Valsblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 72

Valsblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 72
72 Valsblaðið 2014 Fæðingardagur og ár: 5. mars, 1989. Nám: Ég er búin með þroskaþjálfanám í Háskóla Íslands. Kærasti: Er í sambandi með indælum dreng sem heitir Valur Ingi. Hvað ætlar þú að verða: Ég er orðin þroskaþjálfi en langar að læra meira og hef mikinn áhuga á að læra að verða stoð- tækjafræðingur. Síðan langar mig að verða Íslandsmeistari í fótbolta árið 2015. Af hverju Valur: Valur er einfaldlega besta liðið. Uppeldisfélag í fótbolta: Knattspyrnu- félag Akureyrar eða KA. Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í fótboltanum: Þeir hafa stutt mig í einu og öllu og ég gæti ekki átt betri foreldra. Pabbi minn er sjálfur grjótharður fótbolta- þjálfari og hann hefur kennt mér óteljandi mikið og mamma missir ekki af leik. Af hverju fótdbolti: Fótbolti er bara svo skemmtileg íþrótt. Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum: Ætli það sé ekki að hafa verið í yngri landsliði í handbolta og Íslandsmeistari í handbolta. Eftirminnilegast úr boltanum: Það er margt eftirminnilegt en ætli það sé ekki bara þegar ég mætti Birgit Prins á miðj- unni í leik á móti Frankfurt. Ein setning eftir síðasta tímabil: Eitt orð held ég bara: vonbrigði. Markmið fyrir næsta tímabil: Klárlega að gera betur en á síðasta tímabili og keppa um titla. Besti stuðningsmaðurinn: Systir mín er grjóthörð og peppar mig oft vel fyrir leiki. Erfiðustu samherjarnir: Það er ekkert sérstaklega gaman að lenda einn á móti Katrínu Gylfa en stelpan er með ótrúlega tækni og boltinn virðist vera fastur við hana. Erfiðustu mótherjarnir: Hugarfarið hjá manni sjálfum er kannski bara erfiðasti mótherjinn. Eftirminnilegasti þjálfarinn: Þarna verð ég að nefna hann pabba minn en við höfum átt margar góðar stundir saman í gegnum árin. Fyndnasta atvik: Það er alltaf jafn vand- ræðalega fyndið þegar maður ætlar að öskra eitthvað inn á vellinum og missir röddina við það. Ég lendi nokkuð oft í því. Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Ég verð ólétt og flyt á Kópasker en áður en það gerist þá verð ég Íslandsmeistari hérna með Val. Hvernig líst þér á yngri flokkana í fót- bolta hjá Val: Mér líst mjög vel á yngri flokkana hjá Val. Þetta eru virkilega dug- legir og flottir krakkar sem gætu orðið næstu fótboltastjörnur Íslands. Fleygustu orð:„Allir eru góðir í ein- hverju en enginn er góður í öllu“ kemur til dæmis til greina. Mottó: Komdu fram við náungann eins og þú vilt að komið sé fram við þig. Við hvaða aðstæður líður þér best: Sko, mér líður mjög vel á fótboltavellinum og svo líður mér líka mjög vel þegar ég er með góðan mat fyrir framan mig og góða tónlist í gangi. Ekki skemmir fyrir ef ég er með gott fólk í kringum mig líka. Hvaða setningu notarðu oftast: Hvað eigum við að borða? Skemmtilegustu gallarnir: Á það til að syngja texta í lögum mjög vitlaust og síðan prumpa skemmtilega góðri lykt. Fyrirmynd þín í fótbolta: Edda Garðars og Laufey Ólafs koma þarna sterkar inn og síðan hefur Alan Shearer alltaf verið fyrirmyndin mín. Draumur um atvinnumennsku í fót- bolta: Það væri gaman að geta spilað í Svíþjóð eða Noregi til dæmis. Landsliðsdraumar þínir: Það er bara fyrst og fremst að komast í landsliðið. Hvað einkennir góðan þjálfara: Ætli það sé ekki bara ástríða og metnaður fyr- ir starfinu og það að geta brugðist við óvæntum aðstæðum. Besti söngvari: Mér finnst Mugison mjög góður. Besta hljómsveit: erfið spurning, er með mjög víðan tónlistarsmekk ef hægt er að segja það. Alt J, De La Soul og Beirut. Ég fíla Skytturnar, Larry Brd, Kött Grá Pje og Forgotten Lores sérstaklega mik- ið. Besta bíómynd: Þessi spurning er líka mjög erfið en mér finnst The Green Mile mjög góð og The Shawshank Redemtion. Síðan er ég mikill aðdáandi Lord of the Rings og Harry Potter. Besta bók: Ég hef ekki lesið mér til ánægju í nokkuð langan tíma en ætli ég segi ekki Mýrin eftir Arnald Indriðason. Besta lag: Sing for the moment með Ae- rosmith, Sound of Silence með Simon and garfunkel, Logn á undan storminum með Skyttunum, Under Pressure með Queen, Oooh með De La Soul og King with out a crown með Matisyahu, 15 minutes away með Knaan. Uppáhaldsvefsíðan: Ég fer að sjálf- sögðu mikið inná Valur.is. Uppáhaldsfélag í enska boltanum: Newcastle United. Uppáhalds erlenda fótboltafélagið: Bay ern Munchen. Nokkur orð um núverandi þjálfara- teymi: Þeir hafa báðir mikinn metnað og mikla kunnáttu og það líst mér vel á. Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd- ir þú gera: Ég myndi byggja innanhúss- aðstöðu og ráða Alan Shearer sem sér- legan ráðgjafa félagsins. Síðan myndi ég fá Sir Alex Ferguson inn í starfið á ein- hvern hátt. Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu árum: Ég myndi vilja sjá bæði kvenna- og karlaliðið fara að vinna titla og einnig myndi ég vilja aukið jafnrétti. Hvernig finnst þér að hægt sé að auka jafnrétti hjá Val milli kynja: Ef ég ætti að nefna dæmi um eitthvað þá væri til dæmis hægt að gæta þess að liðin fái jafnan aðgang að aðalvellinum. Það væri einfalt að laga það. Framtíðarfólk Vantar inniaðstöðu fyrir fótboltann Laufey Björnsdóttir er 25 ára og leikur knattspyrnu með meistaraflokki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.