Gerðir kirkjuþings - 1991, Blaðsíða 94
II. kafli.
Um kirkjuráð þjóðkirkjunnar.
16. gr.
Kirkjuráð þjóðkirkjunnar er skipað fimm mönnum, biskupi, sem er forseti þess, og
þórum mönnum, tveimur guðfræðingum og tveimur leikmönnum, sem kirkjuþing kýs,
og skulu varamenn kosnir með sama hætti. Kosið skal í kirkjuráð á fyrsta kirkjuþingi
að aflokinni kosningu. Kosið er til fjögurra ára eða til fyrsta kirkjuþings að afloknum
kirkjuþingskosningum. Kirkjuráð kýs sér varaforseta, en biskupsritari er ritari kirkjuráðs.
Skrifstofustjóri Biskupsstofu er framkvæmdastjóri kirkjuráðs.
17. gr.
1. Kirkjuráð fer með framkvæmd sameiginlegra málefna þjóðkirkjunnar, þ.á.m.
verkefna, sem lög og stjórnvaldsreglur ætla því, og erinda, sem vísað er til þess
af hálfu kirkjuþings, biskups, Alþingis, kirkjumálaráðherra, héraðsfunda,
sóknarnefnda eða starfsmanna sókna eða þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð skal vera
biskupi til ráðgjafar og fulltingis í öllum þeim málum, er hann kýs að leggja fyrir
ráðið og varða einstaka söfnuði, presta eða málefni kirkjunnar í heild.
2. Biskup undirbýr ásamt kirkjuráði fundi kirkjuþings og fylgir eftir samþykktum
þess. Kirkjuráð getur átt frumkvæði að samningu lagafrumvarps og
stjórnvaldsreglna um málefni þjóðkirkjunnar. Kirkjumálaráðherra leitar umsagnar
og tillagna þess um lagafrumvörp um þessi efni, er hann hyggst flytja á Alþingi,
svo og um drög að stjórnvaldsreglum um kirkjumál, er hann hyggst setja.
Kirkjuráð skal hlutast til um, að öll slík mál verði lögð fyrir kirkjuþing, eftir því
sem kostur er.
3. Kirkjuráð undirbýr af hálfu þjóðkirkjunnar tillögur til fjárveitinga til kirkjunnar
á fjárlögum og leitar af því efni tillagna frá kirkjuþingi og aðilum, sem fjalla um
fjármál kirkjunnar.
4. Kirkjuráð hefur á hendi umsjá og stjórn Kristnisjóðs, sbr. 23. gr. laga nr. 35/1970,
og Jöfnunarsjóðs sókna sbr. 7. gr. laga nr. 91/1987. Kirkjuráð ráðstafar öðru því
fé, sem veitt er af opinberri hálfu til kirkjulegrar starfsemi. Kirkjuráð hefur
forræði og forsjá um Skálholtsstað, svo sem greinir í lögum 32/1963 og hefur þau
afskipti af málefnum Skálholtsskóla, er greinir í lögum nr. 31/1977. Af hálfu
kirkjunnar skipar kirkjuráð samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar sbr. lög
nr. 12/1982.
18. gr.
Biskup kveður kirkjuráð til fundar, þegar þurfa þykir, og jafnan, þegar tveir
kirkjuráðsmenn óska þess. Hann undirbýr fundi ráðsins. Kirkjumálaráðherra úrskurðar
reikninga kirkjuráðs vegna dagpeninga, ferðakostnaðar o.fl. og ákveður ráðinu laun að
fengnum tillögum þóknunarnefndar. Kostnaður vegna kirkjuráðs greiðist úr ríkissjóði.
91