Gerðir kirkjuþings - 1991, Síða 193
vígslubiskup í hinu vígslubiskupsumdæminu ekki kosningarrétt. Kosningarréttur
sérþjónustupresta miðast við, hvar þeir hafa starfsstöðvar sínar. Yrði kjörstjórn að
úrskurða þar um, en þörf gæti verið á að setja nánari ákvæði um þetta í reglugerð, sbr.
einnig heimild ráðherra til að setja reglugerð um sérþjónustupresta skv. 14. gr. laga nr.
62/1990. Ekki er gert ráð fyrir, að prestar, sem starfa meðal Islendinga erlendis, sbr.
10. gr. laga nr. 62/1990, hafi kosningarrétt við vígslubiskupskjör. Kennarar
guðfræðideildar og starfsmenn biskupsstofu hafa ekki kosningarrétt við vígslubiskupslqör
samkvæmt ákvæðinu.
Um 3. tölulið. Hliðstæður 3. tölulið 3. gr. Ekki er gert ráð fyrir, að leikmenn,
sem sitja í kirkjuráði án þess að vera kjörnir kirkjuþingsmenn hafi kosningarrétt við
vígslubiskupskjör.
Um 4. tölulið. Um er að ræða sömu kjörmenn og kveðið er á um í 3. tölulið 3.
gr-
Um 5. gr.
í þessari grein eru ákvæði um kjörstjórn, skipun hennar og úrlausnarvald og
heimild til að skjóta úrskurðum hennar til ráðherra. Hliðstæð 3. gr. laga nr. 96/1980.
Gert er ráð fyrir, að kjörstjórn verði skipuð í hvert sinn sem kosning er fyrirhuguð, en
ekki reglulega til 4 ára eins og 3. gr. laga 96/1980 gerir ráð fyrir, sem þykir óraunhæft.
I samræmi við það, er gert ráð fyrir, að stjóm Prestafélags Islands tilnefni einn
kjörstjórnarmann, í stað aðalfundar prestafélagsins. Gert er ráð fyrir, að kirkjuráð
tilnefni einn kjörstjórnarmann í stað kirkjumálaráðherra skv. lögum 96/1980, þar sem
það þykir ekki samræmast úrlausnarvaldi hans í kærumálum.
Um 6. gr.
í þessari grein eru ákvæði um samningu og framlagningu kjörskrár. Nýmæli er, að
kveðið er á um, að kjörskrá skuli liggja frammi hjá próföstum. Kjörstjórn skal í
auglýsingu um framlagningu kjörskrár, jafnframt setja frest til að koma að kærum vegna
hennar. Sá frestur getur fallið saman við framlagningartíma kjörskrár.
Um 7. og 8. gr.
Greinarnar eru nýmæli og fjalla um tilnefningu á biskupsefnum. Þeir sam standa
að tilnefningu skulu skrá nafn sitt og kennitölu undir nafn þess, sem þeir tilnefna.
Um 9. gr.
I þessari grein eru meginákvæðin um fyrirkomulag kosningarinnar. Kosning skal
ekki fara fram, ef aðeins einn maður er tilnefndur, sbr. 11. gr. 1. tl. Gert er ráð fyrir
svipaðri kosningatilhögun og samkvæmt lögum nr. 96/1980. Nýmæli er í 2. mgr. 4.
tölulið, þar sem tekið er fram, að á umslagi með utanáskrift kjörstjórnar, skuli koma
fram fyrir hvaða tíma kjörgögn skulu hafa borist kjörstjórn. Árituninni er ætlað að vekja
athygli póststarfsmanna á því, að hraða þurfi útsendingu. Gert er ráð fyrir, að kjörgögn
190