Valsblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 63

Valsblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 63
Valsblaðið 2014 63 Jens Guðmundsson er einhleypur, 29 ára, íþróttafræðingur frá HÍ með kenn- araréttindi. Starfandi íþróttakennari í Langholtsskóla. Hann er yfirþjálfari yngri flokka Vals í körfubolta, þjálfar einnig 11. flokk og drengjaflokk karla og er einnig leikmaður meistaraflokks Vals. Jens ólst upp í KR spilaði þar frá minnibolta 10 ára og upp unglingaflokk, eftir það lék hann með KR-B áður en hann fór á Laugarvatn í skóla og spilaði þá með Laugdælum bæði í 2. deild og 1. deild. Að loknu námi kenndi hann og þjálfaði í Ólafsvík og var þar einnig spil- andi þjálfari hjá Víkingi Ólafsvík í 2. deild. Hann kom til Vals tímabilið 2012– 2013 og er þar leikmaður þriðja tímabilið í röð. Lék fyrsta tímabilið 2012–2013 með Val í 1. deild og náðu 2. sæti og unnu svo úrslitakeppnina. Tímabilið 2013–2014 lék hann með Val í úrvals- deild en liðið féll aftur í 1. deild. Þetta tímabil leikur hann með Val í 1. deild og stefnan er að sjálfsögðu sett upp í úrvals- deild að nýju. Seinustu tvö ár hefur hann þjálfað hjá KR minnibolta 10 ára og 11 ára en færði sig í haust alveg yfir til Vals- manna og tók við yfirþjálfaranum ásamt tveimur flokkum. Af þeim sökum lagði Valsblaðið nokkrar spurningar fyrir hann um starfið og áherslur. „Megináherslur mínar sem yfirþjálfari Vals er það að iðkendur fá sem bestu upplifun af körfubolta og þau geta, fái al- mennilega þjálfun, kynnist körfubolta á góðan hátt og hafi gaman af því í leið- inni.“ „Kostir Vals eru þeir að þetta er félag sem hefur mikla og flotta sögu, er með gott fólk á bak við sig sem er til í að hjálpa. Ásamt þessu er félagið með eina bestu aðstöðu á landinu til þess að stunda hvaða íþróttir sem er.“ Áskorarnir í Val: „Ástæðan fyrir því að ég tók við sem yfirþjálfari hjá Val var vegna þess að mér fannst það mikil áskorun að byggja upp yngri flokka starfið hérna í körfunni. En iðkendafjöld- in hjá okkur er eitthvað sem vel á að vera hægt að bæta. Leynast fullt af hæfileika- ríkum krökkum í þessu hverfi sem þurfa að kynnast körfunni.“ Framtíðarsýn mín fyrir flokkana í körfunni er sú að við munum hafa nóg af iðkendum í byrjendaflokkunum og minniboltaflokkunum bæði hjá stelpum og strákum til þess að byggja upp grunn- inn fyrir eldri flokkana. Einnig að við séum með alla flokka skráða á Íslands- mót sem hægt er að skrá á þau. Við vilj- um að karfan hafi jafn marga iðkendur og fótboltinn og handboltinn.“ Skilaboð til iðkenda og foreldra: „Allir í körfu! Endilega koma að prófa körfu, erum að byggja upp flott starf með flottum, mjög góðum og hæfileikaríkum þjálfurum.“ Barna­ og unglingaráð tók saman. Yfirþjálfari Viljum að karfan hafi jafn marga iðkendur og fótboltinn og handboltinn Jens Guðmundsson er yfirþjálfari í körfubolta „Allir í körfu. Endilega koma að prófa körfu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.