Valsblaðið - 01.05.2014, Síða 32

Valsblaðið - 01.05.2014, Síða 32
32 Valsblaðið 2014 ná hallalausum rekstri á ný og var allt aðhald aukið til mikilla muna í öllum rekstri, nema að reynt var að skerða sem minnst starfsemi barna- og unglinga- sviðs. Þessu markmið var náð árið 2013 en þá varð nokkra milljóna hagnaður á ný af rekstri Vals fyrir afskriftir og niður- færslu skulda. Áhugaverðir tímar framundan hjá Val Framundan eru mjög áhugaverðir og ekki síst mikilvægir tímar, tímar sem fela í sér mikla möguleika fyrir Val og geta ef allt gengur upp orðið til þess að gera Knattspyrnufélagið Val að öflugasta íþróttafélagi landsins. Valur er og á að vera framsækið íþróttafélag og því þarf á hverjum tíma að hugsa um metnaðarfulla uppbyggingu á svæðinu. Að mínu mati er mest aðkallandi að bæta aðstöðu til knattspyrnu yfir vetrarmánuðina en það er framkvæmd sem þolir ekki frekari bið. Einnig er stefnt er að því að bygging nýs gervigrasvallar sem þegar hefur verið samið um við Reykjavíkurborg og þar á eftir bygging knatthúss verði næstu stóru framkvæmdirnar á Hlíðarenda auk þess sem grassvæði verður stækkað. Gaman er að geta þess að Valur hefur nú yfir að ráða tæpum 90.000 m2 lands til íþrótta- iðkunar eða stærra landi en nokkurn tím- ann fyrr. Ég vil einnig minnast á að það er búið að stofna stýrihóp sem hefur það mikilvæga verkefni að halda utan um og eftir atvikum skipuleggja þær miklu framkvæmdir sem framundan eru á fé- lagssvæði Vals. Stofnun sjálfseignar- stofnunarinnar Hlíðarendi var að mínu mati mjög heilldrjúgt skref fyrir Val. Til- gangurinn með henni er m.a. að halda Það var bæði erfið og létt ákvörðun að láta af formennsku í Val eftir samtals 28 ára stjórnarsetu, þar af fimm ár sem formaður og tíu ár sem varaformaður. Áður sat ég í stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins og í tengslum við það starf átti ég sæti í stjórn KKÍ um nokkurt skeið Í gegnum starfið á Hlíðarenda hef ég fengið að fylgjast með og hafa áhrif á mikla framfara- og uppbyggingartíma í sögu Vals. Ekki síst það ferli sem hófst með hugmyndum um breytta landnýt- ingu á svæðinu og sölu lands upp úr árinu 2000. Þau áform urðu til þess að unnt var að leysa Val úr fjötrum skulda sem voru að sliga félagið á þeim tíma eins og reyndar mörg önnur félög. Einn- ig kemur upp í hugann glæsileg upp- bygging íþróttamannvirkja, s.s. stórbætt félagsaðstaða og íþróttahús, endurbygg- ing á gamla íþróttahúsinu og bygging glæsilegs knattspyrnuvallar, gervigras- vallar o.fl. Allar þessar stórhuga fram- kvæmdir hafa svo m.a. leitt til þess að nú æfa fleiri börn og unglingar íþróttir undir merkjum Vals en áður en iðkendum hef- ur fjölgað á hverju ári frá því að nýtt íþróttahús og keppnisvöllur var tekinn í notkun árið 2007. Ekki má gleyma 100 ára afmælisárinu 2011 og þeim mikla undirbúningi sem stór hópur Valsmanna tók þátt í. Afmæl- ishátíðin, útgáfa bókarinnar Áfram hærra, sögusýningin og fjölmargir við- burðir allt afmælisárið eru mér ofarlega í huga. Að lokum má ég til með að nefna þá ánægjulegu stund þegar Valur náði því takmarki að hljóta útnefningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, í öllum greinum sem er fátítt en það er mikil viðurkenn- ing á því uppeldisstarfi sem er til staðar á Hlíðarenda. Í gegnum árin hefur rekstur og rekstr- arumhverfi íþróttafélaga gengið upp og ofan og fór Valur ekki varhluta af krepp- unni sem reið yfir þjóðfélagið 2008. Næstu ár þar á eftir voru okkur erfið fjár- hagslega þar sem við misstum okkar stærsta og besta samstarfsaðila, aðrir stórir stuðningsaðilar minnkuðu verulega stuðning sinn við félagið. Borgin var þar ekki undanskilin þó að á þeim tíma hafi verið nýfrágenginn samstarfssamningur til þriggja ára. Á sama tíma reyndi fé- lagið að taka upp og endursemja um þær skuldbindingar sem Valur var bundinn af og flestir viðsemjendur tóku því vel en því miður ekki allir. Á þessum tíma settu menn sér metnaðarfull markmið um að Eftir Hörð Gunnarsson fyrrverandi formanns Knattspyrnufélagsins Vals Horft um öxl eftir hartnær 30 ár að Hlíðarenda Ómar Ómarsson formaður handknatt­ leiksdeildar og Hörður Gunnarsson hampa einum af fjölmörgum bikurum Vals í handbolta kvenna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.