Gerðir kirkjuþings - 1991, Blaðsíða 259
Og viö erum því aldrei smá og ekki þröngsýn, þegar viö látum röddina hans hljóma og
orðin hans berast að eyrum annarra. Viö erum til þess eins kölluö á kirkjuþingi að
vinna honum í starfí okkar, umíjöllun og vonum tengdum verkefnum. Og meira en það,
svo eigum viö áfram aö þjóna, áfram að skilja hlutverk okkar, þegar við erum horfin
héðan og fundi slitið við síðasta hljóm bjöllunar, sem Gyða og Ottó gáfu biskupi til að
nota á vettvangi kirkjulegra funda.
Og um leið og ég þakka ykkur, þingfulltrúar og starfsfólk góða daga, þá bið ég
um það, að hljómur bjöllunnar á kirkjuþingi megi fylgja ykkur. Ekki eins og þegar við
greindum hann kreíjandi, er fundi skyldi framhaldið og horfíð frá kaffi, heldur mildan
en ákveðinn, eins og ég sé fyrir mér Drottin minn og Guð minn. Ég þakka honum
mildi hans, án hennar væri ég illa kominn. En ég þakka honum líka ákveðni hans, af
því að án hennar væri veröld illa komin, ef svo væri látið sem ekkert skipti máli og allt
væri jafnsatt og jafnrétt.
Ég bið ykkur blessunar í starfi ykkar, hvort heldur er beint fyrir söfnuð og
kirkju, eða í verkefnum daganna öðrum. Og bið um það helst, að þar megi allt saman
renna í þjónustu við lífið í fylgd lífsins herra, eins og ég þrái, að við fáum einum huga
metið hvert annað og leitast við að skilja hvert annað. Ekki aðeins þá næst við komum
hér saman, ef Guð lofar, heldur í lífi öllu og á hvaða vettvangi þess, sem er.
Guð blessi kirkju íslands, kirkjuþing og allar stofnanir og söfnuði. Guð blessi okkur öll
í Jesú nafni.
Tuttugasta og öðru kirkjuþingi höldnu 1991 er slitið.
256