Gerðir kirkjuþings - 1991, Side 24
nefndin lokiö verki sínu og greinargerð hennar lögð fyrir þingið til afgreiðslu.
Þá vann biskupsritari mikiö starf vegna fullvirðisréttar á prestsetrum og er reiðubúinn
að gefa frekari upplýsingar um það mál.
20. mál: Um vinasöfnuði.
Mál þetta var kynnt á prófastafundi í vetur og einnig hefur utanríkisnefnd haft það til
meðferðar í samvinnu við Hjálparstofnun kirkjunnar. Leitast hefur verið við að kynna
þessa hugmynd meðal safnaða og vonandi leiðir þetta af sér samband milli safnaða á
Islandi og safnaða í þriðja heiminum.
21. mál: Stuðningur við söfnuðina í Kaupmannahöfn og London.
Rætt var við hagstofuna um möguleika safnaðanna á því að fá sóknargjöld þess fólks,
sem starfar í þeim og nýtur þjónustu viðkomandi prests, en á lögheimili á Islandi.
Reyndist þetta ekki unnt. En söfnuðurnir hafa þegið framlag úr jöfnunarsjóði.
Þá hafa borist bréf frá Islendingafélögum í Osló og Gautaborg og sendiherrum
viðkomandi landa, þar sem þess er farið á leit, að ráðnir verðir prestar til þjónustu við
Islendinga í þessum löndum. Var málið kynnt fulltrúum ráðuneyta við fjárlagagerð og
verður einnig til umræðu á fundum með fjárlaganefnd Alþingis.
22. mál: Um útgáfurétt á listaverkum kirkna.
Sólveig Olafsdóttir vann greinargerð fyrir síðasta kirkjuþing um höfundarrétt og
útgáfurétt að listaverkum í kirkjum. Eðlilegt er, að kirkjulistanefnd ræði við Sólveigu
um þetta mál og er hún fús til þess. Mundi þá kirkjulistanefnd eða annar aðili kanna
vilja sóknarnefnda varðandi það, hvort þær kæra sig um að afla sér útgáfuréttar á þeim
listaverkum, sem eru í kirkjum nú og enn eru undir vernd höfundarréttar. Þyrftu þá
sóknarnefndir að gera skrá um þessi verk og einnig önnur, sem eru eldri og geta þá
talist eigendum til frjálsrar ráðstöfunar. Síðan mætti hanna samningsform, sem
sóknarnefndir geta notað nú og til frambúðar varðandi þau listaverk, sem t.d. eru
fengin í kirkjur, en sjaldnast er frá því gengið, hver hefur fjölföldunar- og útgáfurétt.
Mætti þá hugsanlega einnig fara þess á leið við samtök listamanna að samþykkja
ákveðið fyrirkomulag á samningum af þessu tagi.
Þarf kirkjuþing að ákveða, hvort þess verði farið á leit við kirkjulistanefnd, að hún
athugi þessi mál með Sólveigu eða feli það öðrum aðila.
Þá hefur biskup einnig rætt við húsameistara eins og kom fram í skýrslu til síðasta
kirkjuþings. Hefur húsameistari lagt fram tillögur sínar og athugasemdir, þar sem segir
m.a.
1. Ekki er mér kunnugt um, að starfandi sé á íslandi arkitekt, sem hefur lokið
sérnámi í kirkjubyggingalist. Hvetja mætti arkitekt eða nema í arkitektúr til þess
að sérhæfa sig á slíku sviði, ef kirkjunni þykir mikilvægt að hafa aðgang að
slíkum sérfræðingi.
Eg vænti þess, að við háskóla í Þýskalandi og e.t.v. Norðurlöndum megi leggja
stund á slíka sérgrein. Vafalaust yrði þetta eins til tveggja ára nám samhliða eða
til viðbótar námi í arkitektúr.
21