Gerðir kirkjuþings - 1991, Qupperneq 105
Finnland hefur sérstöðu meðal Norðurlanda hvað snertir samband ríkis og
kirkju og er því samanburður hvað snertir veitingu prestsembætta ekki raunhæfur.
Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins
Um 1. gr.
í greininni er mörkuð sú stefna, að ávallt skuh auglýsa laus prestaköll og er
ekki gerður sá fyrirvari, sem er í 1. gr. núgildandi laga, að ekki þurfi að auglýsa
prestakall, ef prestur er kallaður til embættis.
Hefur heimild til köllunar verið breytt þannig að köhun getur átt sér stað undir
vissum kringumstæðum eftir að prestakall hefur verið auglýst, sbr. 6. gr. frv.
Túlkun 1. gr. laga nr. 44/1987, hefur valdið vafa í framkvæmd, þar sem
sumir hafa túlkað orðalag hennar á þá leið, að köllun sé "primær" á undan
auglýsingu. Með tillöguninni er þeim vafa útrýmt.
Um 2. gr,
Samkvæmt greininni skulu prófastar áfram hafa umsjón með vali kjörmanna
á sóknarpresti. Er gert ráð fyrir að biskup sendi, eftir að umsóknarfrestur er liðinn,
próföstum allar umsóknir um prestakallið. Ekki er gert ráð fyrir, að biskup semji
skýrslu um aldur, nám og starfsferil umsækjenda til að leggja fyrir kjörmannafund
eins og er samkvæmt 2. gr. núgildandi laga. Þykir eðlilegt að umsækjendum sé gert
að gefa upplýsingar um þessi atriði í umsóknum sínum. Auk þess er gert ráð fyrir,
að kjörmenn geti óskað umsagnar sérstakrar nefndar um umsækjendur, sbr. 3. gr.
frv.
Samkvæmt lagaákvæðinu skal auglýsa hverjir hafi sótt um prestakall áður
en val fer fram. Þetta hefur ekki verið lögfest áður, en hefur yfirleitt tíðkast í
framkvæmd. Þykir eðlilegt, að sóknarbörn fái vitneskju um umsækjendur áður en
val fer fram. Það er í samræmi við heimild þeirra til að óska eftir prestskosningu
eftir val og gefur þeim tækifæri til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri
við kjörmenn, sem eru fulltrúar þeirra við val.
Nýmæli er, að safnaðarfulltrúar skuli vera kjörmenn.
Um 3. gr.
Greinin er nýmæli. Felur í sér að kjörmenn, einn eða fleiri, geti óskað
umsagnar hlutlausrar nefndar um umsækjendur áður en val fer fram. Nefndin skal
meta hæfni umsækjenda til að taka við þjónustu í prestakalli með hliðsjón af
menntun þeirra og starfsreynslu. Hvorki er skylt að leita umsagnar nefndarinnar
né eru kjörmenn bundnir við niðurstöðu hennar. Umsögn nefndarinnar er ætlað
að vera leiðbeinandi fyrir sóknarnefndir og þeim til stuðnings, þegar þær telja sig
þurfa á því að halda, en borið hefur á, að sóknamefndir hafi talið sig skorta faglegt
álit til að byggja á við val. Gert er ráð fyrir, að ráðherra setji nánari reglur um
störf nefndarinnar að höfðu samráði við biskup, m.a. um rétt umsækjenda til að
kynna sér umsagnir.
102