Valsblaðið - 01.05.2014, Síða 64

Valsblaðið - 01.05.2014, Síða 64
64 Valsblaðið 2014 Kristín Guðmundsdóttir hefur leikið stórt hlutverk í meistaraflokki Vals á undanförnum árum og á ríkulegan skerf í þeim fjölmörgu titlum sem Valsstelpurnar hafa unnið til. Þó svo að margar úr sigurliðinu hafi ákveðið að hætta í handbolta eða spila annars staðar þá ákvað Kristín að halda áfram en jafnframt því að spila með liðinu þá er hún samstarfsmaður Óskars Bjarna Óskarssonar við þjálfun liðsins. Blaðamaður Valsblaðsins settist niður með Kristínu og ræddi við hana um kynslóðaskiptin í liðinu og handboltaþjálfun Eftir þær gríðarlegu breytingar sem urðu á kvennaliði Vals frá því í vor þá hafði ég engar væntingar um árangur í haust en annað kom á daginn. Vals- stelpurnar spiluðu miklu betur en ég þorði að vona og stóðu sig miklu betur í fyrstu leikjum haustsins. Hvernig upplifir þú þessi kynslóðaskipti? Það er gott að væntingarnar voru engar hjá stuðningsmönnum liðsins. En fyrir mig eru þetta spennandi tímar. Ég þurfti hins vegar að breyta algjörlega um við- horf til æfinganna. Síðustu 10 árin hef ég komið á æfingu og fengið félagsskap, handbolta og margt fleira á hverri æf- ingu. Í stað þess að sækja hreyfinguna á einn stað og félagsskapinn eitthvað ann- að. Þetta skiptir miklu máli þegar maður er kominn með fjölskyldu. Ástæðan fyrir því að ég skipti í Val á sínum tíma var einmitt sú að það skildi enginn almenni- lega mína stöðu þegar ég var komin með barn. Þegar maður er foreldri þá gerist það stundum að maður þarf að sleppa æfingu eða kemur of seint út af veiku barni og þegar ég kom í Val þá var ég komin í félagsskap stelpna í sömu stöðu. Ég hafði áður fremur lítinn skilning á þessu barnastússi þó að ég þættist skilja hvað í því fælist. Hvað með breyttan hóp? Í vor þá sá maður fram á að það væru lík- lega 5 stelpur að hætta með liðinu. Ég var búin að ákveða að svo fremi sem tilteknir leikmenn yrðu áfram þá yrði ég líka áfram. En þegar til kom þá reyndust mun fleiri leikmenn á förum en ég reiknaði með. Ég var í raun ekki tilbúin til að hætta þar sem ég var þá ekki að hætta á eigin forsendum. Ég ætlaði ekki að fara að mæta á æfingar og láta mér leiðast. Ekki gat ég horft upp á Valsliðið leggjast af. Ég er einfaldlega orðinn Valsari eftir að hafa spilað hér í sjö eða átta ár. En þegar ég vissi fyrir víst að Óskar Bjarni yrði með liðið þá var ég sátt. Ég vildi hjálpa félaginu mínu og vissi að það yrði gaman að koma á æfingar hjá Óskari. Ég vil hafa hér þjálfara sem hefur svipaðar áherslur og ég sjálf. Ég þekki sjálfa mig Eftir Sigurð Ásbjörnsson Við erum í handbolta af því að það er skemmtilegt „Ég var í raun ekki tilbúin til að hætta þar sem ég var þá ekki að hætta á eigin forsendum,“ segir Kristín Guðmundsdóttir sem er spilandi aðstoðar­ þjálfari kvennaliðs Vals í handknattleik í vetur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.