Gerðir kirkjuþings - 1991, Síða 91
1.
4. gr.
Prófastar og prestar, sem ábyrgð hafa á prestakalli innan hvers kjördæmis, svo
og farprestar og aðstoðarprestar, kjósa úr sínum hópi einn kirlquþingsmann fyrir
kjördæmið og tvo varamenn.
2. Kennarar Guðfræðideildar Háskóla íslands, sem eru í föstum embættum eða
störfum (prófessorar, dósentar, lektorar), enda séu þeir guðfræðikandidatar,
kjósa einn kirkjuþingsmenn úr sínum hópi og tvo til vara.
3. Guðfræðingar og prestar,sem eru fastráðnir til sérstakra verkefna innan
Þjóðkirkjunnar án þess að bera ábyrgð á prestakalli, svo og fastráðnir starfsemnn
Biskupsstofu, rektor Skálholtsskóla og forstöðumaður Löngumýrar, enda séu þeir
guðfræðingar, kjósa einn kirkjuþingsmann úr sínum hópi og tvo til vara.
5. gr.
Sóknarnefndarmenn og safnaðarfulltrúar hvers kjördæmis kjósa úr sínum hópi einn
kirkjuþingsmenn og tvo til vara.
6. gr.
í hveiju kjördæmi er kjörstjórn, sem skipuð er þremur mönnum, kjömum á héraðsfundi
( héraðsfundum) til fjögurra ára í senn, og skal að jafnaði einn vera löglærður. Þar
sem tvö prófastsdæmi eru í kjördæmi, kýs héraðsfundur þess, sem fjölmennara er, tvo
fulltrúa í kjörstjórn. Þar sem þrjú prófastsdæmi eru í kjördæmi, kýs héraðsfundur hvers
þeirra einn fulltrúa í kjörstjórn.
Varakjörstjórnarmenn skulu kjörnir með sama hætti og aðalmenn. Kjörstjórnir kjósa
sér formann og skipta að öðru leyti með sér verkum.
7. gr.
Kjörstjórn semur kjörskrá í byrjun þess árs, sem kjósa skal. Á hún að liggja frammi í
fjórar vikur í hverju prófastsdæmi hjá kjörstjómarmönnum eða öðrum þeim stað eða
stöðum, sem kjörstjórn ákveður, eftir því sem nánar segir í auglýsingu kjörstjórnar.
Hún úrskurðar kærur út af kjörskrá og gengur endanlega frá henni.
8. gr.
1. Það ár, sem kjósa skal til kirkjuþings, skulu kosningar fara fram fyrsta laugardag
í júní, sem ekki ber upp á laugardag fyrir hvítasunnu. Skal þá kosið viku síðar.
Kjörstjórn ákveður kjörstað og sér að öðru leyti um framkvæmd kosninganna.
Þar sem fleiri en eitt prófastsdæmi eru í kjördæmi, er heimilt að skipta kjördæmi
í kjördeildir. Skulu þá vera sérstakar undirkjörstjómir í kjördeildum, skipaðar
þremur mönnum, kjörnum af viðkomandi héraðsfundi eða héraðsnefnd.
88