Valsblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 8

Valsblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 8
8 Valsblaðið 2014 Starfið er margt Barna- og unglingastarf félagsins í miklum blóma Eins og getið var hér að ofan var á síð- asta aðalfundi barna- og unglinasvið félagsins formlega stofnað. Það er nú búið að starfa í bráðum heilt ár undir for- mennsku Guðmundar Breiðfjörð. Það er óhætt að segja að ráðið hefur náð frábær- um árangri bæði í rekstri barna- og ung- lingasviðs sem og í öðum faglegum þátt- um. Strax í febrúar var ráðist í skipulag á viðamiklu happdrætti sem lukkaðist virkilega vel í alla staði og skapaði svið- inu dýrmætur tekjur. Um þessar mundir setur ráðið allt kapp sitt á að gefa út Gæðahandbók fyrir alla þjálfara félags- ins en þar er mörkuð sú stefna sem Valur vill að þjálfarar félagsins einhendi sér í að fylgja. Mikill kraftur og jákvæðni hafa einkennt störf barna- unglingasviðs og verður mjög gaman að horfa á barna og unglingastarf félagsins vaxa og dafna á næstu árum því aldrei hafa verið fleiri iðkendur skráðir í Val en á þessu ári. 108. titill félagsins leit dagsins ljós Stærstu sigrar félagsins á þessu ári komu að þessu sinni úr meistaraflokki kvenna í handbolta. Í febrúar tryggði liðið sér bik- armeistaratitil eftir frábæran sigur á Stjörnunni í úrslitaleik. Það var svo aftur í maí að liðið tryggði sér Íslandsmeist- aratitilinn, aftur eftir sigur á Stjörnu- stúlkum, eftir spennandi úrslitarimmu áfangar hafa náðst á árinu og ber þar hæst að nefna að búið er að samþykkja formlega deiliskipulag fyrir Hlíðar enda- reitina í borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrsti áfangi uppbyggingarinnar er lagning s.k. framkvæmdavegs og er hann að fara í út- boð á næstu vikum. Það að þessi mál séu að skýrast skiptir auðvitað sköpum fyrir félagið í heild sinni og þá sérstaklega fyrir yngri iðkendur í knattspyrnudeild sem því miður hafa mátt sætta sig við ófullnægjandi aðstæður þar sem gervi- grasvöllur er t.d. ekki upphitaður og því erfitt að stunda fullar æfingar yfir hörð- ustu vetrarmánuðina. Ítarlega er fjallað um Hlíðarendaverkefnið annars staðar í blaðinu og hvet ég alla til að lesa þá samantekt. Aðalfundur Knattspyrnfélagssins Vals fór fram þann 8 maí sl. Þar var undirrit- aður kjörinn formaður og ritar því skýrslu aðalstjórnar hér í fyrsta skipti í Valsblaðinu 2014. Á aðalfundinum voru einnig kjörin í aðalstjórn þau Arnar Guð- jónsson, Hafrún Kristjánsdóttir, Hera Grímsdóttir, Jón Gunnar Bergs og Smári Þórarinsson. Þá var E. Börkur Edvards- son kjörinn formaður knattspyrnudeildar Vals, Ómar Ómarsson kjörinn formaður handknattleiksdeildar, Svali Björgvins- son kjörinn formaður körfuknattleiks- deildar og að lokum Guðmundur Breið- fjörð kjörinn formaður barna- og ung- lingasviðs. Þær breytingar voru gerðar á sam- þykktum Vals að stofnað var formlega barna- og unglingasvið innan Vals og tekur formaður sviðsins sæti í aðalstjórn Vals, því fjölgaði um einn í aðalstjórn félagsins. Önnur breyting sem gerð var á samþykktum Vals var sú að ákveðið var að halda sérstakan auka aðalfund félags- ins að hausti, sérstaklega fyrir knatt- spyrnudeild, þar sem það þykir henta illa að standa í mögulegum stjórnarskiptum svo stuttu fyrir að Íslandsmót í knatt- spyrnu hefjist. Lóðamál og uppbygging á Valssvæðinu Eitt vegamesta málefni allra Valsmanna um þessar mundir er framtíðar uppbygg- ing á Hlíðarenda. Nokkrir mikilvægir Fjölbreytt félagsstarf og mikilvæg uppbygging að hefjast á Valssvæðinu Ársskýrsla aðalstjórnar Vals 2014 Feðgarnir Jón Gunnar Zoëga og Björn Zoëga þá nýkjörinn for­ maður Vals við styttu séra Frið­ riks 11. maí 2014. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti kvennaliði Vals í handknattleik viðurkenningu sem lið ársins í Reykjavík 2014 við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Liðið varð bæði Íslands­ og bikarmeistari á árinu. Hjónin Baldur Þorgilsson Fálki og aðalljósmyndari Vals­ blaðsins á þessu ári og Svala Þormóðsdóttir formaður Valkyrja eru samhentir sjálfboðaliðar á handboltaleikjum, en Valkyrjur sjá t.d. um veitingar í Lollastúku á handboltaleikjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.