Valsblaðið - 01.05.2014, Side 22
22 Valsblaðið 2014
Starfið er margt
Karlar
Guðmundur Hólmar Helgason, besti
leikmaður
Alexander Örn Júlíusson, efnilegastur
Konur
Kristín Guðmundsdóttir, besti leikmaður
Morgan Þorkelsdóttir, efnilegust
Framtíðin er björt
2. flokkur karla vann allt
2. flokkur karla náði frábærum árangri
með því að vinna alla þá þrjá titla sem í
boði voru. Liðið tryggði sér deildarmeist-
aratitilinn með miklum yfirburðum en
deildarmeistaratitillinn var í höfn þegar
þrjár umferðir voru eftir af Íslandsmótinu.
Í bikarkeppni HSÍ vann Valur lið
Fjölnis 34-22 í sextán liða úrslitum og
Stjörnuna í átta liða úrslitum, 41-36. Í
undanúrslitum var spilaði við FH og
vannst sá leikur með minnsta mun, 31-
30. Úrslitaleikur bikarkeppninnar var
hörkuspennandi en eftir að Valur hafði
leitt leikinn örugglega framan af leik
náði Afturelding að jafna leikinn á síð-
ustu mínútu leiksins. Valsstrákarnir voru
síðan sterkari í framlengingu og tryggðu
sér bikarmeistaratitilinn með því að
vinna leikinn, 34-33 í hreint frábærum
úrslitaleik. Sveinn Aron Sveinsson var
valinn maður leiksins af mótshöldurum.
Í átta liða úrslitum Íslandsmótsins vann
Valur lið Stjörnunnar 28-26 og í undanúr-
slitum voru Akureyringar lagði af velli,
27-21. Úrslitaleikur mótins var síðan á
móti Haukum og vannst hann auðveldlega
34-25 og þar með þriðji titillinn í hús.
Besti leikmaður flokkins var valinn Aex-
ander Örn Júlíusson og þá var Ýmir Örn
Gíslason valinn efnilegasti leikmaðurinn.
deildar. Hrafnhildi er þakkað sérstaklega
fyrir sitt framlag um leið og okkur hlakk-
ar til að sjá hana á hliðarlínunni.
Handknattleiksdeild Vals Þakkar Stef-
áni Arnarsyni fyrir gott samstarf sem
þjálfara meistaraflokks kvenna. Stefán
hefur náð stórkostlegum árangri með
Valsliðið á síðustu árum og sannað sig
sem einn allra besti þjálfari landsins. Ár-
angur hans með Val hefur verið hreint
ótrúlegur en liðið varð Íslandsmeistari
þrjú ár í röð 2010, 2011, 2012 og síðan
kom síðasti titillinn 2014 þegar liðið
varð Islandsmeistari í fjórða sinn á síð-
ustu fimm árum. Valsliðið varð deildar-
meistari fjögur ár í röð, árin 2010–2013
en lenti í 2. sæti í ár. Liðið varð bikar-
meistari 2012, 2013 og 2014. Samtals
sautján titlar á þeim sex árum þegar allt
er talið. Við þökkum Stefáni kærlega fyr-
ir samstarfið og óskum honum velfarn-
aðar á nýjum vettvangi.
Þjálfarar: Stefán Arnarson og Óskar
Bjarni Óskarsson
Sjúkraþjálfari Valgeir Viðarsson
Liðstjóri Hulda Steinunn Steinsdóttir
Á uppskeruhátíð meistaraflokks karla
og kvenna voru verðlaunaðir þeir leik-
menn sem sköruðu fram úr á tíma-
bilinu.
raunin og allt í járnum og jafnt í einvíg-
inu.
Þá var það hreinn úrslitaleikur í Mýr-
inni og bæði lið gáfu allt í sölurnar,
nokkuð jafn leikur en Valsstúlkur leiddu
mestan hluta leiksins, leynivopnið okkar
Sigurlaug Rúna Rúnarsdóttir kom inn
með reynslu og reyndist erfitt fyrir
Stjörnustúlkur að finna eitthvað um hana
fyrir leikina þar sem það er víst einungis
til á VHS spólum og setti hún fjögur
mörk á mikilvægu augnabliki. Leikurinn
endaði 20-23 og Íslandsmeistaratitill í
höfn. Þess má geta að við misstum
nokkra mikilvæga leikmenn í meiðsli á
tímabilinu, Ragnhildi Rósu, Írisi Ástu og
Hrafnhildur Skúladóttir spilaði sárþjáð
alla úrslitakeppnina með gallsteina.
Símabikarinn
Í Coca Cola bikar kvenna fórum við alla
leið í úrslit og voru spiluð fjögurra liða úr-
slit í höllinni líkt og árið áður. Í 8 liða úr-
slitum mættum við liði ÍBV og vannst sá
leikur 27-20, næst fengum við lið Hauka
og unnum þann leik 21-25 í höllinni og
þar með komin í úrslitaleik. Þar mættum
við liði Stjörnunnar og ætluðu okkar
stelpur ekki að láta í minni pokann og
unnu sannfærandi sigur 19-24 og Síma-
bikarmeistarar 2014 og þriðja árið í röð.
Annars gott ár á enda þar sem þrír titl-
ar af fimm mögulegum komu í hús.
Fyrirliði og íþróttamaður Vals 2009
Hrafnhildur Skúladóttir lagði skóna á
hilluna í maí og mun snúa sér að öðrum
verkefnum innan félagsins, sem snúa að
þjálfun yngri iðkenda handknattleiks-
Íslands, deildar og bikarmeistarar 2. flokks karla í handknattleik 2014. Efri röð frá
vinstri. Ragnar Óskarsdon, Sturla Magnússon, Bjartur Guðmundsson, Geir Guð
mundsson, Alexander Örn Júlíusson, Daníel Ingason, Baldvin Fróði Hauksson, Kári
Elísson, Daníel Andri Valtýsson, Ýmir Örn Gíslason, Maksim Akbachev, Benedikt
Óskarsdon og Heimir Ríkarðsson. Neðri röð. Stefán Pétur Gunnarsson, Helgi Karl
Guðjónsson, Sveinn Aron Sveinsson, Fjölnir Georgsson, Kristján Ingi Kristjánsson og
Valdimar Sigurðson.
Fjáröflun á heimaleik
fyrir keppnisferð.
Sigurður Ásbjörnsson er
einn fjölmargra sjálf
boðaliða í Val og situr m.a. í
ritnefnd Valsblaðsins.