Gerðir kirkjuþings - 1991, Blaðsíða 36
SKÁLHOLTSSKÓLI
GREINARGERÐ UM SKÓLASTARF
OKTÓBER 1991
Upphaf og fyrirkomulag skólastarfs
Skálholtsskóli er eini lýháskóli íslendinga. I tengslum við
vígslu Skálholtskirkju samþykkti kirkjuráð 19. júlí 1963, að
"komið verði upp lýðháskóla, er starfi í anda hinnar norrænu
lýðháskólahreyfingar, jafnframt því að hann þjálfi starfslið
handa kirkjunni. I sambandi við skólann fari fram
námskeiðsstarfsemi og mót, sem haldin kunna að verða fyrir
innlenda og útlenda þátttakendur. " Ákveðið var, að hefja rekstur
lýðháskóla á hinum forna skólastað. Lýðháskólar höfðu í meira en
eitt hundrað ár gengist fyrir alþýðumenntun, lagt áherslu á
manngildi og þar með lagt grunn að velferðarkerfi og lýðræði á
Norðurlöndum. Þessir skólar hafa verið ríkulegar
mennigarstofnanir. Margir af hinum meira en þrjú hundruð
lýðháskólum á Norðurlöndum hafa verið í eign kirkjulegra
hreyfinga og hafa nýst kirkjum vel í starfi. Lýðháskólar voru
reknir á Islandi á fyrri hluta aldarinnar, s.s. Hvítárbakkaskóli
og einnig voru alþýðuskólarnir mótaðir í anda lýðháskóla, þótt
þeir mistu einkenni lýðháskóla að hluta með innlimun
alþýðuskólanna í hið almenna skólakerfi’í lok fjórða áratugarins.
Á Norðurlöndum hafa skólarnir barist fyrir sjálfstæði sínu og
hafa alls staðar fengið styrka löggjöf og öruggan fjárstuðning
hins opinbera. Hin langa saga þessarar skólagerðar hefur og
skapað burðarmiklar hreyfingar og njóta skólarnir þess umfram það
sem Skálholtsskóli hefur mátt reyna.
Undir sterkri forystu Sigurbjörns Einarssonar, biskups, var
hafist handa við fjársöfnun til Skálholtsskóla á sjöunda
áratugnum og bárust margar og stórar gjafir, frá Islendingum og
frá Norðurlöndum. Samkvæmt yfirliti yfir byggingarkostnað
skólahúss í árslok 1971 voru auk framlags þjóðkirkju og
Islendinga norsk framlög til þess tíma 3,7 milljónir króna,
danskar gjafir 3,6 milljónir og sænskar 1,4 milljónir króna. Á
núgildandi verðlagi er erlent framlag líklega meira en eitt
hundrað milljónir. Framlag úr ríkissjóði barst fyrst með
fjárlögum 1972, en það ár var skóli fyrst settur í Skálholti.
Með lögum lögum um Skálholtsskóla árið 1977 urðu þau
þáttaskil, að ríkissjóður tók að sér að greiða kennslu og hluta
rekstrar og ýmis samtök eignuðust fulltrúa í skólanefnd. Var
vonast til að samtökin yrðu sterkir stuðningsaðilar í rekstri og
nemendaöflun. Fyrstu sextán ár skólans var meginstofn í starfsemi
skólans rekstur heimavistardei1dar . Á árinu 1989 urðu þáttaskil.
Almennri 1ýðháskó1adei1d var breytt og mjög aukið við ráðstefnu-
og námskeiðahald skólans. Þá var efnt til kvöldnámskeiða fyrir
nærsveitunga. Ástæða endurskoðunar var einföld. Breytingar á
lögum um framhaldskóla og rekstur fjölbrautarskóla dró úr aðsókn
nemenda til heimavistarskóla í dreifbýli. Skálholtsskóli galt
þessarar þróunar og var aðsókn nemenda orðin það dræm og ástæða
til endurskoðunar ljós og sóknar þörf.
Lög um Skálholtsskóla
I lögum um Skálholtsskóla , nr. 31 /1 977, er gert ráð fyrir
fjölbreyttu starfi. I heild eru lögin sveigjanleg og sýnilegt
öllum, sem lesa grannt, að gert er ráð fyrir breytingum í starfi
33