Valsblaðið - 01.05.2014, Qupperneq 96
96 Valsblaðið 2014
Starfið er margt
Margrét Lilja Guðmundsdóttir,
kennari á íþróttafræðisviði Háskól-
ans í Reykjavík og sérfræðingur hjá
Rannsóknum & greiningu. Varafor-
maður Valkyrja Vals. Móðir Darra
Sigþórssonar í 2. flokki/mfl. í knatt-
spyrnu og Tinnu Sigþórsdóttur 7.
flokki í handknattleik.
Jón Sigfús er lögmaður að aðal-
starfi en er jafnframt með réttindi
sem löggiltur fasteigna- fyrirtækja-
og skipasali og sinnir verkum á því
sviði. Meðlimur Fálka í Val. Börn
hans, Ástrún Helga og Jón Sigfús
junior (Nonni), hafa verið í knatt-
spyrnu um síðustu sex ár. Ástrún
síðast í 3. flokki, en tók sér hlé í
haust er hún byrjaði í MR. Nonni er
í 4. flokki í knattspyrnu og er einnig
í handknattleik (síðustu 3 ár) nú í 5. flokki (markmaður). Hann
er í Hlíðarskóla.
Svala Þormóðsdóttir, útgáfustjóri
Eddu útgáfu. Formaður Valkyrja
Vals. Þorgils sonur hennar er fæddur
1997 og var í knattspyrnu og hand-
knattleik hjá Val í gegnum yngri
flokkana en hefur nú snúið sér alfar-
ið að handknattleik og spilar með 3.
flokki. Ugla er fædd 1999 og var í
knattspyrnu og handknattleik hjá Val
í gegnum yngri flokkana en hefur nú
snúið sér alfarið að handknattleik og
spilar með 4. flokki.
Kynning á meðlimum barna- og unglingaráðs Vals
Guðmundur Breiðfjörð, formaður
barna- og unglingaráðs og situr í
aðalstjórn Vals. Markaðsstjóri kvik-
myndadeildar Senu. Varaformaður
Foreldrafélags Hólabrekkuskóla.
Meðlimur Fálka í Val. Dóttir fædd
2004 er í 5. flokki í knattspyrnu.
Hólmfríður Sigþórsdóttir, ritari
barna- og unglingaráðs. Líffræðing-
ur og framhaldsskólakennari í
Flensborg Hafnarfirði. Ritari Val-
kyrja Vals. Móðir Ísaks Sölva í 11.
flokki Vals í körfuknattleik, Tómas-
ar Orra í 6. flokki í handknattleik
og minnibolta 11 ára í körfuknatt-
leik og Emblu Maríu í 7. flokki í
knattspyrnu.
Valtýr Guðmundsson, gjaldkeri
barna- og unglingaráðs. Forstjóri
OKKAR líftrygginga hf. Faðir Ás-
dísar í 4. flokki, Nínu Margrétar í 5.
flokki og Ágústu Maríu í 7. flokki.
Þær eru allar í knattspyrnu hjá Val.
Nýtt barna-og unglingaráð Vals tók til
starfa síðastliðið haust eftir að lög um
ráðið voru samþykkt á síðasta aðalfundi
Vals sem gerir það að verkum að ráðið er
nú rekið sem fjórða deildin innan Vals. Í
barna- og unglingaráði sitja 6 manns auk
íþróttafulltrúa Vals en formaður ráðsins
situr jafnframt í aðalstjórn félagins. Und-
ir ráðið falla allir yngri flokkar félagsins
í knattspyrnu, handknattleik og körfu-
knattleik.
Nýtt barna- og unglingaráð stofnað
sem fjórða deildin innan Vals
Pistill frá barna- og unglingaráði
Verkefni barna-og unglingaráðs Vals
er fjórþætt:
1. Auka tekjur barna- og unglingasviðs
Vals.
2. Auka fjölda iðkenda yngri flokka Vals.
3. Stuðla að því að iðkendum og þjálfur-
um hjá Val líði vel og séu stoltir af því
að tengjast félaginu.
4. Bæta samskipti milli allra þeirra sem
koma að yngri flokka starfi félagsins,
er þá lögð sérstök áhersla á að foreldr-
ar séu ánægðir með starfsemi félagsins
og líði vel með að hafa börnin sín í
Val.
Unnið er að nýrri Gæðahandbók fyrir allt
barna- og unglingasviðið sem tekur gildi
um næstu áramót. Árlegt vorhappdrætti
til styrktar barna- og unglingasvið verður
haldið í vor og einnig er í undirbúningi
árlegt fjáröflunarmót yngri flokka félags-
ins.
Guðmundur Breiðfjörð formaður
barna og unglingaráðs tók saman.