Valsblaðið - 01.05.2014, Síða 54
54 Valsblaðið 2014
Fæðingardagur og ár: 13. febrúar 1995.
Nám: Ég er í Kvennaskólanum í Reykja-
vík og útskrifast næsta vor.
Kærasti: Steinar Viðarsson.
Hvað ætlar þú að verða: Ég er mjög
spennt fyrir kennarastarfinu og svo
ætla ég að ná langt í körfunni.
Af hverju Valur: Ég mætti í körfubolta-
búðir hjá Gústa fyrir 3 árum og var
eina stelpan í eldri hópnum sem var
ekki í Val og Magga og stelpurnar
voru að reyna að ná mér yfir í Val á
léttu nótunum, ég ákvað að kíkja á æf-
ingu og hef ekki séð eftir því síðan,
liðið er bara stórt samansafn af snill-
ingum.
Uppeldisfélag í körfubolta: Breiðablik.
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í
körfuboltanum: Hef fengið allan
þann stuðning frá foreldrum mínum
sem hægt er að fá. Þau eru klárlega
bestu stuðningsmenn sem hægt er að
hugsa sér. Þau hafa farið með mér í
ótal ferðir, þjálfað mig, gert aukaæf-
ingar með mér, skutlað mér á æfingar,
stutt mig í leikum og gefið mér góð
ráð hvernig ég geti bætt mig og orðið
ennþá betri.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl-
skyldunni: Klárlega ég.
Af hverju körfubolti: Kem úr körfu-
boltafjölskyldu og varð heilluð af
þessari æðislegu íþrótt.
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum:
Ég var Pæjumótsmeistari og Gullmóts-
meistari með fótboltanum í Breiðablik
og vann einnig 400 metra hlaup í 17.
júní keppni. Svakalegt.
Eftirminnilegast úr boltanum: Svo
margt.
Ein setning eftir síðasta tímabil: Gera
betur.
Markmið fyrir næsta tímabil: Ártal á
vegginn.
Besti stuðningsmaðurinn: Pabbi og
mamma.
Erfiðustu samherjarnir: Mögulega
Ragnheiður (aka. Ranka Beast), því
hún er svo fyndin.
Erfiðustu mótherjarnir: Liðin eru mjög
mismunandi og með sína styrkleika,
en það er örugglega erfiðast að spila á
móti Lele Hardy.
Eftirminnilegasti þjálfarinn: Pabbi
minn, Bjarni Gaukur.
Mesta prakkarastrik: Ég faldi mig einu
sinni inn í bíl þegar pabbi var að fara í
Smárann á körfuboltaæfingu og þegar
hann var lagður af stað brá honum svo
mikið að ég var í bílnum að hann
keyrði næstum því á. Þetta var í fyrsta
og eina skiptið sem pabba hefur brugð-
ið svo það var best heppnaða prakk-
arastrikið mitt.
Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Valur ís-
landsmeistarar í Dominos deild
kvenna.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki kvenna hjá Val: Gugga mín.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki karla hjá Val: Benedikt Blön-
dal því hann er líka í landsliðinu í
stærðfræði.
Hvernig líst þér á yngri flokkana í
körfubolta hjá Val: Mér finnst starfið
vera á algjörlega réttri leið í vetur, það
er að fjölga smátt og smátt og það
styttist í marga yngri flokks titla.
Fleygustu orð: „Hæ elskan“ og „Steinar
er flottastur“.
Mottó: Áfram með smjörið.
Við hvaða aðstæður líður þér best:
Þegar liðið mitt er með fullt sjálfs-
traust allar sem ein.
Hvaða setningu notarðu oftast: Hæ
elskan.
Skemmtilegustu gallarnir: Það segja
allir að það sé alltaf einhver hávaði og
læti í mér.
Fyrirmynd þín í körfubolta: Ægir
Framtíðarfólk
Valur verði Íslands-
meistari í körfubolta
Sóllilja Bjarnadóttir er 19 ára og leikur
körfubolta með meistaraflokki
Hreinn legend, stóri bróðir minn, hann
hefur alltaf verið mín helsta fyrirmynd
í körfunni.
Draumur um atvinnumennsku í
körfubolta: Hef alltaf bara verið
spenntust fyrir því að spila hér á Ís-
landi þó það væri auðvitað ævintýri að
fara út þá veit ég ekki hvort ég gæti
farið frá elsku Íslandi.
Landsliðsdraumar þínir: Komast í A-
landsliðið.
Hvað einkennir góðan þjálfara: Skipu-
lag, mannleg samskipti, áhugi og
metnaður.
Besti söngvari: Queen B! (Beyoncé).
Besta hljómsveit: Spice girls.
Besta bíómynd: Klárlega, The Heat.
Besta bók: Sjálfstætt fólk.
Besta lag: Halo með Beyoncé.
Uppáhaldsvefsíðan: Örugglega face-
book.
Uppáhaldsfélag í enska boltanum:
Liverpool.
Uppáhalds erlenda körfuboltafélagið:
Boston Celtics var alltaf uppáhalds lið-
ið mitt en hef lítið verið að fylgjast
með NBA svo hef ekkert sérstakt
uppáhalds lið.
Nokkur orð um núverandi þjálfara-
teymi: Skipulag, metnaður, agi.
Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd-
ir þú gera: Minnka harpix notkun eins
og hægt er, þetta er út um allt. Einnig
að allir ættu að bera jafn mikla virð-
ingu fyrir öllum iðkendum í Val sama
hvort að þeir æfi körfubolta, fótbolta
eða handbolta.
Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar-
enda: Flottust, færð ekki svona flotta
aðstöðu annars staðar á landinu.
Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu
árum: Halda áfram að gera góða hluti
og gera körfuna sýnilegri.
Hvernig finnst þér að hægt sé að auka
jafnrétti hjá Val milli kynja: Fá
sömu hlutina eins og t.d. klæðnað og
auglýsingar fyrir leiki, karlaleikir eru
oftast meira auglýstir.