Valsblaðið - 01.05.2014, Side 19

Valsblaðið - 01.05.2014, Side 19
Valsblaðið 2014 19 Eftir Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur kennara í Borgarholtssskóla Kvenfyrirlitning og karlremba í íþróttum Kvenfyrirlitning í íþróttum hefur verið umfjöllunarefni. Þjálfarar hafa gerst sek- ir um að lýsa slæmri frammistöðu karla með því að kalla þá „kellingar“, sem er þá það versta sem hægt er að kalla stráka/karl. Frásagnir berast af „húmor“ sem viðgengst í hópíþróttum karla, sem einkennist af fordómum og grímulausri karlrembu. Það eitt og sér segir okkur hvernig strákum og körlum er innrætt lit- ilsvirðandi viðhorf til kvenna. Og stúlkur heyra þetta snemma og átta sig á að þær eru minna virði en strákar. Það má spyrja sig hvort það hafi ekki áhrif á árangur þeirra. Efla þarf jafnfréttisfræðslu í íþróttum Íþróttir og karlmennska hafa átt langa sögu saman, þessu þarf að breyta. Það er sjálfsögð lýðræðisleg krafa að íþrótta- hreyfingin rúmi bæði kynin til jafns. Íþróttafélög ættu að líta á það sem for- gangsverkefni að jafnréttisfræða alla þá sem koma að skipulagningu, stjórnun og rekstri í íþróttahreyfingunni og einnig fræða iðkendur. Titill greinarinnar vísar til þess að í kjöri íþróttafréttakarla um þróttamann ársins, hefur kona verið kosin í 7% til- fella. Einn af máttarstólpum Vals séra Frið- rik Friðriksson sagði að aldrei skyldi láta kappið bera fegurðina ofurliði – ég segi; látið ekki markaðsöflin og fordóma bera réttlætið og sanngirnina ofurliði. brottfall er algengara meðal stúlkna og kvenna. Umfjöllun um kveníþróttir er miklu minni í fjölmiðlum og færri áhorf- endur mæta á kvennaleiki. Gjarnan þegar fjallað er um karlaíþróttir, þá er kyn ekki tiltekið, einungis sagt „fótbolti“ eða „körfubolti“ svo dæmi sé tekið. Hins vegar þegar kvennaíþróttir eru til um- fjöllunar er kynið komið inn í myndina og talað um „kvennafótboltann“ eða „meistaraflokkur kvenna“ o.s.frv. Karlar eru normið og konur eru frávikið. Ef skýringin á ofangreindu er einfald- lega minni áhugi á kvennaíþróttum, bæði meðal iðkenda og áhorfenda, ber þá ekki íþróttahreyfingunni skylda til að efla áhugann með öllum tiltækum ráðum? En málið er flóknara en svo að það sé eina svarið. vanlíðan – og hefur m.a. áhrif á þátttöku í íþróttum. Íþróttafréttamenn eru að mestu eða öllu leyti karlar. Það þarf ekkert að tí- unda vald fjölmiðlanna, hvort sem litið er á dagskrárvaldið, áhrif fyrirmynda, nú eða hvort líklegt sé að karlar fjalli frekar um karla. Umfjöllun um íþróttir í fjöl- miðlum hefur gríðarmikla þýðingu fyrir iðkun og áhorf á ólkar greinar íþróttanna. Einhvers staðar segir að „you can’t be what you can’t see“ – gildi fyrirmynda verður seint ofmetið. Umræða hefur skapast um feiknamik- inn mun á launum dómara eftir kyni. Kvendómarar eru ekki bara fáséðir held- ur bera þeir mun minna úr býtum fyrir störf sín. Í stjórnum íþróttafélaga eru karlar oftar í meirihluta. Iðkendur eru í flestum greinum í meirihluta karlkyns og Serena Williams tennisstjarna. Kathrine Switze var fyrsta konan að hlaupa í Boston maraþoninu 1967. Þar náðist á mynd þegar einn skipuleggjenda hlaupsins reyndi að ýta henni úr hlaupaþvögunni. Karlagengið í íþróttafréttum, fullklæddir vitaskuld.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.