Gerðir kirkjuþings - 1991, Síða 203
Greinargerð
Það hefur ekki farið framhjá neinum, að hreyfingar sem kalla má einu nafni nýtrúarhreyfingar,
en fylgismenn kalla gjaman nýaldarhreyfingu, hafa verið áberandi í íslensku samfélagi að
undanfömu. Miðað við þær lífsskoðanir og hugmyndir sem birtast í þessari hreyfingu er þó
óhætt að segja að þar er fátt nýtt á ferð: kenningar um guðlegt eðli mannsins, marglífi sálar
(endurholdgun), stjömuspádómar og trú á handleiðslu framliðinna, svo dæmi séu tekin, er
ekkert nýtt. Allt þetta hefur verið til staðar um aldir. Það sem kann að vera nýtt í sambandi við
þessar hugmyndir er, að fólk sem starfað hefur við fjölmiðla hefur nýtt aðstöðu sína til að koma
þessum hugðarefnum sínum á framfæri. Þá hefur markaðssetning þessara hugmynda verið
markviss.
Það er ekki markmið kirkjuþings með vamaðarorðum sínum að gera Ktið úr því fólki sem leiðir
nýtrúarhreyfingamar, og enn síður að tala niður til þeirra sem hafa laðast að þeim hugmyndum
sem em þar í boði og verða að teljast vafasamar út frá krismu sjónarmiði. Það er hins vegar
skylda kirkjunnar að ástunda trúvörn og skýra út hvar em mörk trúar og hjátrúar, sannrar
guðsdýrkunar og skurðgoðadýrkunar, sannleika og rangfærslna.
Fram hefur komið í viðtali við stjómarmann nýstofnaðra Nýaldarsamtaka, að Jesús Kristur sé
einn meistari af mörgum. I viðtalinu segir m.a.: „Við teljum það ekki skipta neinu máli hvort
þú ferð leið Jesú Krists, Múhameðs, Búdda eða annarra meistara, ef þú aðeins klífur
píramídann, því við endum öll á sama stað.“ (Mbl. 29. september 1991). Þessi skoðun er
dæmigerð fyrir þá furðulegu sambræðslu trúarhugmynda sem er ástunduð í
nýaldarhreyfingunum. Hún lýsir einnig viðhorfi sem er í andstöðu við vitnisburð heilagrar
ritningar, og enginn kristinn maður getur samsinnt. Biblían kennir ekki að Jesús sé einn
meistari meðal margra, heldur þvert á móti; hann einn er sonur Guðs sem leið fómardauða á
krossi, reis upp frá dauðum, sigraði öfl myrkursins svo að mannkyn mætti fyrir trú á hann
frelsast frá synd og dauða. Enda segir skrásetjari Jóhannesarguðspjalls í 20. kapítula um verk
sitt: „ ... þetta er ritað til þess að þér trúið, að Jesús sé Kristur, sonur Guðs, og að þér í trúnni
eigið lff í hans nafni.“
Leitin að sannleikanum er um leið leit mannsins að sjálfum sér. En oft á tíðum getur sjálfsleit
snúist upp í sjálfsflótta. Kristin trú er ekki lífsflóttakenning. í trú á Jesúm Krist er maðurinn
kallaður til samfélags við Guð og náunga sinn. Hann er kvaddur til ábyrgðar á sjálfum sér og
gerðum sínum, hann stendur andspænis Guði sem gaf honum lífið og spyr hvemig því hafi
verið varið - í réttlæti og sannleika eða sjálfselsku og ótrúmennsku. Benda má á, að íslenska
þjóðin nýtur ávaxta kristins átrúnaðar í þúsund ár. Það samkomulag sem íslenska þjóðin á með
sjálfri sér um jöfnuð, mannúð og réttlæti er af kristnum toga og mótar viðhorf okkar þótt
fjölmargir séu nú hirðulausir um trú sína.
í þessu sambandi verður ekki hjá því komist að benda á, að margar þær hugmyndir sem
krauma í nýtrúarpottinum era til þess fallnar að gera fólk sjálfhverft, beina augum þess frá
náunganum og þörf hans og draga úr ábyrgðartilfinningu einstaklinganna. Dæmi um skaðlega
hjátrú af þessu tagi em svonefnd „Mikaelsfræði“ þar sem hópur framliðinna sálna er sagður
mynda félagsskap er leggur nútímafólki lífsreglumar og svarar spumingum þess um merkingu
tilvemnnar. Þama er á ferðinni dæmigerð lffsflóttakenning.
I nýlegri lífsgildakönnun Félagsvísindastofnunar kemur ffarn að allstór hópur Islendinga virðst
trúa á svokallaða endurholdgunarkenningu. Það er áhygguefni kirkjunnar að einstaklingar innan
200