Valsblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 67

Valsblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 67
Valsblaðið 2014 67 Starfið er margt Snædís hefur æft fótbolta síðan hún var 5 ára, í 11 ár. Mamma hennar er Valsari og hún telur að það haf skipt máli þegar hún byrjaði í Val. Hvers vegna fótbolti? „Ég hef örugg- lega æft flestar íþróttir sem hægt er að æfa hérna á Íslandi fyrir utan dans og eitthvað svoleiðis. Fótboltinn stóð upp úr og ég hef svo mikinn áhuga svo það var ekki spurning að leggja mesta áherslu á hann.“ Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að hafa fengið Friðriksbikarinn? „Það er frábær viðurkenning sem ég er mjög ánægð með. Þetta hvetur mann til að halda áfram að standa sig og vera sam- kvæmur sjálfum sér.“ Hvernig gekk ykkur á þessu ári? „Okkur hefur nú oft gengið betur en við enduðum í miðri deildinni, þrátt fyrir að hafa nánast verið í fallbaráttu. En þetta var frábært tímabil samt sem áður, við fórum til Svíþjóðar að taka þátt í Gothia Cup sem var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Ég held að það sé ekkert lið með svona góðan móral eins og við höfum og það skiptir ekki máli hverjar eru á eldra eða yngra ári, við náum mjög vel saman. Við höfum líka gaman utan vallar, fíflumst og erum bjánalegar en síðan eru alvöru vináttusambönd og við stöndum við bakið á hver annarri og erum til staðar fyrir hverja aðra.“ Hvernig eru þjálfarar þínir? „Mér finnst fyrst og fremst að þjálfari eigi að hafa gaman af og leggja metnað í það sem hann er að gera. Margrét, Birkir og Rakel voru öll með okkur þetta tímabil, þau eru metnaðarfull og vilja að við náum langt en síðan er líka hægt að hlæja með þeim og hafa gaman.“ Fyrirmyndir þínar í fótboltanum? „Mín helsta fyrirmynd er Alex Morgan, Abby Wambach kemur líka mjög sterk inn og eiginlega bara allt bandaríska kvennalandsliðið. Einnig hefur Sif Atla- dóttir reynst mér góð fyrirmynd.“ Hvað þarf til að ná langt? „Sama hvað þú æfir mikið, ef þú hefur ekki gaman af því sem þú ert að gera eða trúir ekki á sjálfan þig þá geturðu alveg eins bara farið heim að horfa á sjónvarpið í staðinn fyrir að fara á æfingu. Ég þyrfti kannski helst að bæta snerpu og tækni, en það er allt í vinnslu.“ Hverjir eru þínir framtíðardraumar? „Gaman að þú skyldir spyrja að því, ég er neflinlega búin að skipuleggja fram- tíðina mína í smáatriðum. Fyrsta mark- miðið er að spila með meistaraflokki Vals. Ég stefni samt á að fara á næsta ári sem skiptinemi til Ástralíu. En eftir það langar mig ekkert smá mikið að fara til Bandaríkjanna í háskóla á skóla- og fót- boltastyrk. Þar langar mig að læra íþróttasálfræði, næringarfræði eða sjúkraþjálfun. Ég hefði heldur ekkert á móti því að hafa þetta sport fyrir atvinnu og þá helst í Svíþjóð eða Noregi og kannski verð ég þar eftir 10 ár. Síðan má ekki gleyma því að mig langar að spila fyrir landsliðið en það er langþráður draumur.“ Frægasti Valsarinn í fjölskyldunninni? „Ætli það sé ekki móðir mín, Bryndís Valsdóttir. Hún spilaði með meistara- flokki í Val í mörg ár, hún var líka í landsliðinu og ein af þremur fyrstu at- vinnumönnum Íslands í kvennaknatt- spyrnu en hún spilaði í Napoli á Ítalíu með tveimur bestu vinkonum sínum, Guðrúnu Sæmundsdóttur og Kristínu Briem. Hún er sennilega líka besti íþróttamaðurinn í fjölskyldunni þó pabbi gamli, hann Logi Ólafsson, hafi kannski mesta vitið á íþróttinni þar sem hann hef- ur mikla reynslu af fótboltaþjálfun.“ Stuðningur fjölskyldu? „Ég hef fengið mikinn stuðning frá foreldrum mínum og einnig hafa þau leiðbeint mér bæði með það hvað ég get gert betur og hvernig ég á að takast á við meiðsli, þar sem þau voru bæði í fótbolta og hafa því mikla reynslu af íþróttinni. Ég er mjög þakklát fyrir þann stuðning sem ég hef fengið frá þeim og efast ekki um að ég sé betri leik- maður með hjálp þeirra svo ég tel að það geti skipt sköpum að fá stuðning.“ Hvað finnst þér mikilvægtast að gera hjá Val til að efla starfið í yngri flokk- unum? „Mér finnst yngri flokkum ekki gefin næg athygli en það væri í rauninni eina sem mætti bæta. Svo bara að leggja áherslu á að vera með metnaðarfulla þjálfara í starfi.“ Hvernig er aðstaðan á Hlíðarenda til að æfa fótbolta? „Hlíðarendi er mjög fallegur staður og Vodafone völlurinn líka en gervigrasið er ekki alveg styrk- leiki félagsins. Það mætti bæta það veru- lega en það kostar auðvitað mikinn pen- ing að hita það og bæta undirlagið en þangað til má útvega okkur tíma á al- mennilegum gervigrasvöllum.“ Hvað finnst þér að Valur geti gert til að stuðla að jafnrétti í íþróttum? „Mætti kannski byrja á að losa sig við karlrembuna. Ég hef allavega fundið mikið fyrir því að þeir þarna í meistara- flokki karla séu kóngarnir og stelpurnar séu bara afgangur, en vonandi lagast það sem fyrst.“ Hver stofnaði Val og hvenær? „Séra Friðrik Friðriksson 11. maí 1911.“ Hver eru þín einkunnarorð? „Sá sem segist ekki geta eitthvað og sá sem segist geta það hafa oftast báðir rétt fyrir sér.“ Áhugi og ástríða er lykillinn að árangri Snædís Logadóttir er 16 ára og leikur knattspyrnu með 2. flokki og er handhafi Friðriksbikarsins í ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.