Valsblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 74

Valsblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 74
74 Valsblaðið 2014 Margrét Magnúsdóttir útskrifaðist með íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2013. Hún ólst upp í Árbænum og spilaði með Fylki þangað til í 3. flokki. Þá skipti hún yfir í Val og lék með 3. flokki, 2. og meistaraflokki kvenna þangað til árið 2010 en þá lagði hún skóna á hilluna og einbeitti sér að þjálf- un. Árið 2006 hóf hún þjálfaraferilinn og hefur verið með 5. flokk síðan og hefur einnig þjálfað 6., 4. og 3. fl. kvenna. Hún er í sambúð með Birki Erni Gylfasyni og eiga þau einn strák, Bjarma Rafn sem fæddist síðastliðið sumar. Þetta tímabilið þjálfar hún 5. flokk kvenna með Birki Erni og sér um yfirþjálfarastöðuna kvenna megin. Af þeim sökum lagði Vals blaðið nokkrar spurningar fyrir hana um starfið og áherslur. „Mínar megináherslur í þjálfun eru þær að ég vil búa til umhverfi þar sem iðkendur fá verkefni sem hæfir þeirra getu, þeim líði vel og geti tekið framför- um. Mér finnst einnig mjög mikilvægt að huga að því að byggja upp sterka ein- staklinga og tel ég íþróttaiðkun mjög góða leið til þess að kenna iðkendum gildi sem nýtast þeim í lífinu sjálfu. Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á það að leikmenn komi vel fram við hvern annan og hugi að félagslega þættinum.“ „Ég myndi segja að helstu kostir Vals séu gríðarlega stór og mikil saga félags- ins, það eru forréttindi fyrir börn að fá að alast upp á Hlíðarenda. Með félaginu hefur skapast hefð sem ég tel að geti nýst iðkendum mjög vel. Félagið hefur alið af sér marga afreksíþróttamenn og þjálfara sem eru góðar fyrirmyndir fyrir iðkendur og þjálfara félagsins.“ Áskoranir í Val: „Það er nauðsynlegt fyrir okkur sem komum að starfinu að viðhalda þeim gildum sem ríkja í Val og vera gagnrýnin á þau verkefni sem leysa þarf af hendi. Við þurfum líka að vera til- búin að leggja meiri vinnu á okkur og gera enn betur en gert hefur verið. Helstu áskoranir sem viðkoma yngri flokkum í knattspyrnu er að fjölga iðkendum en forsenda fyrir því er að bjóða upp á sam- keppnishæfa aðstöðu.“ Framtíðarsýn fyrir yngri flokka Vals: „Ég er alveg viss um það að framtíðin er björt fyrir yngri flokka Vals. Það er bráð- nauðsynlegt að við hlúum vel að starfinu til þess að það verði betra og geti tekið næsta skref. Það er hins vegar á hreinu að ef við ætlum að halda sömu gæðum og gera betur en gert hefur verið þá má ekki slaka á, félagið verður alltaf að bjóða upp á bestu mögulegu aðstæður og þjálfun. Það er nokkuð ljóst að Vals- hverfið er ekki jafn stórt og mörg önnur hverfi, við getum því ekki keppt við þau hvað fjölda iðkenda varðar en við ættum alltaf að bjóða okkar iðkendum upp á bestu aðstæður sem völ er á. Félagið verður að geta tekið við þeim iðkendum sem vilja æfa hjá félaginu og því er mjög mikilvægt að bæta aðstæður þá sérstak- lega fyrir knattspyrnuiðkun. Með þeim áformum sem liggja fyrir á Valssvæðinu í nánustu framtíð er ég bjartsýn fyrir framtíð félagsins, við eigum alltaf að halda okkar gæðum og bæta í hvað það varðar en þegar betri aðstæður verða að veruleika er hægt að fara í frekari að- gerðir til að fjölga iðkendum enn frekar.“ Skilaboð til foreldra og iðkenda: Mig langar til þess að hvetja foreldra til þess að vera virkir í starfinu með börn- unum sínum, sýna því áhuga og taka þátt. Ég vill einnig hvetja iðkendur til þess að leggja hart að sér og hafa trú á sjálfum sér. Hafa skýra sýn á hvað þau vilja fá úr sinni íþróttaiðkun og hvaða leiðir hægt er að fara. Ég myndi líka ráð- leggja iðkendum að nýta alla þá þekk- ingu sem býr í félaginu og vera ófeimin að leita ráða og aðstoðar. Barna­ og unglingaráð tók saman. Yfirþjálfari Félagið verður alltaf að bjóða upp á bestu mögulegu aðstæður og þjálfun Margrét Magnúsdóttir er yfirþjálfari í knattspyrnu stúlknamegin „Mig langar til þess að hvetja foreldra til að vera virkir í starfinu með börnunum sínum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.