Valsblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 33

Valsblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 33
Valsblaðið 2014 33 Starfið er margt Fjölga þarf félögum og virkum sjálfboðaliðum og stuðningsmönnum Starfið framundan þarf hér eftir sem hingað til að snúast um að efla barna- og unglingastarfið sem og afrekssvið félags- ins. En gildi þess að eiga öflugan hóp stuðningsmanna er ómetanlegt. Við meg- um ekki gleyma því starfi sem snýr að almennum félagsmönnum, foreldrum, stuðningsmönnum í Val og íbúum í hverfinu okkar. Starfið á Hliðarenda á að snúast um fjölbreytt og gefandi innra starf þar sem fólk getur fundið áhuga sínum og starfskröftum farveg. Til að standa undir og takast á við það um- fangsmikila starf sem fram fer á vegum Vals á degi hverjum þurfa fleiri að gefa kost á sér til starfa svo að efla megi gott starf enn frekar. Að auki vil ég biðla til félagsmanna að þeir gerist fullir meðlim- ir í félaginu með því að greiða árlegt félagsgjald en því miður verður að segj- ast eins og er að allt of fáir félagsmenn greiða félagsgjald og eru því í raun ekki fullgildir félagsmenn. Þetta er eitthvað sem við verðum að laga og hver og einn Valsmaður verður að finna hjá sjálfum sér þörfina á að leggja sitt að mörkum. Gefandi starf í Val Í gegnum árin hef ég eignast hér á Hlíð- arenda marga góða vini og félaga. Fyrir það ber að þakka á tímamótum sem þess- um. Ég og fjölskyldan höfum átt ófáar ánægjustundir með Valsmönnum. Ég ber hlýjan hug til allra Valsmanna og vonast til að geta lagt félaginu lið um ókomin ár. Ég vil að lokum þakka öllum félögum mínum og vinum á Hlíðarenda fyrir gott og gefandi samstarf á liðnum árumum og áratugum. stóðu til sem mér finnst mjög miður. Í gegnum vinnu sem þessa gefst félags- mönnum tækifæri til að viðra skoðanir sýnar og móta framtíð félagsins og finna sér vettvang í gefandi félagsstarfi. Framtíðin er björt á Hlíðarenda en við megum ekki festast í því að horfa bara á titla og sigra þegar starf með börnum og unglingum er annars vegar. Virkni og líð- an – gleði og samstaða eru þættir sem aldrei má gleyma að skipta sköpum í starfi með börnum og unglingum. Því var athyglisvert og ánægjulegt að sjá nið- urstöðu úr ánægjuvog sem framkvæmd var af HR að tilstuðlan ÍBR hjá iðkend- um sem voru nemendur í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla. Spurt var hversu ánægðir þeir voru með félagið sitt, þjálf- ara og það umhverfi sem þeim var boðið uppá. Ekki var síður gleðilegt að sjá að ánægja þeirra hafði aukist frá fyrri könn- un og stelpur í Val voru ánægðastir allra iðkenda á landinu með félagið sitt. Betri vitnisburð um barna- og unglingastarf er vart hægt að fá. Það er því mikilvægt að við höldum áfram að huga vel að iðkend- um sem fyrir eru og fjölga þeim með markvissum hætti. Það er vitað að þeir krakkar sem stunda reglulega íþróttir velja sér oftar en ekki jákvæðan lífsstíl þannig að ábyrgð okkar er mikil þegar kemur að því að viðhalda áhuga þeirra og virkni. Því fannst mér það mjög ánægjuleg stund á síðasta aðalfundi þeg- ar fest var í lög félagsins að á aðalfundi félagsins skyldi kosin formaður og stjórn barna- og unglingaráðs eins og um hverja aðra deild í félaginu væri að ræða. Formaður ráðsins á nú sæti í aðalstjórn ásamt öðrum formönnum deilda. Með þessu móti er starfsemi sviðsins komin nær stjórn félagsins eins og vera ber hjá félagi sem vill halda uppi öflugu uppeld- isstarfi. utan um, byggja upp, varðveita og við- halda fasteignum félagsins. Einnig lóð- um og hlutdeild Vals í Valsmönnum hf. Með þessu fyrirkomulagi er tryggt, eins og unnt er, að haldið sé sem best utan um eignir Vals jafnframt því að aðskilja rekstur eigna Vals frá daglegum rekstri íþróttafélags. Það má heldur ekki láta undir höfuð leggjast að sinna viðhaldi á fasteignum félagsins en á þeim er mjög mikið álag en gera má ráð fyrir að allt að 200.000 manns heimsæki Hlíðarenda á hverju ári. Valsmenn hafa alltaf lagt áherslu á að standa sig vel innan vallar og ná góðum árangri og hafa undanfarin ár ekki verið nein undantekning þar á. Þegar allir meistaraflokkar félagsins leika í efstu deild sem því miður er ekki alltaf, kepp- um við um tólf titla og leikum tæpa átta- tíu heimaleiki á ári hverju. Á síðari árum var ekki óalgengt að Valur landaði tveim- ur til fjórum Íslands- eða bikarmeistara- titlum sem er frábær árangur sem öll fé- lög öfunda okkur af og full ástæða er til að gleðjast yfir. Titlar félagsins eru nú orðnir 108 sem eru fleiri titlar en nokkurt annað félag hefur unnið hérlendis. Mikill auður í öflugum stuðningsmönnum Því hefur oft verið haldið fram og það með réttu að Valur sé það félag hérlendis sem á flesta stuðningsmenn. Í því felst mikill auður og hvatning til þeirra sem standa að rekstri félagsins hverju sinni. Valur eins og önnur félagasamtök er þó ekki sterkari en þeir félagsmenn sem leggja félaginu lið hverju sinni og þar hefur skóinn kreppt að mínu mati á und- anförnum árum. Allt of fáir hafa gefið kost á sér til starfa fyrir félagið og er starfið því borið uppi af allt of fáum ein- staklingum sem oftar en ekki vinna óeig- ingjarnt og á stundum vanþakklátt sjálf- boðastörf fyrir félagið. Á afmælisárinu var efnt til málþings um framtíð Vals undir vinnuheitinu Valur á nýrri öld. Þetta var vel undirbúinn og vel sóttur fundur sem fór fram í þjóðfundarstíl. Til- gangur fundarins var að Valsmenn kæmu saman og mótuðu framtíðarstefnu félags- ins, segðu hvað þeim fyndist betur mætti fara, hvað væri vel gert og bæri að halda áfram með o.s.frv. Í lok fundar voru skipaðir 15 vinnuhópar um fjölbreytt málefni og áttu þeir að vinna að tillögu til aðalstjórnar um umbætur í hverjum málaflokki. Því miður varð þátttaka í þessari vinnu ekki eins almenn og vonir Hörður á herrakvöldi Vals 2014 með Viðari Bjarnasyni íþróttafulltrúa Vals og Jóhanni Má Helgasyni framkvæmdastjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.