Valsblaðið - 01.05.2014, Page 103
Valsblaðið 2014 103
Yngri flokkar
Föstudaginn 11. apríl kl. 20 hófu strák-
arnir í yngri flokkum Vals 24 klst. körfu-
boltamaraþon til að safna áheitum fyrir
yngri flokka starfið og fyrir ferð þeirra í
Red Auerbach körfuboltabúðirnar í júlí.
31 strákur tók þátt og var mikið um að
vera, alls kyns leikir (1 á móti 1, 2 á móti
2, 3 á móti 3) skotkeppni NBA chal-
lenge, troðslukeppni, leikir við KR og
Fjölni og opin æfing fyrir vini og fjöl-
skyldu.
Þetta var langt en skemmtilegt verk-
efni og strákarnir stóðu sig vel þótt orkan
hefði sveiflast upp og niður. David þjálf-
ari sagði: „Ég er stoltur af strákunum
sem þrátt fyrir þreytu og verki luku
áskorunuinni og söfnuðu áheitum fyrir
ferð sína til Boston og fyrir yngri flokka-
starfið í Val“.
David Patchell þjálfari skráði
Maraþonkörfubolti Vals
í 24 klukkustundir
Fjölsóttur knattspyrnuskóli
fyrir 6–13 ára börn
Sumarið 2014 fóru fram fimm vikunám-
skeið og eitt tveggja vikna námskeið í
knattspyrnuskóla Vals. Skólinn var mið-
aður við börn á aldrinum 6–13 ára og var
vel sóttur. Bæði byrjendur og lengra
komnir sóttu skólann og var markmið
þjálfara að hafa þjálfun við allra hæfi.
Meðal annars var boðið upp á samba-
námskeið þar sem áhersla var lögð á
tækni, sendinganámskeið og HM nám-
skeið en þar var mikið spilað. Lagt var
upp úr því að hafa gaman og að reyna að
bæta sig, þjálfarar voru allir sammála um
að það hafi tekist og all flestir haldið
glaðir heim eftir lokadag hvers nám-
skeiðs. En a lokadeginum var ýmis konar
keppni meðal iðkenda og verðlaun veitt.
Einnig kíktu leynigestir á lokadagegi
hvers námskeiðs áður en allir fóru saman
í grill.