Gerðir kirkjuþings - 1991, Blaðsíða 26
þjóðkirkjunnar, auka fræðslu í safnaðarstarfi og efla kirkjulega sýn með kennslu í
biblíufræðum, trúfræði, helgisiðafræði og táknmáli kirkjunnar. Einnig er fjallað um
sálgæslu og þjónustu leikmanna.
Milli 40 og 50 manns stunda nú nám í leikmannaskólanum og er ljóst að mikill fengur
er að honum sem og annarri fræðslu fyrir fullorðna, sem veitt er á vegum safnaða og
prófastsdæma.
27. mál: Staðlað reikningsform fvrir kirkiur og kirkiugarða.
Kirkjuráð fól skrifstofustjóra biskups, Ragnhildi Benediktsdóttur og séra Jóni Einarssyni
að vinna að þessu máli og verða tillögur þeirra lagðar fyrir þingið. En vegna ijarveru
Ragnhildar stendur séra Jón einn að þeim tillögum, sem lagðar eru fram fyrir þingið.
Hér hefur verið farið yfir mál, misjafnlega ítarlega, enda eru þau misjöfn og ekki öll
á sama stigi. Sum mál hafa ítrekað komið fyrir í slíkum skýrslum, önnur eru ný og enn
önnur að ná endanlegri afgreiðslu. Það er ekki óeðlilegt, þótt kirkjuþing hafi sem
breiðastan vettvang viðfangsefna og hlýtur allt það, sem kirkjan er að íjalla um, að vera
áhugasvið og ábyrgðar hjá kirkjuþingi.
Ég þakka öllum, sem lagt hafa málum þeim lið, sem hér er frá greint og treysti á
áframhaldandi starf vegna þeirra, sem ekki er lokið.
Athugasemdir nefndar, sem fær skýrsluna til meðferðar, eru þýðingarmiklar, sem og
afgreiðsla kirkjuþings á skýrslunni í heild sinni og hinum einstöku málum.
í máli sínu vitnaði biskup til ýmissa velunninna fylgiskjala.
Samþykkt var að vísa málinu til allsherjamefndar og jafnframt, að formenn allra nefnda
ræði saman um afgreiðslu þess.
Nefndarálit allsherjarnefndar
um skýrslu biskups og kirkjuráðs
Frsm. Hólmfríður Péturdóttir
Ailsheriamefnd leggur fram svohljóðandi álit.
Kirkjuþing 1991 þakkar biskupi og kirkjuráði góða og aðgengilega skýrslu og fylgiskjöl.
Biskupsstofa.
Kirkjuþing þakkar biskupsstofu góða þjónustu við söfnuði landsins og tekur undir þakkir
til þeirra sem láta af störfum þar og fagnar nýjum starfsmönnum. Kirkjuþing tekur
sérstaklega undir þakkir biskups til séra Bernharðar Guðmundssonar og árnaðaróskir
til handa honum og frú Rannveigu Sigurbjörnsdóttur. Kirkjuþing fagnar því hve vel
hefur tekist til við ráðningu nýrra starfsmanna og boðuðum áherslubreytingum hvað
23