Valsblaðið - 01.05.2014, Side 19
Valsblaðið 2014 19
Eftir Hönnu Björgu
Vilhjálmsdóttur kennara
í Borgarholtssskóla
Kvenfyrirlitning og karlremba í
íþróttum
Kvenfyrirlitning í íþróttum hefur verið
umfjöllunarefni. Þjálfarar hafa gerst sek-
ir um að lýsa slæmri frammistöðu karla
með því að kalla þá „kellingar“, sem er
þá það versta sem hægt er að kalla
stráka/karl. Frásagnir berast af „húmor“
sem viðgengst í hópíþróttum karla, sem
einkennist af fordómum og grímulausri
karlrembu. Það eitt og sér segir okkur
hvernig strákum og körlum er innrætt lit-
ilsvirðandi viðhorf til kvenna. Og stúlkur
heyra þetta snemma og átta sig á að þær
eru minna virði en strákar. Það má spyrja
sig hvort það hafi ekki áhrif á árangur
þeirra.
Efla þarf jafnfréttisfræðslu í
íþróttum
Íþróttir og karlmennska hafa átt langa
sögu saman, þessu þarf að breyta. Það er
sjálfsögð lýðræðisleg krafa að íþrótta-
hreyfingin rúmi bæði kynin til jafns.
Íþróttafélög ættu að líta á það sem for-
gangsverkefni að jafnréttisfræða alla þá
sem koma að skipulagningu, stjórnun og
rekstri í íþróttahreyfingunni og einnig
fræða iðkendur.
Titill greinarinnar vísar til þess að í
kjöri íþróttafréttakarla um þróttamann
ársins, hefur kona verið kosin í 7% til-
fella.
Einn af máttarstólpum Vals séra Frið-
rik Friðriksson sagði að aldrei skyldi láta
kappið bera fegurðina ofurliði – ég segi;
látið ekki markaðsöflin og fordóma bera
réttlætið og sanngirnina ofurliði.
brottfall er algengara meðal stúlkna og
kvenna. Umfjöllun um kveníþróttir er
miklu minni í fjölmiðlum og færri áhorf-
endur mæta á kvennaleiki. Gjarnan þegar
fjallað er um karlaíþróttir, þá er kyn ekki
tiltekið, einungis sagt „fótbolti“ eða
„körfubolti“ svo dæmi sé tekið. Hins
vegar þegar kvennaíþróttir eru til um-
fjöllunar er kynið komið inn í myndina
og talað um „kvennafótboltann“ eða
„meistaraflokkur kvenna“ o.s.frv. Karlar
eru normið og konur eru frávikið.
Ef skýringin á ofangreindu er einfald-
lega minni áhugi á kvennaíþróttum, bæði
meðal iðkenda og áhorfenda, ber þá ekki
íþróttahreyfingunni skylda til að efla
áhugann með öllum tiltækum ráðum? En
málið er flóknara en svo að það sé eina
svarið.
vanlíðan – og hefur m.a. áhrif á þátttöku
í íþróttum.
Íþróttafréttamenn eru að mestu eða
öllu leyti karlar. Það þarf ekkert að tí-
unda vald fjölmiðlanna, hvort sem litið
er á dagskrárvaldið, áhrif fyrirmynda, nú
eða hvort líklegt sé að karlar fjalli frekar
um karla. Umfjöllun um íþróttir í fjöl-
miðlum hefur gríðarmikla þýðingu fyrir
iðkun og áhorf á ólkar greinar íþróttanna.
Einhvers staðar segir að „you can’t be
what you can’t see“ – gildi fyrirmynda
verður seint ofmetið.
Umræða hefur skapast um feiknamik-
inn mun á launum dómara eftir kyni.
Kvendómarar eru ekki bara fáséðir held-
ur bera þeir mun minna úr býtum fyrir
störf sín. Í stjórnum íþróttafélaga eru
karlar oftar í meirihluta. Iðkendur eru í
flestum greinum í meirihluta karlkyns og
Serena Williams tennisstjarna.
Kathrine Switze var fyrsta konan að hlaupa í Boston maraþoninu 1967. Þar náðist á
mynd þegar einn skipuleggjenda hlaupsins reyndi að ýta henni úr hlaupaþvögunni.
Karlagengið í íþróttafréttum, fullklæddir vitaskuld.