Valsblaðið - 01.05.2014, Page 38

Valsblaðið - 01.05.2014, Page 38
38 Valsblaðið 2014 Starfið er margt völlinn sem forðum, meðalfjöldi áhorf- enda á leiki karlaliðs Vals í sumar var að- eins um eittþúsund. Vodafonevöllurinn er einn glæsilegasti völlur landsins, aðstaða fyrir áhorfendur er fyrsta flokks og því er dapurlegt að sjá ekki fleiri Valsmenn, konur og börn mæta og styðja við bakið á afreksfólki okkar. Tekjur af heimaleikj- um er mikilvægur póstur í rekstrinum og innkoman á liðnu sumri var ein sú dapr- asta í 10 ár. Deildin þakkar styrktar- og stuðnings- aðilum þeim: Íslandsbanka, Samsung, Bílaleigu Akureyrar, Vífilfelli, N1, VÍS Hummel og Borgun sem eru aðal sam- starfs- og styrktaraðilar deildarinnar fyrir samstarfið á liðnu ári. Eins þökkum við þeim Grími Sæmundsen og Helga Magn- ússyni fyrir ómetanlegt samstarf á liðnu ári. Einnig ber að þakka þeim sjálfboða- liðum og starfsmönnum sem vinna í þágu Vals fyrir ánægjulegt samstarf og samskipti. Algjör nauðsyn er að ráða rekstrar- stjóra sem mun starfa fyrir knattspyrnu- deild og í samstarfi við framkvæmda- stjóra félagsins. Velta, tekjur og umfang deildarinnar er með þeim hætti að það er ekki hægt að byggja starfið eingöngu á sjálfboðaliðum. Rétt er að geta þess að flest ef ekki öll lið efstu deildar karla eru með slíkt stöðusgildi. Meistaraflokkur karla Þjálfarar og starfmenn meistaraflokks voru, Magnús Gylfason, Halldór Sig- urðsson, Rajko Stanisic, Baldur Þórólfs- son, Magnús Birgisson, Halldór Eyþórs- son og Edvard Skúlason. Við vorum grátlega nærri Evrópusæti og okkar eigin klaufaskapur réði úrslit- um að við náðum því ekki. Valsliðið var vel mannað sl sumar og væntingar voru gerðar til árangurs, hins vegar varð 5. sætið niðurstaðan og liðið var 2 stigum Stjórn afrekssviðs knattspyrnu- deildar starfsárið 2014 skipuðu: E. Börkur Edvardsson formaður Sigurður Gunnarsson varaformaður Jón Gretar Jónsson Sigurður K. Pálsson Jón Höskuldsson Þorsteinn Guðbjörnsson Benóný Ægir Valsson Afreksstefna stjórnar Valur hefur það að markmiði að eiga ávallt knattspyrnufólk í fremstu röð. Fé- lagið býður upp á aðstöðu sem ýtir undir áhuga ungmenna til að skara fram úr og viðhalda fjölmennum hópi knattspyrnu- fólks. Með afreksstefnunni skapar Valur grundvöll fyrir ungt og efnilegt knatt- spyrnufólk að ná hámarksárangri og leggja rækt við sál og líkama. Afreksstjórn knattspyrnudeildar heldur utan um meistaraflokkslið karla og kvenna í knattspyrnu og ásamt 2.flokk- um karla og kvenna. Að vanda var starfið viðamikið og krefjandi. Stjórn knatt- spyrnudeildar Vals fær sérstakar þakkir fyrir óeigingjarnt og ómetnalegt starf í þágu félagsins. Fjármál deildarinnar eru í stöðugri endurskoðun en sífellt reynist erfiðara að fá styrktaraðila samhliða því er mun dýr- ara að reka afrekslið frá ári til árs. Kraf- an um árangur hefur sjaldan verið meiri og færri gefa sig af sjálfboðaliðastörfum félagsins. Þegar sagan er rifjuð upp, er ljóst að það er ekki tilviljun sem hefur ráðið sigurgöngu Vals í rúm100 ár, held- ur hugsjónir, eldmóður og óeigingjörn vinna og framlag fjölda fólks, jafnt innan vallar sem utan. Óhætt er að segja að vindar hafi blásið um Val síðustu misseri og árangurinn ekki alltaf ásættanlegur en forsenda þess að fjárhagslegur stöðugleiki verði til staðar er að meistaraflokkur karla komist í Evrópukeppni. Í gegnum tíðina hefur oft verið tekist á um ákveðin málefni, lít- il sem stór, en sem betur fer hafa menn borið gæfu til þess að fylgja þeirri sýn og þeim hugsjónum sem mörkuð voru í upphafi. Lélag aðsókn var á heimaleiki meist- araflokka karla og kvenna í sumar enn vantar okkur að sjá Valsmenn flykkjast á Við munum rísa upp aftur og hærra Skýrsla knattspyrnudeildar Vals afrekssvið árið 2014 Haukur Páll Sigurðsson var kjörinn Íþróttamaður Vals árið 2013 og var vel að því kominn. Með honum á myndinni eru Hörður Gunnarsson fyrrverandi formaður Vals og Arna Grímsdóttir með dóttur sinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.