakala, bróður sínum, eftir að hafa horft
á eftir föður sínum og frændum vegnum á Örlygsstöðum. Henni hefur
þótt nóg um afskiptaleysi bónda síns er hann neitaði Þórði um liðveislu.
„Hefi eg hann [Hálfdan] sjaldan eggjað að ganga í stórmæli en nú mun eg
það bert gera að lítið mun verða okkart samþykki ef þú veitir eigi Þórði
bróður mínum. Mun þá svo fara sem minnur er að sköpuðu að eg mun taka
vopnin og vita ef nokkurir menn vilji fylgja mér en eg mun fá þér af hendi
búrluklana“.72 Það er óttinn sem rekur menn í slíkar stórframkvæmdir sem
þessi jarðgangagerð var, enda gat það verið varasamt að vera af Sturlungaætt
og búa í slíku nábýli við Gissur Þorvaldsson, höfðingja Haukdæla. Hálfdán
fékk Keldur í sinn erfðahlut og tók jörðina í ábúð sennilega árið 1223.
Hann bjó að Keldum til dauðadags árið 1265, en Steinunn kona hans lifði
mann sinn og bjó þar til 1270. Þau áttu þrjá syni: Sighvat, Loft og Sturlu.