Gerðir kirkjuþings - 1991, Qupperneq 92
2. Kjörstjórn lætur gera kjörseðla, sem notaðir verða á kjörfundi. Efst á seðlunum
skal standa sem fyrirsögn:
Kjörseðill við kirkjuþingskosningar í ........ kjördæmi, dagsetning og ártal.
Kjörseðlar skulu vera úr haldgóðum pappír, sem skrift sést ekki í gegnum.
Kjörseðill skal vara tvískiptur. Efri hluti kjörseðils skal ætlaður fyrir nafn og
heimilisfang aðalmanns, en neðri hluti hans fyrir nöfn og heimilisföng
varamanna. A neðri hluta kjörseðils skal vera töluröð miðuð við fjölda þeirra,
sem kjósa á. Kjörseðlar vegna kosningar presta og leikmanna skulu vera sitt með
hvorum lit.
3. Atkvæðagreiðsla fer fram með þeim hætti, að kjósandi skrifar í kjörklefa á
kjörseðilinn nafn og heimilisfanp aðalmanns á þann hluta kjörseðilsins, sem
ætlaður er fyrir kjör aðalmanns. A þann hluta seðilsins, sem ætlaður er fyrir kjör
varamanna, skal hann rita nöfn varamanna og heimilisföng þeirra í þeirri röð,
sem hann kýs, að þeir taki sæti. Kjósandi skal brjóta seðilinn saman þannig, að
það, sem á hann var ritað, snúi inn, og skal kjósandi sjálfur stinga kjörseðli í
atkvæðakassann.
Ekki skal meta atkvæði ógilt, ef greinilegt er, hver vilji kjósenda er, nema á
kjörseðlinum séu áletranir eða annarleg merki, sem ætla má, að sett séu til að
gera seðilinn auðkennilegan, eða ef eitthvað er innan í utankjörfundarseðli, sem
ætla má, að hafi verið sett þar í því skyni.
4. Kosning fulltrúa Guðfræðideildar og fulltrúa guðfræðinga og presta samkvæmt
3. tl. 4. greinar fer fram í sérstökum kjördeildum í 1. kjördæmi
(Reykjavíkurprófastsdæmi vestra) og undir stjórn og á ábyrgð kjörstjórnar þess.
5. Um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar fer samkvæmt ákvæðum laga um kosningar
til Alþingis (Lög nr. 80 6. október 1987 með síðari breytingum), eftir því sem við
getur átt, og fer kjörstjórn með framkvæmd hennar.
9. gr.
1. Strax og kjörfundi lýkur og atkvæði hafa borist úr kjördeildum, telur kjörstjórn
atkvæði og úrskurðar þau.
2. Sá er réttkjörinn aðalmaður, sem fær flest atkvæði sem aðalmaður. Sá er kjörinn
1. varamaður, sem flest atkvæði hlýtur í fyrsta sæti varamanns að viðbættum
þeim atkvæðum, sem hann hlaut sem aðalmaður. 2. varamaður er kosinn sá, sem
flest atkvæði hlýtur í annað sæti varamanns að viðbættum þeim atkvæðum, sem
hann hlaut sem aðalmaður og sem 1. varamaður. Hljóti tveir eða fleiri jöfn
atkvæði ræður hlutkesti. Gildir það bæði um kosningu aðalmanns og varamanna.
3. Kjörstjórn gefur út kjörbréf til þingfulltrúa, aðalmanns og varamanna, og skal röð
varamanna greind sérstaklega.
4. Kjörstjórn skal birta úrslit kosninga í fjölmiðlum strax að lokinni talningu.
89