Gerðir kirkjuþings - 1991, Side 192
Um 2. gr.
Ákvæði þetta um kjörgengi er í samræmi við 1. gr. laga nr. 96/1980. I lögum nr.
62/1990 eru ákvæði um embættisgengi presta, sbr. III. kafla þeirra.
Um 3. gr.
Hér eru ákvæði um kosningarrétt við kjör biskups Islands.
Um 1. tölulið. Eins og áður sagði hefur sú stefna verið valin að takmarka
kosningarrétt presta við þjónandi presta, sem skipaðir eða ráðnir eru á grundvelli laga
nr. 62/1990. Það hefur verið talið rétt, að eingöngu prestar sem stjórnskipunarlega heyra
undir biskup hafi kosningarrétt. Prestar, sem ráðnir eru beint af söfnuðum hafa ekki
kosningarrétt samkvæmt þessu. Ekki heldur prestar, sem ráðnir eru af stofnunum.
Kjörstjórn úrskurðar um kosningarrétt, þegar svo háttar til, að skipaður eða ráðinn
prestur hefur fengið leyfi frá störfum og annar verið settur til þjónustu á meðan. Er
rétt að líta svo á, að prestur sem fyrirhugað er, að taki aftur við embætti sínu, haldi
kosningarrétti sínum, en sá sem settur hefur verið til þjónustu í leyfi hans hafi hins
vegar ekki kosningarrétt. í reglugerð um biskupskosningu nr. 151/1981 eru ákvæði um
þessi tilvik.
Reglur um kosningarrétt kennara guðfræðideildar eru óbreyttar frá gildandi lögum.
Nýmæli er, að starfsmönnum biskupsstofu sem eru í föstum stöðum og
guðfræðikandídatar, er tryggður kosningarréttur samkvæmt beinu ákvæði þar um. Þeir
starfsmenn, sem hér um ræðir, eru m.a. biskupsritari, skrifstofustjóri og forstöðumenn
deilda.
Ákvæði laga nr. 96/1980 um kosningarrétt prestsvígðra manna, sem ráðnir eru af
kirkjuráði hefur verið fellt niður. Yfirleitt eru menn ráðnir af kirkjuráði til
tímabundinna, afmarkaðra verkefna og þykja ekki rök til þess, að þeir hafi
kosningarrétt.
Um 2. tölulið. Ákvæðið er óbreytt 2. töluliður 2. gr. laga 96/1980.
Um 3. tölulið. Ákvæðið er hliðstætt 3. tölulið 2. gr. laga 96/1980, en hlutur
kjörinna leikmanna er aukinn frá gildandi lögum, þar sem gert er ráð fyrir, að tveir
leikmenn verði kjörnir í prófastsdæmunum og þrír í þremur fjölmennustu
prófastsdæmunum. Leikmenn skulu kjörnir af safnaðarfulltrúum ( í
Reykjavíkurprófastsdæmunum og Kjalarnessprófastsdæmi af formönnum sóknarnefnda
og safnaðarfulltrúum) á héraðsfundum fjórða hvert ár. Safnaðarfulltrúar eru ekki
bundnir við að kjósa mann úr sínu hópi í þessu skyni. Jafnframt skulu kosnir jafnmargir
varamenn.
Um 4. gr.
Fjallar um kosningarrétt við vígslubiskupskjör. Ákvæðið er hliðstætt 3. gr., en
kosningarréttur er nokkuð þrengri og takmarkast við vígslubiskupsumdæmi.
Um 1-2. tölulið. Hliðstæðir 1. tölulið 3. gr. Gert er ráð fyrir, að þjónandi
vígslubiskup taki þátt í kosningu á eftirmanni sínum, en hins vegar hafi þjónandi
189