Valsblaðið - 01.05.2014, Síða 53
Starfið er margt
Dagana 11.–22. ágúst 2014 var hand-
boltaskóli Vals starfræktur en það er
komin hefð á að síðustu 2 vikurnar fyrir
skóla mæti yngri flokka leikmenn Vals
og byrji tímabilið fyrr. Leikmenn í 5. og
4. flokki mæta ávallt mjög vel og nýta
tækifærið að fara í handbolta í lok sum-
arsins. Einnig er komin góð hefð á að
leikmenn úr öðrum félögum mæti og taki
þátt og er það hið besta mál, sem dæmi
voru í ár þrír leikmenn frá KR, 2 frá HK,
2 frá Haukum og einn frá ÍBV.
Fyrir hádegi voru 6. og 7. flokkur frá
kl. 9.00–12.00 (krakkar fæddir 2003–
2006) og þar voru um 35 krakkar en oft
höfum við verið með um 50–60 krakka
fyrir hádegi og það skrifast kannski á að
við hefðum mátt auglýsa námskeiðið fyrr
og betur. Eftir hádegi var skólanum tví-
skipt, 4. fl (1999–2000) voru frá kl.
12.30–14.00 og 5. flokki (2001–2002)
voru frá kl. 14.30–16.00. Þarna voru um
60 krakkar og því um 90 iðkendur í skól-
anum í ár sem verður að teljast jákvætt
og gaman að sjá hve margir unglingar
nýta sér þetta tækifæri.
Skólastjóri í ár var Óskar Bjarni Ósk-
arsson og leiðbeinendur Ágústa Edda
Björnsdóttir yfirþjálfari félagsins, Guð-
mundur Hólmar Helgason fyrirliði mfl.
karla í handbolta, Tanja Geirmundsdóttir,
Margrét Vignisdóttir, Alexander Jón
Másson og Jón Freyr Eyjólfsson. Margir
gestir kíktu við og var Ólafur Stefánsson
með fyrirlestur, Kári Kristján, Stephen
Nielsen, Orri Freyr Gíslason, Maríja Mu-
gosa mætu í heimsókn sem dæmi. Skól-
inn gekk vel fyrir sig í ár og þetta er orð-
in góð og mikilvæg hefð.
Óskar Bjarni Óskarsson skóla
stjóri handboltaskólans tók saman.
Fjölsóttur
handboltaskóli
Vals í ágúst
Flugeldasala
Vals
hlíðarenda
OPNUNARTÍMI
28. des. kl. 16–22
29. des. kl. 16–22
30. des. kl. 14–22
31. des., gamlársdag kl. 10–16