Valsblaðið - 01.05.2014, Page 113

Valsblaðið - 01.05.2014, Page 113
Valsblaðið 2014 113 Minningar Helgi Daníelsson fæddur 16. apríl 1933 dáinn 1. maí 2014 Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Val Látinn er á Akranesi Helgi Daníels- son fyrrverandi leikmaður Vals og ÍA og landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, 81 árs að aldri. Helgi gekk til liðs við Val árið 1951, þá 18 ára að aldri. Fyrstu leik- ir Helga fyrir Val voru í keppnisferð sem félagið fór í til Noregs og Danmerkur en í framhaldi af þeirri ferð fluttist Helgi til Reykjavíkur og lagði samtímis knatt- spyrnuiðkun stund á prentiðn hjá Ísa- foldar prentsmiðju. Í kjölfar á endurbótum á gamla íþrótta- húsinu á Hlíðarenda 2010 sem Helgi var fenginn til að opna formlega sem og við heimsókn hans og konu hans á 100 ára afmæli Vals árið 2011 lýsti Helgi þeirri aðstöðu og þeim verkefnum sem hann starfaði við á þeim tíma sem hann lék með Val á árunum 1951–1955. Á þess- um árum vann Helgi m.a. við skurðgröft og framræsingu fyrir nýjan völl og hann sat í stjórn fyrir Val, var í ritnefnd Vals- blaðsins og þjálfaði yngri flokka félags- ins, m.a. annan af fyrstu gulldrengjum Vals. Á þessum tíma bjó Helgi í þrjú ár ásamt konu sinni og tveimur sonum í ris- inu á gamla íbúðarhúsinu á Hlíðarenda. Íbúðin var á þessum tíma án salernisað- stöðu sem var í fjósinu við hliðina. Frum- stæðar aðstæður a.m.k. miðað við það sem við teljum ásættanlegar í dag voru unn- ar upp með góðum félagsskap og vináttu en á þessum árum eignaðist Helgi marga af sínum bestu vinum fyrir lífstíð. Val- ur hefur alltaf skipað vissan sess í hjarta Helga sem m.a. sýndi sig þegar Helgi Val- ur sonur hans var skýrður í höfuðið á Val. Á móti hefur Helgi verið mikils metinn af félagsmönnum í Val sem góður og traust- ur félagi og alltaf talinn til eins úr okk- ar hópi þó svo að ÍA hafi lengstum verið hans félag. Á þessum tímamótum þökkum við Helga Daníelssyni fyrir samfylgdina og tryggð hans við félagið en einnig fyrir starf hans að eflingu og útbreiðslu á knatt- spyrnu í landinu. Ég vil fyrir hönd Knatt- spyrnufélagsins Vals senda aðstandendum hans samúðarkveðjur. Hörður Gunnarsson Fyrrverandi formaður Knattspyrnufélagsins Vals Sigurður Haraldsson fæddur 30. mars 1948 dáinn 5. júní 2014 Vinátta okkar Sigurðar Haraldssonar nær til ársins 1954 er við vorum saman í Ísaks- skóla. Við bjuggum báðir á Miklubraut- inni og nutum þess að að leika knatt- spyrnu ýmist á Klambratúninu sem nú heitir Miklatún eða á Valsvellinum á Hlíð- arenda. Sigurður var mjög efnilegur knatt- spyrnumaður sem hætti alltof snemma að leika knattspyrnu með Val. Í leik í 5. flokki skoraði hann hátt í 10 mörk í fyrri hálfleik. Þjálfara andstæðinganna fannst nóg komið og hætti leik. Á veturna lékum við körfuknattleik með KFR. Þar var vinur okkar Þórir Magnússon fremstur í flokki. Skólaganga okkar var samofin. Við fylgdumst að í Austurbæjaskóla, Gagn- fræðiskóla Austurbæjar, Menntaskóla Reykjavíkur og í viðskiptafræði Háskóla Íslands þar sem við sátum saman í stjórn félags viðskiptafræðinema. Sem slík- ir sóttum við ráðstefnur til hinna Norður- landanna og höfðum gaman af. Eins og verða vill að þá skildu leiðir þegar við vorum komnir á kaf í atvinnu- rekstur. Sem betur fer komum við saman á ný fyrir nokkrum árum og endurnýjuðum vinskapinn. Valsmenn votta Jónu og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur. Minn- ingin um góðan dreng gleymist aldrei. Bjarni Bjarnason Geir Guðmundsson fæddur 28. júní 1921 dáinn 23. nóvember. 2014 Valsmenn kveðja góðan félaga og minn- ast hans með þakklæti. Geir Guðmunds- son var afreksmaður í íþróttum og marg innis Íslandsmeistari með sínu félagi í knattspyrnu og handknattleik þar á meðal meistari í fyrsta Íslandsmótinu sem haldið var í handknattleik árið 1940. Geir var svo sannarlega einn af máttarstólpum félags- ins, flinkur leikmaður og seinna meir mjög hæfur þjálfari og stjórnarmaður. Geir gaf sér alltaf tíma og átti alltaf uppbyggi- legt að segja við unga leikmenn, hann var hvetjandi og um leið alltaf agaður. Mað- ur bar ómælda virðingu fyrir þessum eldri afreksmönnum félagsins sem höfðu svo stórt Valshjarta og voru ávallt vakandi og sofandi yfir velferð félagsins. Geir starfaði lengst af í miðborginni og það var ávallt gaman að hitta hann í erli dagsins. Þakk- læti er mér efst í huga um leið og ég sendi innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina. f.h. fulltrúaráðs Vals Halldór Einarsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.