Gerðir kirkjuþings - 1991, Blaðsíða 63
ERINDISBRÉF AÐSTOÐARPRESTA.
1. Aðstoöarprestur í þjóðkirkjusöfnuöi er vígður, þjónandi prestur og nýtur sömu
réttinda og aðrir þjónandi prestar kirkjunnar.
2. Aðstoðarprestur er til þess ráðinn og vígður að vera sóknarpresti til aðstoðar í
þjónustu þess safnaðar (safnaða), sem hann er vígður eða kallaður til. Hann
starfar á ábyrgð sóknarprests og í fullu samráði við hann í hvívetna með umsjón
prófasts og biskups og í samvinnu við sóknamefnd.
3. Aðstoðarprestur skal aðstoða sóknarprest við helgihald eftir því, sem hann er
kvaddur þar til. Hann skal og í umboði sóknarprests annast hveija þá þjónustu
aðra, sem hann felur honum með hliðsjón af vígslubréfi.
4. Aðstoðarprestur skal aðstoða sóknarprest í safnaðarstörfum og leitast við að vera
sóknarfólki alúðarríkur ráðgjafi í andlegum efnum. Þau störf skal aðstoðarprestur
vinna með vitund sóknarprests og í samráði við hann.
5. Sóknarprestur er til þess kjörinn, skv. vígslubréfi og innsetningu í embætti, að
inna af hendi hefðbundin prestsverk. Aðstoðarprestur annast slík prestsverk í
umboði sóknarprests og eftir því, sem sóknarprestur felur honum.
6. Embættisvottorð getur aðstoðarprestur ekki gefið út, nema í umboði sóknarprests
og ábyrgð hans. Þar með eru talin sáttavottorð og könnunarvottorð á undan
hjónavígslu.
7. Aðstoðarprestur skal aðstoða við skipulagningu og framkvæmd hinna ýmsu þátta
safnaðarstarfsins og gefa skýrslu um störf sín á aðalsafnaðarfundi og oftar, ef
óskað er.
8. Aðstoðarprestur skal vera sóknarpresti hlýðinn, trúr og hollur í hvívetna og
safnaðarstjórn ráðþæginn. Skyldur er hann að hlíta úrskurði prófasts og biskups
um allt það, er starf hans varðar. Verði ágreiningur með sóknarpresti og/eða
sóknarnefnd og aðstoðarpresti skal vísa því máli til prófasts, en síðan til biskups,
ef ekki fæst viðunandi lausn.
9. Á grundvelli þessa erindisbréfs skal viðkomandi söfnuður gjöra ráðningarsamning
við aðstoðarprest, sé hann ráðinn af söfnuðinum. Skal sá samningur vera með
fullu vitorði sóknarprests, enda sé hann aðili að slíkum samningi. Samningurinn
skal staðfestur af prófasti.
10. Það er skylda sóknarprests, sóknarnefndar og safnaðarfólks að sýna
aðstoðarpresti umhyggju og traust, uppörva hann og hvetja, leiðbeina honum af
einlægni og þiggja fúslega þá þjónustu, sem honum kann að vera falin. I öllum
greinum skulu framannefndir aðilar leitast við að vinna saman í kærleika og
með bænagjörð að máiefnum kirkju Krists.
60