Gerðir kirkjuþings - 1991, Blaðsíða 20
SKÁLHOLT
Á flestum fundum kirkjuráðs hafa málefni Skálholts í einni eða annarri mynd komið
við sögu. Eins og greint var frá á kirkjuþingi í fyrra var aðalskipulag staðarins
samþykkt og er unnið að deiliskipulagi. Munu þá fyrirhugaðar einhverjar breytingar á
aðalskipulagi og þarf að sækja um þær hið fyrsta, þar sem allt slíkt tekur langan tíma.
En brýnt er, að sem fyrst sé unnt að staðsetja þau hús, sem fyrirhugað er að reisa í
Skálholti. Er það annars vegar hús ætlað organista, sem er á ábyrgð kirkjuráðs, og svo
hús fyrir vígslubiskup, sem er verkefni ráðuneytisins.
Hefur verið rætt við fulltrúa sóknar og sveitarfélags um hlutdeild þeirra aðila í
kostnaði af launum og starfi organistans, en betra skipulag þeirra mála er nauðsynlegt
og sjálfsagt nú, þegar organistinn er kominn heim frá námi sínu.
Skálholtsskóli hefur líka verið í brennidepli. Fyrst þá það kom fram, að ekki var
gert ráð fyrir fjárveitingu til hans í ijárlagatillögum, og síðan þegar rektor og húsmóðir
skólans sögðu upp störfum sínum. Menntamálaráðherra hefur heitið því, að fjárveiting
til Skálholtsskóla verði svo sem verið hefur við afgreiðslu fjárlaga, hvað stöðugildi
áhrærir. En rætt hefur verið um það, hvort eðlilegt sé, að skólinn hverfi frá
menntamálaráðuneytinu og til kirkjumálaráðuneytisins með aukinni forsjá og ábyrgð
kirkjuráðs. Er búið að auglýsa stöðu rektors og verður ráðið í hana til eins árs til að
byrja með.(Sjá skýrslu um starfsemi Skálholtsskóla í fylgiriti).
En öll mál Skálholtsstaðar eru til skoðunar hjá nefnd, sem kirkjumálaráðherra
skipaði að beiðni biskups. Er frú Lára Margrét Ragnarsdóttir, alþingismaður formaður
nefndarinnar, sem hefur haldið allnokkra fundi bæði í Skálholti sem á biskupsstofu og
á Selfossi. Mun nefndin skila tillögum sínum svo fljótt sem auðið er til ráðherra og
biskups. Síðan er það þeirra aðila, sem ábyrgð bera á stað og starfi að vinna úr þeim
og fá breytt lögum, ef þurfa þykir, og að öllu leyti að standa þannig að málum, að hinn
göfugi staður Skálholt megi enn vaxa og þjóna hlutverki sínu kirkju Islands og íslenskri
þjóð til heilla og Guði til dýrðar.
✓
Afram hefur verið unnið að skrásetningu hins mikla bókasafns, sem geymt er 1
tumi kirkjunnar. Hafa einnig verið keyptir nýir skápar. Þetta er mikið verk og
kostnaðarsamt, en sér nú senn fyrir lok þess.
SÁLMAR 1991
Sálmaheftið Sálmar 1991 kom út í vor og nú í haust sérstakt hefti fyrir organista.
Þar með hefur sálmabókanefnd sú, sem skipuð var 1985 lokið verki sínu.
Eðlilegt er, að um áframhaldandi starf verði að ræða. Bæði þarf að hvetja til
sálmagerðar og safna efni og senda út til notkunar. Þess vegna ber aðeins að líta á
nýja sálmaheftið sem áfanga. Það er eðlilegt framhald núverandi sálmabókar kirkjunnar
og skref í átt til nýrrar bókar.
Kirkjuþing þarf því að ákveða, hvort skipuð verði ný nefnd/starfshópur, sem fylgi
eftir því starfi, sem þegar hefur verið unnið og kynni sálmaheftið, en að auki móti
17