Valsblaðið - 01.05.2014, Qupperneq 57
Framkvæmdir við 600 íbúða hverfi hefjast að Hlíð-
arenda að öllum líkindum innan tíðar. Uppbygging á
svæðinu hefur verið í bígerð frá árinu 2005. Samhliða
uppbyggingunni verður ráðist í breytingar á íþrótta-
svæði Vals að Hlíðarenda, með tilfærslu á gervigras-
velli, fjölgun æfingavalla og byggingu knatthúss í
hálfri stærð.
Byggt á vinningstillögu Graeme Massie
Útfærsla deiliskipulags Hlíðarenda byggir á vinningstillögu
Graeme Massie í samkeppni um nýtt skipulag fyrir Vatnsmýr-
ina frá árinu 2008. Markmið skipulagsins er að skapa hverfi með
borgarbrag, með randbyggð, stórum sameiginlegum inngörðum
og iðandi mannlífi. Fjölbreytni ríkir í byggingarstílnum, hvergi
verða tvö eins hús hlið við hlið. Jafnframt eru húsin misjafnlega
há, frá þremur upp í fimm hæðir. Skilyrði er sett um að gróður
þeki 80% af inngörðum.
Verslun og þjónusta verða á jarðhæð við breiðgötur. Við
húsagötur verða neðstu íbúðirnar hálfri hæð yfir götu til að
tryggja næði. Bílageymslur fyrir íbúa verða undir húsum og inn-
görðum. Bílageymslur atvinnuhúsnæðis verða fyrir aftan það, til
að auðvelda lestun og losun og koma í veg fyrir truflun af völd-
um starfseminnar.
Notast við blágrænar lausnir
Hlíðarendi, líkt og Vatnsmýrin öll, er á vatnasvæði Reykjavík-
urtjarnar. Kvöð er um að ofanvatni – regni og snjó – sé skilað
ómenguðu út í jarðveginn til að koma í veg fyrir að Tjörnin og
vatnasvæði hennar hverfi. Á svæðinu verður notast við svokall-
aðar blágrænar lausnir. Gróðurþök húsa í Hlíðarenda taka við
fanvatninu, sem rennur síðan beint út í jarðveginn en ekki í nið-
urföll. Grænu þökin leiða einnig til orkusparnaðar vegna mikillar
einangrunar og minnka þar með útlosun koltvísýrings.
Fjórir Hlíðarendareitir
Byggt verður á fjórum meginbyggingarreitum og tveimur minni.
Áformað er að byggja fyrst á tveimur meginreitunum sem liggja
að íþróttasvæði Vals og því næst á tveimur minni reitunum. Á
síðarnefndu reitunum er gert ráð fyrir stúdentaíbúðum og hót-
elíbúðum auk atvinnu- og þjónustuhúsnæðis. Í deiliskipulaginu
er gengið út frá miklu samstarfi hagsmunaaðila á svæðinu.
Til að tryggja öryggi íþróttaiðkenda og gesta á svæði Vals
verður byggingarsvæðið ekki aðeins girt af, heldur verður sér-
stakur afgirtur vegur lagður fyrir umferð þungavinnutækja.
Þessi vegur verður síðan ein af húsagötunum þegar fram-
kvæmdum lýkur.
Gert er ráð fyrir allt að 16 flokkunarstöðvum fyrir sorp á
svæðinu. Stórir flokkunargámar neðanjarðar taka við úrgangin-
um og eru losaðir reglulega með því móti að þeim er lyft upp úr
jörðinni í heilu lagi. Þannig má einfalda alla sorplosun og sorp-
hirðu og draga úr kostnaði og ónæði sem fylgir þessum nauð-
synlega hluta af lífi nútímamannsins.
Hugmyndir eru uppi um að leikskóli verði í forbyggingu knatt-
hússins og geti notað það þegar ekki viðrar til útiveru, svo og
þakgarð sem verður á milli forbyggingarinnar og knatthússins.
Gert er ráð fyrir að gervigrasvöllur af hálfri stærð verði í knatt-
húsinu.
Aðspurður um fyrirhugaða uppbyggingu á Hlíðarenda seg-
ir Hörður Gunnarsson fyrrverandi formaður Vals: „Valur er
eitt sigursælasta íþróttafélag landsins og það sigursælasta þeg-
ar tekið er tillit til Íslands- og bikarmeistaratitla í meistaraflokki
karla og kvenna í þremur vinsælustu íþróttagreinum landsins
eða handknattleik, körfuknattleik og knattspyrnu. Á undanförn-
um áratugum hefur félagið einbeitt sér að starfi í þessum þrem-
ur íþróttagreinum með öflugu starfi. Valur er félag með ríka hefð
fyrir sigurvilja, aga, dugnað og heilbrigði. Að Hlíðarenda vinna
allir að sama marki, þ.e. að halda merki Vals hátt á lofti um
ókomna framtíð með einkunnarorð séra Friðriks Friðrikssonar að
leiðarljósi: „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði.“ Félagið
býður upp á góða aðstöðu til íþróttaiðkunar og afþreyingar sem
á eftir að eflast enn frekar á næstu árum með byggingu nýrra
íþróttamannvirkja í samræmi við hugmyndir Vals og Reykjavík-
urborgar. Þegar þeim framkvæmdum verður lokið verður aðstað-
an ein hin glæsilegasta á Norðurlöndunum.“
Kynning á Hlíðarendabyggð –
Borgarsýn
Í nýlegu hefti af Borgarsýn sem Reykjavíkurborg gefur út eru kynnt
áform um uppbyggingu á Hlíðarenda og svokallaða Hlíðarendabyggð.
Í þessari umfjöllun er stuðst við þá umföllun sem þar er birt
Hörður Gunnarsson og
Brynjar Harðarson