Gerðir kirkjuþings - 1991, Side 13
heldur er það eingöngu til marks um það takmarkaða svigrúm sem var til að færa allt
til betri vegar í einni svipan.
Afnám skerðingar á tekjustofnum þjóðkirkjunnar getur tengst því stefnumiði
ríkisstjómarinnar að auka íjárhagslegt sjálfstæði og ábyrgð kirkjunnar, sem ég vék að
á prestastefnu að Hólum á liðnu sumri.
Af þeim veraldlegu úrlaunarefnum sem ríkið og þjóðkirkjan þurfa að greiða úr
sameiginlega munu jarðamál vera sýnu flóknust. Eru þar stór álitaefni sem lengi hafa
vafist fyrir mönnum og ólíkum sjónarmiðum verið telft fram. Eg tel að nú sé tími til
kominn að leiða þau álitaefni til lykta.
Um nokkurra ára skeið hefur legið fyrir fyrri hluti álits kirkjueignanefndar, sem
skipuð var af kirkjumálaráðherra 1982.
Þar er fjallað um hver staða kirkjueigna hafi verið, og sé nú, að lögum. Nú er
von á síðari hluta álitsins, sem er afrakstur könnunar á því hverjar kirkjueignir hafi
verið á fyrri tíð og til þessa dags.
✓
I fyrri hluta álitsgerðarinnar er fjallað um ráðstöfun á kirkjueignum frá fyrri
öldum og fram á okkar daga. En hin mililvæga lögfræðilega niðurstaða er sú, að þær
jarðeignir sem kirkjur hafi átt, og eigi hafa verið seldar frá þeim með lögmætri heimild
eða gengið frá þeim með öðrum sambærilegum hætti, séu enn kirkjueignir.
Þessi niðurstaða er afrakstur mikillar vinnu vísustu manna á þessu sviði. Páll
Sigurðsson, prófessor, hefur verið formaður nefndarinnar, en aðrir nefndarmenn þeir
Sigurbjörn Einarsson, biskup, séra Þórhalldur Höskuldsson, Allan V. Magnússon,
borgardómari, og loks Benedikt Blöndal, hæstaréttardómari, sem nýlega er látinn.
Verður ekki undan því vikist að kanna hvemig hægt sé að bregðast við þessari
niðurstöðu og skipa málum til frambúðar að því er þetta álitaefni varðar.
Kirkjueignanefnd tekur ekki af skarið um hvernig skuli farið með þær
kirkjueignir sem ekki hefur verið ráðstafað. Nefndin nefnir eigi að síður nokkra
möguleika eða kosti sem hún telur að komi til álita. Þar á meðal að ríkisvaldið afsali
sér öllum umráða og ráðstöfunarrétti yfir kirkjujörðum. Hvort sem sú leið yrði
framkvæmd til hins ítrasta, með einhverjum afbrigðum eða að hluta er ljóst að Róm
verður ekki byggð á einum degi. Til dæmis er mér tjáð að samkvæmt síðari hluta
álitsins sem brátt sér dagsins ljós, séu umræddar jarðir um 400 talsins.
Samhliða umfjöllun um jafn viðamikið mál sem þetta hlýtur að teljast, er
óhjákvæmilegt að kirkjan öðlist aukið fjárhagslegt sjálfstæði og taki á sig aukna ábyrgð
og meiri skyldur í þeim efnum. Þar nefni ég til að mynda prestsbústaði, byggingu þeirra,
rekstur og viðhald.
Fyrsta skrefið ætti að vera það að ríkið annars vegar og þjóðkirkjan hins vegar,
skipi menn af sinni hálfu sem fái það verkefni að ná samkomulagi um það fyrir hönd
hvors aðila, hver skuli vera á grundvelli álits kirkjueignanefndar framtíðarskipan
kirkjueigna í landinu á komandi tíð og hverjar skyldur kirkjan tekur á sig þar á móti.
10