Valsblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 112

Valsblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 112
112 Valsblaðið 2014 Starfið er margt upp góðan anda og auka gleðina í kringum flokkana. Sem dæmi má nefna: Sund, bíó, keila, ströndin í Nauthólsvík, pizzuveisla, gisting í Vals­ heimili, grill í Hemmalundi, foreldra­ bolti, Loftboltar, fótboltagolf, fá ísbíl­ inn í heimsókn, vinavika, vinaæfing, furðufataæfing, öskudagsæfing, videó­ kvöld, fá leynigest á æfingu, sumarbú­ staðaferðir, keppnisferðir erlendis, Laugarvatn æfingabúðir, fara saman á landsleiki, ratleikir, bangsaæfing, jóla­ stund, páskastund, bæjarferð, ísferð, náttfatapartý, leikhúsferð. Um iðkendur segir í handbókinni Þjálfari þarf að huga vel að flokknum í heild sinni en einnig að hverjum og einu. Hann þarf að vera í góðu samstarfi við foreldra/forráðamenn iðkenda og vita hvert hver og einn stefnir. Margbreyti- leikinn er mikill og virða þarf ólíkar leið- ir sem iðkendur velja. Félagið vill ala upp okkur afreksíþróttamenn, stuðnings- menn, dómara, þjálfara, stjórnarmenn og starfsmenn en síðast en ekki síst gilda og góða þjóðfélagsþegna. Þjálfari skilar til leikmanna umsögnum tvisvar sinnum á ári þar sem farið er vel yfir stöðu leikmanns, framfarir og því sem þarf að leggja áherslu á á næstu mánuðum. Gott traust þarf að ríkja á milli iðkandans og þjálfarans. Þjálfarinn rýnir leikmenn til gagns og hjálpar þeim að ná settum markmiðum. Einnig þarf að sjá til þess að iðkendur séu virkir í starfi Vals t.d. með því að leiða inná eða sækja bolta á leikjum meistaraflokka félagsins, standa sjoppu- vakt, taka þátt í umhirðu á Hlíðarenda, ganga vel um eigur Vals o.s.frv. félagsins og þarf þjálfari að búa yfir margs konar eiginleikum. Meginmarkmið þjálfunar: • Að vekja áhuga iðkenda og vilja þeirra til að læra • Að æfingar séu skemmtilegar • Að iðkendum líði vel og þeim finnist þeir velkomnir • Að efla sjálfstraust iðkenda, dirfsku, þor og áræði • Að iðkendur læri að setja sér markmið og fara eftir þeim • Að vekja íþróttaáhuga fyrir lífstíð Helstu áherslur í þjálfun • Þjálfari vinnur út frá megináherslum og áherslupunktum þess flokks sem hann er að þjálfa. Gerir ársáætlun fyrir tímabilið sem hann svo vinnur eftir hvern mánuð fyrir sig, viku fyrir viku og æfingu fyrir æfingu. Í samstarfi við yfirþjálfara og þá þjálfara sem eru með flokkana fyrir ofan og neðan. • Uppeldisfræði – vinna út frá hverju þroskaskeiði iðkenda. Ef þjálfari er ekki með uppeldisfræðimenntun er gott að lesa sér vel til um hvert aldurs- skeið og kynna sér vel hvað er að ger- ast í þróun þroska, líkamlega og and- lega. • Forvörn og fræðsla – bjóða upp á fræðslu sem hæfir aldri iðkenda, fá fyrirlesara, fara í vettvangsferðir og nota mannauðinn hjá Val, aðra þjálf- ara, fyrrum þjálfara eða leikmenn, starfsmenn eða foreldra, sem eru sér- fræðingar eða áhugasamir um tiltekið efni sem gæti nýst flokknum. • Félagslegt – í samstarfi við foreldra leggjum við mikla áherslu á að byggja Soffia Ámundadóttir (Sossa) ef Valsmönnum að góðu kunn og hefur unnið árum saman að þjálfun hjá félaginu með góðum árangri. Hún hefur nú tekið saman nokkurs konar þjálfarahandbók fyrir yngri flokka Vals að beiðni barna- og unglingaráðs. Hún hefur veitt Valsblaðinu góðfúslegt leyfi til að nýta efni handbókarinnar sem á örugglega eftir að nýtast öllum vel sem koma að yngri flokkum félagsins Góður þjálfari: „Þjálfari sem þjálfar vel, gerir góðar æfingar, gerir mig betri og hjálpar mér að skjóta fastar. Hann þarf að vera soldið ákveðinn en ekki þannig að hann öskrar. Hann þarf að vera skemmtilegur og nenna með okkur í bíó og margt svoleiðis“. – Selma Dís 8 ára Sýnishorn úr handbókinni Metnaðarfull syn og skýr markmið Valur hefur metnaðarfulla sýn hvað varðar þjálfun yngri flokka félagsins og eiga þjálfarar að vinna að sama marki í að skapa öflugt félag í samstarfi við for- eldra, starfsmenn og stjórnarmenn með hagsmuni Vals að leiðarljósi. Starf þjálf- arans er eitt veigamesta starf innan Ný þjálfarahandbók Vals Hér má sjá nokkra yfirþjálfara félagsins, mynd til vinstri: Margrét Magnúsdóttir, miðmynd: Jens Guðmundsson og til hægri er Andri Fannar Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.