Gerðir kirkjuþings - 1991, Blaðsíða 7
Og þótt aðeins hafi verið farið fljótlega yfir meginþætti þeirra viðfangsefna, sem
kirkjuþing og kirkjuráð hafa fjallað um, kemur glögglega í ljós, að þröng, svonefnd
kirkjuleg viðfangsefni, hafa alls ekki verið fyrirferðarmest, heldur hefur verið fjallað svo
til um allt, sem til heilla má horfa fyrir íslenska þjóð.
Kemur það líka vel fram í málefnaskrá, sem þegar er vitað um, að kemur til
kasta þessa kirkjuþings. En þar verður fjallað um margt það, sem kreppir að um
farsæld, svo sem hina geigvænlegu aukningu sjálfsvíga ungmenna. Og við bendum á,
hvað helst megi stemma stigu við þeim flótta frá lífi, sem hrekur ungmenni til slíkra
hörmungarverka og myrkvar hugarheim fjölmargra, en það er stuðningur við homstein
hvers þjóðfélags, þar sem er fjölskyldan og heimihð.
Og í því sambandi er vert að leggja áherslu á þýðingu hinnar nýju stofnunar, sem
hafið hefur starfsemi sína og er rekin af kirkjunni. En það er fjölskyldustofnun og hefur
aðsetur sitt hér í höfuðborginni, en mun leitast við að ná til sem flestra vítt um land,
með heimsóknum og námskeiðahaldi. Að þessari ijölskyldustofnun standa prófastsdæmin
í Reykjavík og á Kjalarnesi og í Amessýslu, auk kirkjuráðs. Getur fólk snúið sér beint
til starfsmanna þessarar þörfu stofnunar, eða prestar og opinberir aðilar veita
upplýsingar. Þótt lítt hafi verið um kynningu, eru skjólstæðingar stofnunarinnar engu að
síður orðnir þó nokkrir, sem sýnir þörf og nauðsyn fýrir þetta starf.
Þá hefur heldur ekki farið framhjá neinum, að í starfi sínu er kirkjan að leggja
grunn farsæls uppeldis með fjölbreyttri þjónustu fyrir böm og foreldra. Eru svo kallaðir
mömmumorgnar eða foreldrastundir sérstaklega vinsælir og ljölsóttir auk hins
hefðbundna bamastarfs. Hið sama á við um kirkjuskjólin, sem kirkjuþing fjallaði um í
fyrra og gerð var tilraun með hér á höfuðborgarsvæðinu. Þyrfti að auka það starf, svo
sterk þörf er fýrir slíkt, ekki síst vegna þess, að nú er það frekar regla en undantekning,
að foreldrar vinni báðir utan heimilisins.
Kjrrðarstundir í hádeginu stuðla að hinu sama og veita tækifæri til innri
uppbyggingar í friðarleit. Er þá sameinast í kirkjunum um bæn og sakramenti, en að
lokum borinn fram léttur hádegisverður. í fyrstu var farið hægt af stað, en nú mun
unnt að sækja slíkar hádegisstundir flesta virka daga vikunnar í hinum ýmsu kirkjum
höfuðborgarsvæðisins.
En að auki mun kirkjuþing fjalla um marga þá þætti, sem kirkjan má aldrei
missa sjónar á í þjónustu sinni og viðleitni til að marka stefnu. Við lítum kirkjuna þess
vegna í forystuhlutverki í samtímanum eins og hún hefur svo oft verið á liðnum öldum,
hvort heldur viljandi eða ekki verið hjá því komist.
Kirkjuþing fjallar því um manninn og stöðu hans og hvernig kirkjan getur rétt
fram hjálparhendi sína. Við tölum ekki um stjórnmál, þegar þau eru skilgreind með
flokkslegum formerkjum og litin gegnum sjóngler forystumanna flokkanna. En kirkjan
°g þeir, sem til forystu eru kvaddir í þjóðmálum þurfa að bera gæfu til að starfa saman
og styðja hver annan.
4