Valsblaðið - 01.05.2014, Qupperneq 14

Valsblaðið - 01.05.2014, Qupperneq 14
14 Valsblaðið 2014 Eftir Sigurð Ásbjörnsson Í ágúst sem leið keppti íslenska U-18 landsliðið í úrslitakeppni Evrópumeist- aramótsins í handbolta. Liðið hafði sett sér það markmið að komast upp úr riðla- keppninni en þar sem liðið byrjaði frem- ur illa þá tókst það ekki. En góður stíg- andi tryggði liðinu sæti á úrslitakeppni HM í Rússlandi. En sú keppni fer fram næsta sumar. Valur átti tvo leikmenn sem spiluðu á mótinu. Þá Sturlu Magnússon (f. 1996) og Ómar Inga Magnússon (f. 1997). Sturlu er óþarft að kynna þar sem hann hefur haldið til á Hlíðarenda frá því að hann sleppti snuðinu. Ómar Ingi er fæddur og uppalinn á Selfossi en gekk til liðs við Val í sumar. Strangt til tekið er Ómar í þriðja flokki en hann mun spila stærra hlutverk með öðrum flokki og meistaraflokki heldur en jafnöldrum sín- um. Þeir sem stóðu í þeirri trú að framlag Selfyssinga til samfélagsins takmarkaðist við hestburði af mjólkurafurðum og flat- kökum eru hvattir til að endurskoða af- stöðu sína. Ómar Ingi verðskuldar í það minnsta að menn gefi honum auga. Þar er mikið efni á ferðinni. Blaðamaður Valsblaðsins greip þá félaga á leið á meistaraflokksæfingu til að forvitnast aðeins um mótið og næstu verkefni. Hvernig var undirbúningnum fyrir EM háttað? Við æfðum sitt í hverju horni framan af sumri en byrjuðum sameiginlegar æfing- ar um mánuði fyrir mót. Við höfðum reyndar æft saman um eina helgi í júní og spiluðum æfingaleiki. Það stóð reynd- ar til að spila fleiri æfingaleiki en þeir fyrstu gengu það vel að það þurfti ekki að fjölga þeim. Fyrst og fremst vorum við í boltaæfingum en í byrjun var mikið af hlaupaæfingum og síðan fengum við lyftingaprógramm sem við áttum að fylgja sjálfir. En er einhver keppnisreynsla í hópn- um? Þessi hópur hefur farið á æfingamót til útlanda og spilað æfingaleiki en þetta var fyrsta stórmótið. Hvar var spilað og hvernig var aðstað- an þar sem þið spiluðuð? Mótið var í fjórum riðlum. Okkar riðill var spilaður í Gdansk. Völlurinn var í húsi sem var mun minna en Vodafone- höllin en svipuð að stærð og mörg húsin sem við spilum í heima. Hvernig er að mæta þessum erlendu landsliðum? Er þetta samansafn af tröllkörlum? Nei alls ekki. Það er auðvitað slæðingur af bráðþroska leikmönnum innan um en alls ekki þannig að maður sé sleginn út af laginu. En við vitum alveg hver munur- inn er á okkar strákum og t.d. þeim dönsku og þýsku. Hann er sá að við spil- um mun örar og fleiri leiki sem helgast af því að flestir íslensku strákarnir spila með tveimur flokkum. En hinir hafa lengri tíma á milli leikja sem þeir nýta í lyfting- ar. Þeir eru því líkamlega sterkari en við þurfum að vinna í því að ná þeim þar. Höfðuð þið í landsliðinu gert ykkur einhverjar vonir fyrirfram um sæti? Nei. Við þekktum ekki nema hluta af lið- inum og svo gerist það alltaf að einhverj- ir nýir óþekktir leikmenn dúkka upp. Við höfðum að vísu sett okkur það markmið U18 ára landsliðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni HM í handbolta 2015 Sturla og Ómar Ingi. að fara upp úr riðlinum, en því miður tókst það ekki. Það má segja að fyrri hálfleikurinn á móti Sviss hafi eyðilagt tækifærið fyrir okkur. Þetta var okkar versti hálfleikur á mótinu og hann reynd- ist okkur dýr. Síðan gerðum við jafntefli gegn Svíum í leik sem við áttum að vinna. En þrátt fyrir að hafa ekki náð fyrsta markmiðinu um að komast upp úr riðlakeppninni þá komst liðið á HM. Hvenær er það og hvað þýðir það? Verðið þið orðnir of gamlir fyrir það mót? HM verður í Rússlandi næsta sumar og við förum ef við verðum valdir í lið hér heima. Þessir árgangar, 1997 og 1996, fylgjast að í gegnum mótin en HM mótið í Rússlandi verður U-19. Undirbúningur er byrjaður og í september var kallaður saman 28 manna hópur til að æfa í vetur og síðan kemur í ljós í vor hverjir fara út. En þó svo að hópurinn sé svona stór þá geta menn enn þá bæst við og dottið út úr honum. Valsblaðið þakkar þeim Ómari Inga og Sturlu fyrir samtalið og upplýsir lesendur í leiðinni að Ýmir Örn Gíslason er þriðji Valsarinn sem er í undirbúningshópnum fyrir HM þó svo að hann hafi ekki komið við sögu á EM. Við óskum þeim öllum góðs gengis. Ýmir Örn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.