Gerðir kirkjuþings - 1991, Side 25
2. í dag starfar við embætti húsameistara ungur arkitekt,sem nú þegar hefur nokkra
reynslu og áhuga hvað varðar hönnun og hönnunarráðgjöf við kirkjubyggingar.
Ekki er hann þó sérmenntaður á þessu sviði.
3. Ef sérmenntaður, hæfur arkitekt fengist til starfa má hugsa sér, að embætti
húsameistara ríkisins geti ráðið hann til almennra starfa sem arkitekt, þótt
verkefni tengd kirkjubyggingum hefðu forgang. Slík hönnunarráðgjöf yrði þá
meðhöndluð sem útseld vinna, svo sem önnur störf embættisins.
4. Að sjálfsögðu gæti slíkur sérfræðingur starfað beint á vegum kirkjunnar.
Akveðin hætta er þó á því, að við slíkar aðstæður gæti sérfræðingurinn
einangrast faglega. Jafnframt gæti reynst erfitt að tryggja honum sem
starfsmanni í fullu starfi næg verkefni á þessu sérsviði.
24. mál: Um embætti fiölmiðlafulltrúa.
Samþykkt var á síðasta kirkjuþingi að undirbúin skuli stofnun embættis íjölmiðlafulltrúa
með menntun í guðfræði og fjölmiðlafræði. Skuli kirkjuráð skila niðurstöðum fyrir
þetta þing. Það var tekið upp í tillögur til fjárlaga, en fékk ekki hljómgrunn. Ekki eru
sjóðir svo digrir, að kirkjan geti sjálf greitt slíkum embættismanni laun og staðið straum
af kostnaði við störf hans. Biskupsritari annast íjölmiðlatengsl vegna biskups og
biskupsstofu og þá einnig þjóðkirkjunnar, eftir því sem mögulegt er.
Þá er hugsanlegt, ef kirkjuþing óskar, að koma á einhvers konar vinnuhópi, sem kanni
þessi mál. Kæmu þar saman fulltrúar kirkjunnar og sérfræðingar í fjölmiðlun auk
fulltrúa stærstu fjölmiðlanna.
Er það líka verðugt könnunarefni, hve stór þáttur trúar og kirkjumála er í fjölmiðlum
og hversu stóran væri æskilegt að hafa hann.
Komu þessi mál fram á þingi Bandalags kvenna í Reykjavík 15. þ.m., þar sem rætt var
um kirkju og söfnuð. Var þingið mjög fjölmennt og barst ákveðin beiðni um að stuðla
að því, að aukið kristilegt efni komi í fjölmiðlum.
25. mál: Um prestsembætti í Grímsev.
Ekki fékkst stuðningur í ráðuneytum við að fjölga prestsembættum með því að prestur
settist að í Grímsey. Hins vegar standa vonir til, að héraðsprestur verði ráðinn fyrir
Eyjafjörð og fleiri prófastsdæmi nyrðra og beri hann sérstaka ábyrgð á Grímsey og
dvelji þar nokkra daga í senn.
26. mál: Um trúfræðslu fvrir fullorðna.
Kirkjuráð fól guðfræðistofnun háskólans að semja álitsgerð um trúfræðslu fyrir
fullorðna. Guðfræðistofnunin hefur tekið sér frest til að sinna þessu máli, þar til ráðinn
hefur verið nýr kennari í kennimannlegri guðfræði við guðfræðideildina.
Hins vegar er þegar hafin skipuleg trúfræðsla fyrir fullorðna á vegum kirkjunnar í
samvinnu fræðsludeildar, Skálholtsskóla og guðfræðideildar. Var námið upphaflega
hugsað fyrir safnaðarstarfsmenn, en aðsókn var mikil af hendi annarra, sem hafa
sérstakan áhuga á kirkjulegum málum, enda þótt ekki sé þjónað í söfnuðum eða verið
í ábyrgðarstöðum. Námið tekur einn vetur og skiptist í fjórar námsannir og stendur
samtals í ellefu vikur. Tilgangurinn er að veita innsýn í skipulag og starfshætti
22