Gerðir kirkjuþings - 1991, Síða 190
Greinargerð með drögum að frumvarpi til laga
um kosningu biskupa.
okt. 91
Nefnd, sem Óli Þ. Guðbjartsson dóms- og kirkjumálaráðherra, skipaði í sept. 1990,
meðal annars til að endurskoða lög um biskupskosningu nr. 96/1980, samdi
frumvarpsdrög þau, sem hér eru flutt. í nefndinni áttu sæti Anna Guðrún Björnsdóttir,
deildarstjóri, formaður, Sigurður Jónsson lögfræðingur, sem tók að sér að vera ritari
nefndarinnar, sr. Bragi Friðriksson prófastur, tilnefndur af biskupi íslands, Gunnlaugur
Finnsson tilnefndur af kirkjuráði, sr. Vigfús Þór Árnason tilnefndur af Prestafélagi
íslands og Guðný Guðnadóttir tilnefnd af Leikmannaráði.
Með lögum um skipan prestakalla og prófastsdæma og um starfsmenn þjóðkirkju
íslands nr. 62/1990, sem tóku gildi þann 1. júlí 1990, voru lögfest ný ákvæði um
starfsmenn þjóðkirkjunnar og hefur nefndin endurskoðað ákvæði laga um
biskupskosningu nr. 96/1980 með hliðsjón af þeim. Ennfremur hefur nefndin lagt til, að
lög um kosningu biskupa gildi bæði um kjör biskups íslands og vígslubiskupa. Sú
breyting er lögð til, að kosið verði milli tilnefndra biskupsefna. Auk þess eru gerðar
minniháttar breytingar á kosningatilhögun.
Nefndin lagði fram þrjár hugmyndir að frumvarpi til laga um kosningu biskupa fyrir
kirkjuþing 1990. Þær byggðu á mismunandi kosningafyrirkomulagi, en reglur um
kosningarrétt og kjörgengi voru þær sömu. I fyrstu hugmyndinni var gert ráð fyrir
svipuðu kosningarfyrirkomulagi og er í gildandi lögum um biskupskosningu nr. 96/1980.
Önnur hugmyndin gerði ráð fyrir framboðum til biskupskjörs og sú þriðja að biskupsefni
yrðu tilnefnd. Löggjafarnefnd, sem fékk málið til umfjöllunar byggði tillögu sína á þriðju
hugmyndinni. A þinginu komu fram mjög skiptar skoðanir um reglur um kosningarrétt
og vegna þess urðu lyktir þær, að málið hlaut ekki afgreiðslu á því þingi, heldur var
vísað aftur til hinnar ráðherraskipuðu nefndar. Nefndin samdi síðan drög að frumvarpi,
á grundvelli álits löggjafarnefndar, sem hér er flutt.
Yfirlit yfir efni frumvarpsins og helstu breytingar sem það hefur í för með sér.
1. Lög nr. 96 frá 1980 taka til kosningar biskups íslands. Um vígslubiskupa giltu þar til
lög um skipan prestakalla og prófastsdæma og um starfsmenn þjóðkirkju íslands nr.
62/1990, tóku gildi, lög nr. 38/1909. Með lögum nr. 62/1990 voru embætti vígslubiskupa
efld verulega og þau gerð að fullu starfi. Samkvæmt 43. gr. laganna skulu ákvæði laga
um biskupskjör, nr. 96 frá 1980, gilda um kosningu og kjörgengi vígslubiskupa, eftir því
sem við getur átt, en ráðherra setja í reglugerð nánari reglur um kosningu og kjörgengi
þeirra. Reglugerð nr. 118/1991, gildir nú um kosningu vígslubiskupa.
Við endurskoðun laga nr. 96/1980, hefur þótt rétt að víkka gildissvið laganna, þannig
að þau nái samkvæmt beinu ákvæði sínu, bæði til kosningar biskups íslands og
vígslubiskupa. Sérreglur eru um kosningarrétt, sbr. 3. og 4. gr. frumvarpsins, en að öðru
leyti er gert ráð fyrir, að sömu reglur eigi við um kjör biskups Islands og vígslubiskupa.
2. Reglur um kjörgengi eru þær sömu og í gildandi lögum, sbr. 2. gr. frumvarpsins.
Kjörgengir eru guðfræðikandídatar, sem fullnægja skilyrðum til þess að vera skipaðir
187