Gerðir kirkjuþings - 1991, Qupperneq 204
þjóðkirkjunnar skuli binda trúss sitt við hugmyndir sem ganga í grundvallaratriðum gegn
upprisutrú kristninnar. Margt bendir til þess að fólk geri sér ekki grein fyrir raunverulegri
merkingu hugmynda af þessu tagi.
Endurholdgunarkenningin segir að maðurinn taki út gjöld afbrota sinna , eða njóti ávaxta
góðverka sinna í fyrra lífi. Hlutskipti mannsins nú sé því bein, réttlát afleiðing fyrri gjörða
hans. Þessi kenning réttlætir því eymd og fátækt sem stór hluti mannkyns sætir nú. Þeir sem
eru bæklaðir, búa við örbirgð og eru án sjálfsbjargar eru því að taka út makleg málagjöld, og
því hrein firra að þeir sem betur mega sín finni til ábyrgðar gagnvart þeim, og rétti hjálparhönd.
Kenning af þessu tagi, sem byggir á þeirri hugmynd að guðdómurinn sé eins og ópersónuleg
miskunnarlaus vél, er í mótsögn við reynslu kristinna manna af Guði, sem af kærleika vakir
✓
yfír velferð sérhvers bams síns og berst gegn valdi hins illa. I Matteusarguðspjalli segir Jesús:
„Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“
„ ... frelsa oss frá illu ...“ segjum við kristnir menn í Faðirvorinu. Skyldu þeir sem aðhyllast
endurholdgunarkenningu gera sér grein fyrir því að hún felur óbeint í sér réttlætingu á
illskunni í heiminum. ?
Það er brýnt að söfnuðir þjóðkirkjunnar finni vettvang og efni til umræðu um trú,
trúarhugmyndir og lífsskoðanir í formi fræðslufunda, biblíulestra og námskeiða, þannig að
þjóðkirkjufólk þurfi ekki að velkjast í vafa um hvað eru kristnar hugmyndir og hvað ekki, og
geti því fótað sig í þeim aragrúa lausnarleiða er nú bjóðast. Nefna má, að nú í haust hóf starf
sitt leikmannaskóli kirkjunnar, í samvinnu Fræðsludeildar Biskupsstofu og Guðfræðideildar
Háskóla íslands. Þá er einnig nauðsyn að finna fleiri leiðir til þess að fólk geti fundið sig „eiga
heima“ í helgihaldi kirlqunnar, lika þeir sem ekki eru kirlquvanir.
Ekki er svo að tilvist nýtrúarhópa sé ógn við framtíð kristni og kirkju í þessu landi. Engu að
síður er hér á ferðinni aðvörun og áskorun til hugsandi kristinna manna, um að kirkjan gæti að
fræðsluskyldu sinni og leiti leiða til að gera helgihaldið aðlaðandi og áhugavert, þannig að þessi
orð Drottins Jesú Krists úr Jóhannesarguðspjalli verði þeim þegnum kirkjunnar, sem annað
hvort leita ekki, eða fást nú við hindurvitni og hjátrú, lifandi sannleikur í hjarta: „Sannlega,
sannlega segi ég yður: Hvað sem þér biðjið föðurinn um í mínu nafni, mun hann veita yður.
Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögnuður
yðar verði fullkominn.“ (Jn. 14.23)
201