Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2010, Blaðsíða 62
FJÁRBORGIR 61
Á 18. öld var mikið talað fyrir umbótum í landbúnaði hér á landi.
Útgáfa jókst mjög með tilkomu prentsmiðju í Hrappsey en f jöldi
íslenskra rita var einnig prentaður í Kaupmannahöfn, m.a. mörg hagnýt
uppfræðslurit. Búnaðarfræðsla var snar þáttur í þessum ritum, enda þótti
mörgu ábótavant í íslenskum landbúnaði og ýmsir þeirrar skoðunar að það
væri hægt að auka arðsemi sauðfjárræktar með tiltölulega lítilli fyrirhöfn.
Með tilkomu Innréttinganna árið 1752 varð ullarframleiðsla mikilvægari
en nokkru sinni fyrr. Skúli Magnússon, fógeti, fékk sænskan mann,
Hastfer nokkurn, til að reka sauðf járbú á Elliðavatni. Þar áttu að fara
fram skipulagðar kynbætur, einkum með tilliti til ullargæða. Hastfer gaf
út leiðbeiningarrit um hirðingu sauðfjár þar sem hann gagnrýnir m.a.
meðferð fjár á Suðurlandi. Hann minnist stuttlega á fjárborgir og telur
þær ágætar til síns brúks. Því er ljóst að hann hefur séð þær eða heyrt
af þeim í það minnsta. Helsti ókostur borganna þótti honum að þar var
erfitt að fóðra fé vegna þess að moð vildi setjast í ullina og varð hún ekki
hreinsuð nema með mestu erfiðismunum. Því mælir hann frekar með
garðahúsum, eins og tíðkuðust norðanlands.20 Hafi menn gefið í borgum
hefur heyið því ekki farið í þar til gerðar jötur eða garða og því viljað
slæðast um gólfið.
Magnús Ketilsson, sýslumaður í Dalasýslu og upplýsingarfrömuður,
ritaði um f lestar hliðar sauðf járhirðingar næstur á eftir Hastfer í
yfirgripsmiklu riti sem kom út árið 1778. Hann á varla til nógu mörg orð
til að lýsa hrifningu sinni á fjárskýlum öðrum en húsum. Hann skilgreinir
tvennskonar hringlaga skýli: fjárborgir og fjárbyrgi. Borgirnar eru skv.
honum miklu sjaldgæfari og aðallega til á Austurlandi. Um þær segir
hann að þær eigi að mjókka upp á við, það sé vandasamt að hlaða þær
og aðeins á fárra manna færi.21 Fjárbyrgi, þ.e. opin hringlaga fjárskýli,
staðhæfir hann hafi víða verið brúkuð til forna og sjáist ennþá rústir þeirra
en þau séu nú víðast af lögð. „Þesse byrge brúkudu fornmenn til ad nýta
ser þess betr vetrarbeitina, þvi vída er so landslage háttad, serdeiles á þeim
jördum sem ega fialland, ad viss partr landsins verz lenge og slær þar úr
þó annad af landinu legge under.“22 Skv. Magnúsi voru byrgin aðallega
notuð framan af vetrinum og stundum fram yfir jól en þá var farið að
gefa fénu. Magnús hvetur menn mjög til að hlaða slík byrgi, enda geti það
allir og ekki þurfi viðarskortur að letja menn til verksins. Þetta eru því
viðarlaus mannvirki. Þau hafi marga aðra kosti, t.d. lofti þar vel um féð.
Leiðbeiningar um hleðslu byrgja fylgja með kaf lanum og eiga að henta
sauðsvörtum almúganum sem ekkert kann í reikningslist skv. Magnúsi.
Aðferðin er sú að búa til ferkantað líkan með því að raða upp steinvölum