Valsblaðið - 01.05.2014, Page 105

Valsblaðið - 01.05.2014, Page 105
Valsblaðið 2014 105 Ungir Valsarar Fæðingardagur og ár: 15. nóvember 1995. Nám: Nemandi í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Kærasta: Rakel Sigurðardóttir. Hvað ætlar þú að verða: Atvinnumaður í handbolta. Af hverju Valur: Virkilega flott félag, frábær aðstaða og frábærir einstaklingar hérna, síðan var pabbi Valsari þannig ég varð að prófa. Uppeldisfélag í handbolta: Haukar. Frægur Valsari í fjölskyldunni: Pabbi gamli, Ingi Rafn og afi heitinn, Jón Breiðfjörð. Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í handboltanum: Frábærlega tel mig mjög heppinn að hafa þau til staðar, skutluðu mér alltaf á æfingar, mættu að hvetja, splæstu á það sem vantaði og svo er pabbi alltaf tuðandi um hvað ég mætti gera betur inn á vellinum sem hefur hjálpað mikið. Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl- skyldunni: Sennilega pabbi í nánustu fjölskyldunni en annars er það frændi minn fótboltamaðurinn Gylfi Þór Sig- urðsson. Af hverju handbolti: Var á tímabili í bæði hand- og fótbolta en fannst svo handboltinn miklu skemmtilegri. Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum: Íslandsmeistari með 4. flokki Hauka í fótbolta, valinn á úrtaksæfingar í U-15 í fótbolta sem markmaður. Eftirminnilegast úr boltanum: Þegar við unnum þrennuna í 2. flokki á síðasta tímabili. Ein setning eftir síðasta tímabil: Heilt yfir flott, sérstaklega frábær árangur hjá okkur í 2.flokki að taka allt sem var í boði. Markmið fyrir þetta tímabil: Koma mér í stand handboltalega séð eftir nokk- ur meiðslaár en fyrir fjórum árum lær- brotnaði ég fyrst og sleit síðan krossband í fyrra. Besti stuðningsmaðurinn: Fjölskyldan kemur þar sterk inn en annars er Konni alltaf kóngurinn. Erfiðustu samherjarnir: Ætli það séu ekki Akureyrartröllin Gummi og Geiri, þeir geta orðið erfiðir á æfingum ásamt því að Kári er ekkert lamb að leika við. Mesta prakkarastrik: Er ekki mikill prakkari en ætli það sé ekki samt þegar Alexander Örn stal bíllyklunum hans Geira og fékk mig með sér í að færa bíl- inn hans og mig minnir að Geir hafi ver- ið bíllaus í einhverja daga. Fyndnasta atvik: Verð að segja þegar að ég rann og datt í leik á mótí ÍBV í fyrra, eftir það hef ég verið reglulega kallaður Superman. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- flokki kvenna hjá Val: Held að Silla og Kristín fái að deila þessum titli. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- flokki karla hjá Val: Hrekkjalómurinn Alexander Örn Júlíusson. Hvernig líst þér á yngri flokkana í handbolta hjá Val: Rosalega vel, mikið af efnilegum leikmönnum hérna hjá Val. Mottó: „Winners never quit and quitters never win“. Við hvaða aðstæður líður þér best: Inn á vellinum að spila handbolta. Hvaða setningu notarðu oftast: Mér hefur verið sagt að ég segi oft „ég er að pæla …“. Skemmtilegustu gallarnir: Er án efa veikur fyrir súkkulaði. Fyrirmynd þín í handbolta: Klárlega pabbi en svo er Duvnjak einnig í miklu uppáhaldi. Draumur um atvinnumennsku í hand- bolta: Að spila í einni af sterkustu hand- boltadeildum heims í handbolta, Þýska- landi, Spáni og Frakklandi. Landsliðsdraumar þínir: Eignast fleiri landsleiki en pabbi. Hvað einkennir góðan þjálfara: Skipu- lagður, agaður, þjálfar liðið sem heild en segir einnig við hvern og einn hvað sé hægt að laga eða bæta o.s.frv. Besta hljómsveit: Coldplay. Besta bók: Er ekki mikill lestrarhestur en kemur ekki „bankabókin“ sterk inn? Besta lag: Homecoming með Kanye West og Chris Martin er eitt af mínum uppáhalds. Uppáhaldsvefsíðan: facebook.com, mbl.is, fotbolti.net og fimmeinn.is Uppáhaldsfélag í enska boltanum: Manchester United. Nokkur orð um núverandi þjálfara- teymi: Ekkert nema frábærir þjálfarar. Vantar hins vegar meiri upphitunarfót- bolta. Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd- ir þú gera: Sjá til þess að ísskápurinn yrði alltaf fullur af Hleðslu. Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar- enda: Algjörlega til fyrirmyndar, 4 salir, frábær lyftingaraðstaða og allt til alls hérna. Langar að eignast fleiri landsleiki en pabbi Daníel Þór Ingason er 19 ára og leikur handbolta með 2. flokki og meistaraflokki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.