Valsblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 105
Valsblaðið 2014 105
Ungir Valsarar
Fæðingardagur og ár: 15. nóvember
1995.
Nám: Nemandi í Flensborgarskólanum í
Hafnarfirði.
Kærasta: Rakel Sigurðardóttir.
Hvað ætlar þú að verða: Atvinnumaður
í handbolta.
Af hverju Valur: Virkilega flott félag,
frábær aðstaða og frábærir einstaklingar
hérna, síðan var pabbi Valsari þannig ég
varð að prófa.
Uppeldisfélag í handbolta: Haukar.
Frægur Valsari í fjölskyldunni: Pabbi
gamli, Ingi Rafn og afi heitinn, Jón
Breiðfjörð.
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í
handboltanum: Frábærlega tel mig
mjög heppinn að hafa þau til staðar,
skutluðu mér alltaf á æfingar, mættu að
hvetja, splæstu á það sem vantaði og svo
er pabbi alltaf tuðandi um hvað ég mætti
gera betur inn á vellinum sem hefur
hjálpað mikið.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl-
skyldunni: Sennilega pabbi í nánustu
fjölskyldunni en annars er það frændi
minn fótboltamaðurinn Gylfi Þór Sig-
urðsson.
Af hverju handbolti: Var á tímabili í
bæði hand- og fótbolta en fannst svo
handboltinn miklu skemmtilegri.
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum:
Íslandsmeistari með 4. flokki Hauka í
fótbolta, valinn á úrtaksæfingar í U-15 í
fótbolta sem markmaður.
Eftirminnilegast úr boltanum: Þegar
við unnum þrennuna í 2. flokki á síðasta
tímabili.
Ein setning eftir síðasta tímabil: Heilt
yfir flott, sérstaklega frábær árangur hjá
okkur í 2.flokki að taka allt sem var í
boði.
Markmið fyrir þetta tímabil: Koma
mér í stand handboltalega séð eftir nokk-
ur meiðslaár en fyrir fjórum árum lær-
brotnaði ég fyrst og sleit síðan krossband
í fyrra.
Besti stuðningsmaðurinn: Fjölskyldan
kemur þar sterk inn en annars er Konni
alltaf kóngurinn.
Erfiðustu samherjarnir: Ætli það séu
ekki Akureyrartröllin Gummi og Geiri,
þeir geta orðið erfiðir á æfingum ásamt
því að Kári er ekkert lamb að leika við.
Mesta prakkarastrik: Er ekki mikill
prakkari en ætli það sé ekki samt þegar
Alexander Örn stal bíllyklunum hans
Geira og fékk mig með sér í að færa bíl-
inn hans og mig minnir að Geir hafi ver-
ið bíllaus í einhverja daga.
Fyndnasta atvik: Verð að segja þegar að
ég rann og datt í leik á mótí ÍBV í fyrra,
eftir það hef ég verið reglulega kallaður
Superman.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki kvenna hjá Val: Held að Silla og
Kristín fái að deila þessum titli.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki karla hjá Val: Hrekkjalómurinn
Alexander Örn Júlíusson.
Hvernig líst þér á yngri flokkana í
handbolta hjá Val: Rosalega vel, mikið
af efnilegum leikmönnum hérna hjá Val.
Mottó: „Winners never quit and quitters
never win“.
Við hvaða aðstæður líður þér best: Inn
á vellinum að spila handbolta.
Hvaða setningu notarðu oftast: Mér
hefur verið sagt að ég segi oft „ég er að
pæla …“.
Skemmtilegustu gallarnir: Er án efa
veikur fyrir súkkulaði.
Fyrirmynd þín í handbolta: Klárlega
pabbi en svo er Duvnjak einnig í miklu
uppáhaldi.
Draumur um atvinnumennsku í hand-
bolta: Að spila í einni af sterkustu hand-
boltadeildum heims í handbolta, Þýska-
landi, Spáni og Frakklandi.
Landsliðsdraumar þínir: Eignast fleiri
landsleiki en pabbi.
Hvað einkennir góðan þjálfara: Skipu-
lagður, agaður, þjálfar liðið sem heild en
segir einnig við hvern og einn hvað sé
hægt að laga eða bæta o.s.frv.
Besta hljómsveit: Coldplay.
Besta bók: Er ekki mikill lestrarhestur
en kemur ekki „bankabókin“ sterk inn?
Besta lag: Homecoming með Kanye
West og Chris Martin er eitt af mínum
uppáhalds.
Uppáhaldsvefsíðan: facebook.com,
mbl.is, fotbolti.net og fimmeinn.is
Uppáhaldsfélag í enska boltanum:
Manchester United.
Nokkur orð um núverandi þjálfara-
teymi: Ekkert nema frábærir þjálfarar.
Vantar hins vegar meiri upphitunarfót-
bolta.
Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd-
ir þú gera: Sjá til þess að ísskápurinn
yrði alltaf fullur af Hleðslu.
Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar-
enda: Algjörlega til fyrirmyndar, 4 salir,
frábær lyftingaraðstaða og allt til alls
hérna.
Langar að eignast
fleiri landsleiki
en pabbi
Daníel Þór Ingason er 19 ára og leikur
handbolta með 2. flokki og meistaraflokki